Fótbolti

„Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josep Martinez sést hér hita upp fyrir leik Internazionale í ítölsku deildinni um helgina.
Josep Martinez sést hér hita upp fyrir leik Internazionale í ítölsku deildinni um helgina. Getty/Mattia Ozbot

Cristian Chivu, þjálfari ítalska félagsins Internazionale, heitir stuðningi við markvörðinn Josep Martínez sem varð valdur að banaslysi í síðustu viku.

Aldraður maður lést eftir að rafknúinn hjólastóll hans lenti í árekstri við bifreið sem hinn 27 ára gamli spænski landsliðsmarkvörður ók.

Yfirvöld rannsaka nú aðstæður slyssins, sem varð í Como-héraði, en lögregla segir að svo virðist sem hjólastóllinn hafi sveigt inn á akbraut bifreiðarinnar.

Martínez er varamarkvörður fyrir Yann Sommer en hann var ekki í leikmannahópi Inter í 3-0 sigri á Fiorentina í Serie A kvöldið eftir slysið. Hann var svo ónotaður varamaður í 2-1 sigri á Verona á sunnudag.

„Við þurfum að vera til staðar fyrir hann, styðja hann og hjálpa honum í gegnum þetta,“ sagði Cristian Chivu á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Kairat Almaty í Meistaradeildinni í kvöld.

„Þetta er ótrúlega erfiður tími og ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu. Hann er í viðkvæmri stöðu og það mikilvægasta er að við stöndum við bakið á honum og hjálpum honum að finna frið á ný,“ sagði Chivu.

„Lífið fer ekki alltaf eins og við viljum og það þarf mikinn styrk til að komast í gegnum aðstæður sem þessar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×