Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 14:30 Stuðningsmenn danska fótboltafélagsins Bröndby hafa verið að koma sér og félaginu í vandræði á þessu ári. Getty/Ian MacNicol Ein af stóru fótboltasögum sumarsins var hegðun stuðningsmanna Bröndby á heimavelli hamingjunnar í Víkinni þegar lið þeirra steinlá í Evrópuleik á móti Víkingum. Þetta var þó ekki í síðasta skiptið sem stuðningsmenn Bröndby bjuggu til vandræða í útileik á þessu tímabili. Danska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að refsa Brönby fyrir ofsafengin mótmæli stuðningsmanna félagsins í tengslum við leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn OB fyrir viku síðan. Stuðningsmennirnir köstuðu tennisboltum og súkkulaðipeningum inn á völlinn og stöðvuðu leikinn gegn OB í nokkrar mínútur. Danska sambandið sagði frá refsingunni í fréttatilkynningu. Í greinargerð dómara leiksins kemur fram að það gekk mikið á. Þegar liðin gengu inn á völlinn hafi verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa og reykvélabomba í stúku gestaliðsins. Að sögn dómarans var öll stúkan hulin reyk og því var erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að í tengslum við innkomu liðanna hafi fimmtán flugeldum verið skotið inn á völlinn. Þá er greint frá því að í leiknum hafi verið kveikt í alls 24 neyðarblysum og að eftir leikslok hafi aftur verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa í stúku gestaliðsins. Stúkan var aftur hulin reyk og því var enn erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að á 46. mínútu hafi leikurinn verið stöðvaður af öryggisástæðum leikmanna, þar sem miklum fjölda tennisbolta og súkkulaðipeninga var kastað inn á völlinn úr stúku gestaliðsins. Þulur vallarins fylgdi í því sambandi verklagsreglum og eftir fyrirmælum frá fjórða dómara var tilkynnt í hátalarakerfinu að óheimilt væri að kasta hlutum inn á völlinn. Leikhléð stóð í sjö mínútur og heildarleikhléð var því ellefu mínútur. Að lokum hefur dómarinn greint frá því að í lok leiksins hafi borði verið sýndur í stúku gestaliðsins með textanum „Fuck DBU”. Refsingin er eftirtalin: Bröndby verður að loka allri stuðningsmannastúkunni sinni í næsta heimaleik gegn FC Nordsjælland. Bröndby verður að loka efri hluta stuðningsmannastúkunnar í heimaleiknum þar á eftir gegn FC Fredericia. Að lokum þarf Bröndby að greiða hundrað þúsund danskar krónur í sekt sem eru næstum því þrettán milljónir í íslenskum krónum. Danski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Danska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að refsa Brönby fyrir ofsafengin mótmæli stuðningsmanna félagsins í tengslum við leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn OB fyrir viku síðan. Stuðningsmennirnir köstuðu tennisboltum og súkkulaðipeningum inn á völlinn og stöðvuðu leikinn gegn OB í nokkrar mínútur. Danska sambandið sagði frá refsingunni í fréttatilkynningu. Í greinargerð dómara leiksins kemur fram að það gekk mikið á. Þegar liðin gengu inn á völlinn hafi verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa og reykvélabomba í stúku gestaliðsins. Að sögn dómarans var öll stúkan hulin reyk og því var erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að í tengslum við innkomu liðanna hafi fimmtán flugeldum verið skotið inn á völlinn. Þá er greint frá því að í leiknum hafi verið kveikt í alls 24 neyðarblysum og að eftir leikslok hafi aftur verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa í stúku gestaliðsins. Stúkan var aftur hulin reyk og því var enn erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að á 46. mínútu hafi leikurinn verið stöðvaður af öryggisástæðum leikmanna, þar sem miklum fjölda tennisbolta og súkkulaðipeninga var kastað inn á völlinn úr stúku gestaliðsins. Þulur vallarins fylgdi í því sambandi verklagsreglum og eftir fyrirmælum frá fjórða dómara var tilkynnt í hátalarakerfinu að óheimilt væri að kasta hlutum inn á völlinn. Leikhléð stóð í sjö mínútur og heildarleikhléð var því ellefu mínútur. Að lokum hefur dómarinn greint frá því að í lok leiksins hafi borði verið sýndur í stúku gestaliðsins með textanum „Fuck DBU”. Refsingin er eftirtalin: Bröndby verður að loka allri stuðningsmannastúkunni sinni í næsta heimaleik gegn FC Nordsjælland. Bröndby verður að loka efri hluta stuðningsmannastúkunnar í heimaleiknum þar á eftir gegn FC Fredericia. Að lokum þarf Bröndby að greiða hundrað þúsund danskar krónur í sekt sem eru næstum því þrettán milljónir í íslenskum krónum.
Danski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira