Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar