Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 7. nóvember 2025 10:00 Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Ef horft er til sölu fólksbíla síðustu þrjú ár þá er ljóst að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum er innan við 5% ár hvert. Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á. Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 er heimilt að þreyta verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á sjálfskipta bifreið. Sé það gert fær ökumaður takmörkun í ökuskírteini sitt þ.e. tákntöluna 78 og hefur ekki heimild til að aka bíl með beinskiptingu. Vilji viðkomandi fá réttindi á beinskiptan bíl síðar verður hann að sækja aftur um námsheimild hjá sýslumanni, hafa samband við ökukennara og þreyta aksturshæfnispróf á beinskiptan kennslubíl hjá Frumherja. Það er ekki aðeins hér á landi sem beinskiptum bílum hefur farið fækkandi og hafa lönd í kringum okkur brugðist við þeirri þróun. Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar, hann fær réttindi bæði á beinskiptan og sjálfskiptan bíl. Þriggja stafa tákntala er skráð við ökuréttindin til vitnis um það að viðkomandi hafi lokið fullnægjandi námi í akstri á beinskiptum og sjálfskiptum bíl en þreytt verklega ökuprófið á sjálfskiptum bíl. Samskonar leið er farin í Þýskalandi sem þýðir að ríki sem við berum okkur gjarnan saman við varðandi ökunám og ökuréttindi hafa þegar brugðist við þessum breytingum. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þá hefur ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi þrátt fyrir að hlutfall nýrra seldra bíla til almennings hafi tekið umræddum breytingum. Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl. Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Bílar Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Ef horft er til sölu fólksbíla síðustu þrjú ár þá er ljóst að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum er innan við 5% ár hvert. Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á. Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 er heimilt að þreyta verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á sjálfskipta bifreið. Sé það gert fær ökumaður takmörkun í ökuskírteini sitt þ.e. tákntöluna 78 og hefur ekki heimild til að aka bíl með beinskiptingu. Vilji viðkomandi fá réttindi á beinskiptan bíl síðar verður hann að sækja aftur um námsheimild hjá sýslumanni, hafa samband við ökukennara og þreyta aksturshæfnispróf á beinskiptan kennslubíl hjá Frumherja. Það er ekki aðeins hér á landi sem beinskiptum bílum hefur farið fækkandi og hafa lönd í kringum okkur brugðist við þeirri þróun. Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar, hann fær réttindi bæði á beinskiptan og sjálfskiptan bíl. Þriggja stafa tákntala er skráð við ökuréttindin til vitnis um það að viðkomandi hafi lokið fullnægjandi námi í akstri á beinskiptum og sjálfskiptum bíl en þreytt verklega ökuprófið á sjálfskiptum bíl. Samskonar leið er farin í Þýskalandi sem þýðir að ríki sem við berum okkur gjarnan saman við varðandi ökunám og ökuréttindi hafa þegar brugðist við þessum breytingum. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þá hefur ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi þrátt fyrir að hlutfall nýrra seldra bíla til almennings hafi tekið umræddum breytingum. Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl. Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun