Handbolti

HM hópurinn til­kynntur: Lovísa fer með en Birna Berg situr eftir

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lovísa Thompson var kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í síðasta verkefni í fyrsta sinn í þrjú ár og hún fer með á HM. 
Lovísa Thompson var kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í síðasta verkefni í fyrsta sinn í þrjú ár og hún fer með á HM.  Vísir/Hulda Margrét

Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem munu spila fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok nóvember og byrjun desember.

Liðið kemur saman til æfinga hér heima mánudaginn 16 nóvember. Á leið sinni til Þýskalands spilar liðið æfingaleik í Færeyjum laugardaginn 22. nóvember.

Heimsmeistaramótið sjálft hefst svo miðvikudaginn 26. nóvember þegar Ísland spilar opnunarleik við heimaþjóðina Þýskaland. Serbía og Úrúgvæ eru einnig í riðlinum, sem verður spilaður í Stuttgart.

Aðeins sextán leikmenn eru valdir í hópinn og því detta þrjár út frá síðasta verkefni, æfingaleikjunum gegn Færeyjum og Portúgal, þær Birna Berg Haraldsdóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir og Matthildur Lilja Jónsdóttir.

Hópurinn sem fer á HM:

Markmenn

  • Hafdís Renötudóttir, Valur (70/4)
  • Sara Sif Helgadóttir, Haukar (14/0)

Hornamenn

  • Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (12/25)
  • Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (12/25)
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (47/68)
  • Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (3/2)

Línumenn

  • Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19)
  • Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (27/17)

Leikstjórnendur

  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (26/90)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (31/59)
  • Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (38/155)

Skyttur

  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (9/8)
  • Andrea Jacobsen, Blomberg-Lippe (66/116)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (65/88)
  • Lovísa Thompson, Valur (30/66)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (91/197)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×