Sport

Símon og Birnir slógu Ís­lands­met sín

Sindri Sverrisson skrifar
Birnir Freyr Hálfdánarson á Íslandsmetið í 100 metra flugsundi í bæði 25 metra laug og í 50 metra laug. Hann bætti 19 ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í vor.
Birnir Freyr Hálfdánarson á Íslandsmetið í 100 metra flugsundi í bæði 25 metra laug og í 50 metra laug. Hann bætti 19 ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í vor.

SH-ingarnir Símon Statkevicius og Birnir Freyr Hálfdánarson slógu í kvöld Íslandsmet sín, á fyrsta degi Íslands- og unglingameistaramótsins í sundi í 25 metra laug.

Mótið fer fram í Laugardalslaug nú um helgina og hófst af krafti í dag.

Símon sló Íslandsmet sitt í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á 21,75 sekúndum en gamla metið setti hann einmitt á síðasta Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug.

Hið sama má segja um Birni Frey sem sló metið sitt í 100 metra flugsundi með því að synda á 52,41 sekúndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×