Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Það eru sömuleiðis önnur tímamót í nánd en eftir um mánuð verður liðið eitt ár frá sögulegum Alþingiskosningum. Þar var skýrt ákall um breytingar. Ákall sem við í Viðreisn heyrðum. Fyrir sléttu ári síðan fórum við til fólks, ekki til að segja því hvernig hlutirnir væru og ættu að vera, heldur til að hlusta og læra. Skilaboðin voru skýr. Almenningur á Íslandi vildi meiri stöðugleika, alvöru aðgerðir til að lækka verðbólgu og vexti og að við myndum hlúa að börnunum okkar, ekki síst þeim sem höllustum fæti standa. Og ákallið var ekki síður um ríkisstjórn sem virkar. Viðreisn heyrði skilaboðin og okkur var treyst fyrir þessu gríðarstóra verkefni. Rétt að byrja Nú þegar höfum við áorkað miklu. Við höfum tryggt þjóðinni sanngjarnan hlut í auðlindum í hennar eigu, við höfum sett stöðugleikaregluna sem tryggir sjálfbæran rekstur ríkisins. Við seldum Íslandsbanka með hag almennings í huga. Við höfum lækkað ríkisskuldir um átta prósent. Við höfum fjölgað lögreglumönnum og aukið öryggi almennings. Við höfum tekið öryggis- og varnarmál föstum tökum. Við stöndum vörð um EES-samninginn sem er grundvöllur lífskjara út um allt land. Við höfum gert samkomulag við sveitarfélögin í landinu um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Á dögunum hitti ég konu á flugvellinum í Stokkhólmi sem sagðist vera svo þakklát fyrir að eiga í fyrsta sinn ríkisstjórn sem hún upplifði að væri að vinna fyrir sig. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera: Við erum búin að vera að vinna fyrir þig og við erum bara rétt að byrja. Næst Við í Viðreisn erum stolt af því að hafa verið treyst fyrir þeirri ábyrgð sem við förum með. Við erum sömuleiðis hreykin af verkum okkar hingað til. Við ætlum okkur að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2027. Við ætlum að treysta þjóðinni fyrir því að taka ákvörðun um framtíð okkar í Evrópusamstarfi. Við ætlum okkur að létta fólki og fyrirtækjum að fjármagna sínar fjárfestingar. Við ætlum okkur að búa fiskeldi umgjörð sem treystir verðmætasköpun og verndar náttúruna. Við ætlum að efla innviði um allt land, hvort sem er í samgöngum, orku eða öðru sem nauðsynlegt er. Við ætlum að draga saman í útgjöldum ríkisins um 110 milljarða á næstu árum. Við ætlum að halda áfram að efla öryggi fólks. Ólíkt því sem gömlu valdhafar þessa lands halda oft fram, erum við á Íslandi ein eining og ein heild. Okkur mun ávallt vegna best ef við störfum fyrir hvert annað og með hvort öðru. Manneskja sem starfar í verslun í sjávarplássi á allt sitt undir því að Ísland eigi í tryggu viðskiptasambandi við önnur lönd og að aðgengi að mörkuðum sé gott. Þannig fær hún bæði góðar vörur á samkeppnishæfu verði og hennar viðskiptavinir geta áfram verslað fyrir þær tekjur sem koma af sölu afurða. Arkitekt á öðrum stað þarf öruggt netsamband svo mögulegt sé að koma teikningum áleiðis. Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að geta treyst því að vegir séu góðir og öruggir allt árið um kring. Viðreisn er í vinnunni fyrir allt Ísland, og alla sem hér búa. Ísland í heild sinni allri þarf innviði sem virka, vaxtaumhverfi sem styður við verðmætasköpun, öryggi í sinni víðustu merkingu og raforku til að knýja þetta allt saman áfram. Ef fólk getur athafnað sig, býr það til verðmæti. Hvort sem það er á Álftanesi eða í Reykhólahreppi. Fyrir norðan eða sunnan, austan eða vestan. Viðreisn er í vinnunni fyrir þig og við erum rétt að byrja. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Það eru sömuleiðis önnur tímamót í nánd en eftir um mánuð verður liðið eitt ár frá sögulegum Alþingiskosningum. Þar var skýrt ákall um breytingar. Ákall sem við í Viðreisn heyrðum. Fyrir sléttu ári síðan fórum við til fólks, ekki til að segja því hvernig hlutirnir væru og ættu að vera, heldur til að hlusta og læra. Skilaboðin voru skýr. Almenningur á Íslandi vildi meiri stöðugleika, alvöru aðgerðir til að lækka verðbólgu og vexti og að við myndum hlúa að börnunum okkar, ekki síst þeim sem höllustum fæti standa. Og ákallið var ekki síður um ríkisstjórn sem virkar. Viðreisn heyrði skilaboðin og okkur var treyst fyrir þessu gríðarstóra verkefni. Rétt að byrja Nú þegar höfum við áorkað miklu. Við höfum tryggt þjóðinni sanngjarnan hlut í auðlindum í hennar eigu, við höfum sett stöðugleikaregluna sem tryggir sjálfbæran rekstur ríkisins. Við seldum Íslandsbanka með hag almennings í huga. Við höfum lækkað ríkisskuldir um átta prósent. Við höfum fjölgað lögreglumönnum og aukið öryggi almennings. Við höfum tekið öryggis- og varnarmál föstum tökum. Við stöndum vörð um EES-samninginn sem er grundvöllur lífskjara út um allt land. Við höfum gert samkomulag við sveitarfélögin í landinu um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Á dögunum hitti ég konu á flugvellinum í Stokkhólmi sem sagðist vera svo þakklát fyrir að eiga í fyrsta sinn ríkisstjórn sem hún upplifði að væri að vinna fyrir sig. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera: Við erum búin að vera að vinna fyrir þig og við erum bara rétt að byrja. Næst Við í Viðreisn erum stolt af því að hafa verið treyst fyrir þeirri ábyrgð sem við förum með. Við erum sömuleiðis hreykin af verkum okkar hingað til. Við ætlum okkur að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2027. Við ætlum að treysta þjóðinni fyrir því að taka ákvörðun um framtíð okkar í Evrópusamstarfi. Við ætlum okkur að létta fólki og fyrirtækjum að fjármagna sínar fjárfestingar. Við ætlum okkur að búa fiskeldi umgjörð sem treystir verðmætasköpun og verndar náttúruna. Við ætlum að efla innviði um allt land, hvort sem er í samgöngum, orku eða öðru sem nauðsynlegt er. Við ætlum að draga saman í útgjöldum ríkisins um 110 milljarða á næstu árum. Við ætlum að halda áfram að efla öryggi fólks. Ólíkt því sem gömlu valdhafar þessa lands halda oft fram, erum við á Íslandi ein eining og ein heild. Okkur mun ávallt vegna best ef við störfum fyrir hvert annað og með hvort öðru. Manneskja sem starfar í verslun í sjávarplássi á allt sitt undir því að Ísland eigi í tryggu viðskiptasambandi við önnur lönd og að aðgengi að mörkuðum sé gott. Þannig fær hún bæði góðar vörur á samkeppnishæfu verði og hennar viðskiptavinir geta áfram verslað fyrir þær tekjur sem koma af sölu afurða. Arkitekt á öðrum stað þarf öruggt netsamband svo mögulegt sé að koma teikningum áleiðis. Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að geta treyst því að vegir séu góðir og öruggir allt árið um kring. Viðreisn er í vinnunni fyrir allt Ísland, og alla sem hér búa. Ísland í heild sinni allri þarf innviði sem virka, vaxtaumhverfi sem styður við verðmætasköpun, öryggi í sinni víðustu merkingu og raforku til að knýja þetta allt saman áfram. Ef fólk getur athafnað sig, býr það til verðmæti. Hvort sem það er á Álftanesi eða í Reykhólahreppi. Fyrir norðan eða sunnan, austan eða vestan. Viðreisn er í vinnunni fyrir þig og við erum rétt að byrja. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar