Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 09:02 Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson hafa bæði orðið Íslandsmeistarar í CrossFit áður. @crossfit.iceland Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson urðu Íslandsmeistarar í CrossFit um helgina eftir flotta keppni. CrossFit Reykjavík hélt keppnina að vanda og fóru allar greinar fram í stöðinni fyrir utan eina í sundlauginni í Hveragerði. Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) CrossFit Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik)
CrossFit Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira