Móta stefnu um notkun gervigreindar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 13:51 Háskólinn á Akureyri Vísir/Viktor Freyr Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina. Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023. Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023.
Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira