Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 20:01 Samkvæmt almennum hegningarlögum skal opinber starfsmaður sem gerist sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Starfsmenn sveitarfélaga teljast til opinberra starfsmanna samkvæmt ákvæðum hegningarlaga. Það má velta því upp, án neinna fullyrðinga, hvenær ítrekað aðgerðarleysi hættir að vera pólitískur áfellisdómur yfir kjörnum fulltrúum og fer að nálgast þann þröskuld sem löggjafinn hefur sett. Á innan við einum mánuði hefur verið ekið á þrjú börn við Laugarnesskóla. Á nákvæmlega sama stað. Þetta eru ekki einangruð tilvik því þarna hafa orðið fjölmörg slys undanfarin ár. Í síðasta mánuði var ungur drengur að fara yfir gangbraut þegar bíll ók á hann. Reiðhjólið hans varð undir bílnum. Drengurinn þurfti að kippa fótunum að sér til að þeir yrðu ekki einnig undir dekkjunum. Ökumaðurinn ók í burtu án þess að stöðva. Þetta gerðist þann 16. október síðastliðinn á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Innan við mánuði síðar, þann 11. nóvember, var ekið á tvö börn á nákvæmlega sama stað. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. Vitni sagði: „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna." Í mars 2023 sendi ég, sem faðir barns í Laugarnesskóla, erindi til íbúaráðs Laugardals þar sem ég benti á þessar hættulegu aðstæður við skólann. Ég lýsti því hvernig umferðaröryggi í kringum skólann og á umferðarleiðum væri verulega ábótavant, að lýsing á gönguleiðum og gangbrautum væri afar léleg og að í skammdeginu þennan vetur hefði oft legið við slysum. Ég bað um að gripið yrði til aðgerða, sérstaklega við gönguleiðir og gangbrautir yfir umferðargötur nálægt skólanum. Í fundargerðum íbúaráðsins má sjá að málið var tekið fyrir aftur og aftur. Þrettánda mars 2023 var formanni falið að senda erindi á umhverfis- og skipulagsráð. Tuttugasta og fjórða apríl sama ár voru lögð fram drög að þessu bréfi. Á fundi síðar sama ár var haldin kynning á umferðaröryggismálum í Laugardal. Af kynningunni að dæma voru einhverjar aðgerðir fyrirhugaðar. En hvað gerðist? Ekkert. Síðan voru haldnir margir fundir og margar fundargerðir skrifaðar en ekkert bólar á hinum fyrirhuguðu aðgerðum. Í október 2024, rúmlega einu og hálfu ári eftir fyrsta erindið, sendi ég aftur erindi til íbúaráðs Laugardals. Ég spurði hversu lengi þetta ætti að halda áfram. Engar fregnir höfðu borist frá íbúaráðinu né borginni um hugsanlegar úrbætur. Engar breytingar höfðu verið gerðar. Ekkert gerst. Ekkert heyrst. Starfsmaður íbúaráðs svaraði erindi mínu í október 2024. Hann minnti á að íbúaráð hefði hvorki boðvald né ákvörðunarvald í umferðaröryggismálum heldur væri það fagráð og borgarráð. En íbúaráðið væri „þrýstiafl" gagnvart þessum aðilum. Íbúaráð Laugardals hefur nú verið lagt niður, m.a. vegna þess að það var gagnslaust. Lögreglan reynir að gera sitt. Aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í viðtali við Vísi að ef slys yrðu á börnum þá skoðaði lögreglan það sérstaklega. Hann sagði að lögreglan myndi senda ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. En hvað gerist svo? Líklega ekki neitt. Til marks um það veitti veitti deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg viðtal við Vísi eftir nýjasta slysið. Hann sagði gatnamótin standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis. Deildarstjórinn sagði að erfitt væri að sjá hvernig bæta ætti aðstæður á þessu svæði. Þarna liggur hundurinn grafinn - ráðaleysið er algjört. Og hvert er þá vandamálið að mati borgarstarfsmannsins? Sólin. Hún skín beint niður Reykjaveginn um tvöleytið og ökumenn fá hana beint í augun. Slysahættan er ekki vegna skorts á viðeigandi ráðstöfunum hjá Reykjavíkurborg heldur er sólinni um að kenna. Það má vel vera að sólin hafi áhrif en sólin verður ekki færð. Sólin skín á sama tíma og börn eru á leið heim úr skóla og þess vegna þarf að gera ráðstafanir sem taka tillit til þess að sólin skín á þessum tíma dags. Varla er hægt að segja að gatnamót við grunnskóla standist ,,ítrustu hönnunarviðmið" ef ökumenn blindast af sól einmitt þegar börnin eru á leið heim. Sólin skín reyndar ekki allan sólarhringinn. Hún hafði til dæmis ekki áhrif þegar ekið var á barn í október. Gatnamótin eru hættuleg bæði þegar sólin skín og þegar myrkur er. Vandamálið er ekki sólin. Vandamálið er að gatnamótin eru hönnuð á þann veg að þau eru hættuleg við allar aðstæður. Deildarstjórinn sagði einnig að borgin þyrfti að forgangsraða vegna skorts á fjármagni. Þetta er merkilegur málflutningur. Það er skortur á fjármagni þegar kemur að því að vernda líf barna en á sama tíma eru til peningar í borgarsjóði fyrir alls konar gæluverkefni. Ef það voru til peningar fyrir brasilísku tónlistarkvöldi á Kaffi Laugalæk og fótabaði í Laugardalnum þá eru til peningar til að bæta umferðaröryggismál barna. Ef það er til tími og fé í allskonar kolefnis- og jafnlaunavottanir þá er hægt að setja upp gönguljós við grunnskóla. Það blasir við að forgangsröðunin er röng og borgin er einfaldlega óstarfhæf. Við sjáum það birtast í því að á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs þurftu borgarfulltrúar að leggja fram bókun um að það vanti perur í ljósastaura. Það er eitthvað mikið að þegar borgarfulltrúar þurfa að flytja sérstakar tillögur um að skipta um perur í ljósastaurum sem hafa verið óvirkir mánuðum saman. Þetta er ekki flókið mál og snýst vitaskuld ekki um skort á fjármagni. Þetta snýst um vilja og rétta forgangsröðun. Um hvort öryggi barna á leið í skólann skipti máli eða ekki. Spurningin er ekki hvort alvarlegra slys muni gerast á þessum gatnamótum. Spurningin er hvenær. Og þegar það gerist – ekki ef, heldur þegar – þá verður ekki hægt að tala um óhapp eða slys því þá verður um að ræða fyrirsjáanlega afleiðingu af kerfisbundnu hirðuleysi. Og þegar þetta gerist verður að spyrja: Hver ber ábyrgð? Foreldrafélag Laugarnesskóla hefur þegar sett á fót gangbrautarvörslu í ljósi þessara atvika. Ef borgin gerir ekki ráðstafanir þá reikna ég með að foreldrar skólabarna taki málin í sínar eigin hendur til þess að vernda líf og heilsu barna í skólanum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða þá að takast á við það með sínum hætti. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt almennum hegningarlögum skal opinber starfsmaður sem gerist sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Starfsmenn sveitarfélaga teljast til opinberra starfsmanna samkvæmt ákvæðum hegningarlaga. Það má velta því upp, án neinna fullyrðinga, hvenær ítrekað aðgerðarleysi hættir að vera pólitískur áfellisdómur yfir kjörnum fulltrúum og fer að nálgast þann þröskuld sem löggjafinn hefur sett. Á innan við einum mánuði hefur verið ekið á þrjú börn við Laugarnesskóla. Á nákvæmlega sama stað. Þetta eru ekki einangruð tilvik því þarna hafa orðið fjölmörg slys undanfarin ár. Í síðasta mánuði var ungur drengur að fara yfir gangbraut þegar bíll ók á hann. Reiðhjólið hans varð undir bílnum. Drengurinn þurfti að kippa fótunum að sér til að þeir yrðu ekki einnig undir dekkjunum. Ökumaðurinn ók í burtu án þess að stöðva. Þetta gerðist þann 16. október síðastliðinn á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Innan við mánuði síðar, þann 11. nóvember, var ekið á tvö börn á nákvæmlega sama stað. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. Vitni sagði: „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna." Í mars 2023 sendi ég, sem faðir barns í Laugarnesskóla, erindi til íbúaráðs Laugardals þar sem ég benti á þessar hættulegu aðstæður við skólann. Ég lýsti því hvernig umferðaröryggi í kringum skólann og á umferðarleiðum væri verulega ábótavant, að lýsing á gönguleiðum og gangbrautum væri afar léleg og að í skammdeginu þennan vetur hefði oft legið við slysum. Ég bað um að gripið yrði til aðgerða, sérstaklega við gönguleiðir og gangbrautir yfir umferðargötur nálægt skólanum. Í fundargerðum íbúaráðsins má sjá að málið var tekið fyrir aftur og aftur. Þrettánda mars 2023 var formanni falið að senda erindi á umhverfis- og skipulagsráð. Tuttugasta og fjórða apríl sama ár voru lögð fram drög að þessu bréfi. Á fundi síðar sama ár var haldin kynning á umferðaröryggismálum í Laugardal. Af kynningunni að dæma voru einhverjar aðgerðir fyrirhugaðar. En hvað gerðist? Ekkert. Síðan voru haldnir margir fundir og margar fundargerðir skrifaðar en ekkert bólar á hinum fyrirhuguðu aðgerðum. Í október 2024, rúmlega einu og hálfu ári eftir fyrsta erindið, sendi ég aftur erindi til íbúaráðs Laugardals. Ég spurði hversu lengi þetta ætti að halda áfram. Engar fregnir höfðu borist frá íbúaráðinu né borginni um hugsanlegar úrbætur. Engar breytingar höfðu verið gerðar. Ekkert gerst. Ekkert heyrst. Starfsmaður íbúaráðs svaraði erindi mínu í október 2024. Hann minnti á að íbúaráð hefði hvorki boðvald né ákvörðunarvald í umferðaröryggismálum heldur væri það fagráð og borgarráð. En íbúaráðið væri „þrýstiafl" gagnvart þessum aðilum. Íbúaráð Laugardals hefur nú verið lagt niður, m.a. vegna þess að það var gagnslaust. Lögreglan reynir að gera sitt. Aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í viðtali við Vísi að ef slys yrðu á börnum þá skoðaði lögreglan það sérstaklega. Hann sagði að lögreglan myndi senda ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. En hvað gerist svo? Líklega ekki neitt. Til marks um það veitti veitti deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg viðtal við Vísi eftir nýjasta slysið. Hann sagði gatnamótin standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis. Deildarstjórinn sagði að erfitt væri að sjá hvernig bæta ætti aðstæður á þessu svæði. Þarna liggur hundurinn grafinn - ráðaleysið er algjört. Og hvert er þá vandamálið að mati borgarstarfsmannsins? Sólin. Hún skín beint niður Reykjaveginn um tvöleytið og ökumenn fá hana beint í augun. Slysahættan er ekki vegna skorts á viðeigandi ráðstöfunum hjá Reykjavíkurborg heldur er sólinni um að kenna. Það má vel vera að sólin hafi áhrif en sólin verður ekki færð. Sólin skín á sama tíma og börn eru á leið heim úr skóla og þess vegna þarf að gera ráðstafanir sem taka tillit til þess að sólin skín á þessum tíma dags. Varla er hægt að segja að gatnamót við grunnskóla standist ,,ítrustu hönnunarviðmið" ef ökumenn blindast af sól einmitt þegar börnin eru á leið heim. Sólin skín reyndar ekki allan sólarhringinn. Hún hafði til dæmis ekki áhrif þegar ekið var á barn í október. Gatnamótin eru hættuleg bæði þegar sólin skín og þegar myrkur er. Vandamálið er ekki sólin. Vandamálið er að gatnamótin eru hönnuð á þann veg að þau eru hættuleg við allar aðstæður. Deildarstjórinn sagði einnig að borgin þyrfti að forgangsraða vegna skorts á fjármagni. Þetta er merkilegur málflutningur. Það er skortur á fjármagni þegar kemur að því að vernda líf barna en á sama tíma eru til peningar í borgarsjóði fyrir alls konar gæluverkefni. Ef það voru til peningar fyrir brasilísku tónlistarkvöldi á Kaffi Laugalæk og fótabaði í Laugardalnum þá eru til peningar til að bæta umferðaröryggismál barna. Ef það er til tími og fé í allskonar kolefnis- og jafnlaunavottanir þá er hægt að setja upp gönguljós við grunnskóla. Það blasir við að forgangsröðunin er röng og borgin er einfaldlega óstarfhæf. Við sjáum það birtast í því að á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs þurftu borgarfulltrúar að leggja fram bókun um að það vanti perur í ljósastaura. Það er eitthvað mikið að þegar borgarfulltrúar þurfa að flytja sérstakar tillögur um að skipta um perur í ljósastaurum sem hafa verið óvirkir mánuðum saman. Þetta er ekki flókið mál og snýst vitaskuld ekki um skort á fjármagni. Þetta snýst um vilja og rétta forgangsröðun. Um hvort öryggi barna á leið í skólann skipti máli eða ekki. Spurningin er ekki hvort alvarlegra slys muni gerast á þessum gatnamótum. Spurningin er hvenær. Og þegar það gerist – ekki ef, heldur þegar – þá verður ekki hægt að tala um óhapp eða slys því þá verður um að ræða fyrirsjáanlega afleiðingu af kerfisbundnu hirðuleysi. Og þegar þetta gerist verður að spyrja: Hver ber ábyrgð? Foreldrafélag Laugarnesskóla hefur þegar sett á fót gangbrautarvörslu í ljósi þessara atvika. Ef borgin gerir ekki ráðstafanir þá reikna ég með að foreldrar skólabarna taki málin í sínar eigin hendur til þess að vernda líf og heilsu barna í skólanum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða þá að takast á við það með sínum hætti. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun