Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 15:47 Gríðarlegur fjöldi tók þátt í New York-maraþoninu í ár. Getty/Scott McDermott Maraþonhlaup eru alltaf að verða vinsælli og flestir vilja reyna sig við New York-maraþonið sem er orðið það allra vinsælasta í hlaupaheiminum í dag. Það sýndi sig í kringum New York-maraþonið í ár en hlaupið er í gegnum fimm borgarhluta New York-borgar eða Manhattan, Bronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island. Þetta er fjölmennasta maraþonhlaup heims en það breytir ekki því að það komast aðeins brotabrot þeirra að sem vilja taka þátt. Meira en tvö hundruð þúsund manns sóttu um að hlaupa í átt, sem þýðir að aðeins tvö til þrjú prósent umsækjenda komust inn. View this post on Instagram A post shared by Boardroom (@boardroom) Það er lægra hlutfall en hjá þeim sem reyna að komast að nokkrum Ivy League-háskóla, bestu háskólum Bandaríkjanna eins og Harvard og Yale. Sú tala á þó aðeins við um happdrættið þar sem engin trygging er fyrir þátttöku, þar sem flest af 55 þúsund sætunum eru þegar frátekin fyrir þá sem náðu lágmarkstíma, góðgerðarhlaupara eða þátttakendum í tryggðum prógrömmum NYRR. Maraþonið sameinaði hlaupara frá meira en 150 löndum í ár. Það sem hófst árið 1970 með aðeins 55 hlaupurum og eins dollara þátttökugjaldi er nú orðið milljarða dollara fyrirtæki. Sjálfseignarstofnunin á bak við viðburðinn, New York Road Runners, skilaði mettekjum upp á 117 milljónir dollara á síðasta ári með kostunar-, fjölmiðla- og vörusölusamningum, auk þess að hjálpa til við að safna hundruðum milljóna til viðbótar fyrir góðgerðarmál. Það gera næstum því fimmtán milljarða í íslenskum krónum. Allir keppendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark og þau verðlaun eru svo vel gerð og vinsæl að þau ganga nú kaupum og sölum á netinu. Í ár mátti finna fyrir allri brautinni, hæðum og lægðum, á hlið verðlaunapeningsins. View this post on Instagram A post shared by TCS New York City Marathon (@nycmarathon) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Það sýndi sig í kringum New York-maraþonið í ár en hlaupið er í gegnum fimm borgarhluta New York-borgar eða Manhattan, Bronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island. Þetta er fjölmennasta maraþonhlaup heims en það breytir ekki því að það komast aðeins brotabrot þeirra að sem vilja taka þátt. Meira en tvö hundruð þúsund manns sóttu um að hlaupa í átt, sem þýðir að aðeins tvö til þrjú prósent umsækjenda komust inn. View this post on Instagram A post shared by Boardroom (@boardroom) Það er lægra hlutfall en hjá þeim sem reyna að komast að nokkrum Ivy League-háskóla, bestu háskólum Bandaríkjanna eins og Harvard og Yale. Sú tala á þó aðeins við um happdrættið þar sem engin trygging er fyrir þátttöku, þar sem flest af 55 þúsund sætunum eru þegar frátekin fyrir þá sem náðu lágmarkstíma, góðgerðarhlaupara eða þátttakendum í tryggðum prógrömmum NYRR. Maraþonið sameinaði hlaupara frá meira en 150 löndum í ár. Það sem hófst árið 1970 með aðeins 55 hlaupurum og eins dollara þátttökugjaldi er nú orðið milljarða dollara fyrirtæki. Sjálfseignarstofnunin á bak við viðburðinn, New York Road Runners, skilaði mettekjum upp á 117 milljónir dollara á síðasta ári með kostunar-, fjölmiðla- og vörusölusamningum, auk þess að hjálpa til við að safna hundruðum milljóna til viðbótar fyrir góðgerðarmál. Það gera næstum því fimmtán milljarða í íslenskum krónum. Allir keppendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark og þau verðlaun eru svo vel gerð og vinsæl að þau ganga nú kaupum og sölum á netinu. Í ár mátti finna fyrir allri brautinni, hæðum og lægðum, á hlið verðlaunapeningsins. View this post on Instagram A post shared by TCS New York City Marathon (@nycmarathon)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum