Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2025 10:14 Fíkniefni sem lögregla lagði hald á í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/Vilhelm Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. Greina má stigmögnun í starfsemi þessara hópa hér á landi og aukinn sýnileika. Sú stigmögnun felst í aukinni tíðni og alvarleika ofbeldis, umfangsmeiri brotum og aukinni aðsókn erlendra brotahópa hingað til lands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi en skýrslan var birt í morgun og má finna hana hér. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að helstu niðurstöður skýrslunnar séu að þeir brotahópar sem starfi hér á landi séu fyrst og fremst hagnaðardrifnir, tækifærissinnaðir og fljótir að tileinka sér nýjar aðferðir. Þeir hagnýti viðkvæma einstaklinga, eins og ungmenni eða aðra í viðkvæmri stöðu, og séu dæmi um að þeir leiti uppi umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum yfirvalda. Þá eru netbrot í stöðugum vexti hér á Íslandi og verða líklega stór hluti af verkefnum lögreglunnar innan fárra ára. Enn fremur segir að auknar vísbendingar séu um mansal á Íslandi sem sjáist meðal annars í vændismansali sem sé að stórum hluta stýrt af skipulögðum brotahópum með alþjóðlegar tengingar. Þá er meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar að vaxandi spenna í alþjóðamálum hafi leitt til aukinna tengsla skipulagðra brotahópa við hryðjuverk og erlend ríki. „Ef horft er til framtíðar telur greiningardeild ríkislögreglustjóra mikilvægt að tryggja að lögreglan sé betur í stakk búin til að bregðast við tækniþróun og aukningu á sviði netbrota. Leggja þurfi megináherslu á vinnu gegn peningaþvætti, auk þess sem mikilvægt sé að styðja áfram við rannsóknar- og greiningargetu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingunni. Aukin tíðni og alvarlegri brot Talið er samkvæmt skýrslunni að hér á landi starfi um tuttugu hópar sem stunda skipulagða brotastarfsemi og markar það tvöföldun á tíu árum. Hóparnir eru sagðir starfa um land allt og bæði sé um að ræða hópa erlendra manna sem tengjast alþjóðlegum brotahópum og íslenskra. Einn af þessum íslensku hafi verið talinn á meðal hættulegustu brotahópa Evrópu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir þó að fjöldinn segi ekki til um þá samfélagslegu ógn sem af hópunum stafar. Þessir hópar stunda ýmsa glæpi, eins og mansal, fíkniefnasölu, smygl á fólki, vændi, eignaþjófnað, peningaþvætti og fleira. „Hröð þróun hefur verið í skipulagðri brotastarfsemi á undanförnum árum. Tíðni og alvarleiki ofbeldis hefur aukist en jafnframt hefur fagmennska og færni brotahópa orðið meiri. Seigla brotahópa er veruleg, sem sést m.a. í því að þó að meðlimir þeirra fái fangelsisdóm dregur það ekki úr starfseminni, heldur er verkefnunum útdeilt annað,“ segir í skýrslunni. Peningaþvætti forsenda glæpastarfsemi Í lok skýrslunnar segir að breyttur veruleiki Íslendinga varðandi skipulagða brotastarfsemi hafi bein áhrif á samfélagsmyndina, upplifun og öryggi landsmanna. „Ofbeldi er eitt sýnilegasta einkenni ógnarlandslagsins sem fylgir skipulögðum brotahópum á Íslandi og hefur alvarleiki þess aukist. Enn umfangsmeiri brotastarfsemi á sér þó stað hulin augum almennings og er hún oft falin í bland við löglega gjörninga.“ Peningaþvætti sé forsenda þess að glæpahópar geti nýtt ávinning sinn óáreittir og sé meginforsenda þess að starfsemi þeirra þrífist. Því sé algert lykilatriði í baráttunni við skipulagða brotahópa að svipta þá ávinningnum, með upptöku ólöglegs fjár og draga þannig úr hvatanum. Haldlagning, kyrrsetning og upptaka fjárhagslegs ágóða hafi varnaráhrif og fælingarmátt. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Greina má stigmögnun í starfsemi þessara hópa hér á landi og aukinn sýnileika. Sú stigmögnun felst í aukinni tíðni og alvarleika ofbeldis, umfangsmeiri brotum og aukinni aðsókn erlendra brotahópa hingað til lands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi en skýrslan var birt í morgun og má finna hana hér. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að helstu niðurstöður skýrslunnar séu að þeir brotahópar sem starfi hér á landi séu fyrst og fremst hagnaðardrifnir, tækifærissinnaðir og fljótir að tileinka sér nýjar aðferðir. Þeir hagnýti viðkvæma einstaklinga, eins og ungmenni eða aðra í viðkvæmri stöðu, og séu dæmi um að þeir leiti uppi umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum yfirvalda. Þá eru netbrot í stöðugum vexti hér á Íslandi og verða líklega stór hluti af verkefnum lögreglunnar innan fárra ára. Enn fremur segir að auknar vísbendingar séu um mansal á Íslandi sem sjáist meðal annars í vændismansali sem sé að stórum hluta stýrt af skipulögðum brotahópum með alþjóðlegar tengingar. Þá er meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar að vaxandi spenna í alþjóðamálum hafi leitt til aukinna tengsla skipulagðra brotahópa við hryðjuverk og erlend ríki. „Ef horft er til framtíðar telur greiningardeild ríkislögreglustjóra mikilvægt að tryggja að lögreglan sé betur í stakk búin til að bregðast við tækniþróun og aukningu á sviði netbrota. Leggja þurfi megináherslu á vinnu gegn peningaþvætti, auk þess sem mikilvægt sé að styðja áfram við rannsóknar- og greiningargetu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingunni. Aukin tíðni og alvarlegri brot Talið er samkvæmt skýrslunni að hér á landi starfi um tuttugu hópar sem stunda skipulagða brotastarfsemi og markar það tvöföldun á tíu árum. Hóparnir eru sagðir starfa um land allt og bæði sé um að ræða hópa erlendra manna sem tengjast alþjóðlegum brotahópum og íslenskra. Einn af þessum íslensku hafi verið talinn á meðal hættulegustu brotahópa Evrópu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir þó að fjöldinn segi ekki til um þá samfélagslegu ógn sem af hópunum stafar. Þessir hópar stunda ýmsa glæpi, eins og mansal, fíkniefnasölu, smygl á fólki, vændi, eignaþjófnað, peningaþvætti og fleira. „Hröð þróun hefur verið í skipulagðri brotastarfsemi á undanförnum árum. Tíðni og alvarleiki ofbeldis hefur aukist en jafnframt hefur fagmennska og færni brotahópa orðið meiri. Seigla brotahópa er veruleg, sem sést m.a. í því að þó að meðlimir þeirra fái fangelsisdóm dregur það ekki úr starfseminni, heldur er verkefnunum útdeilt annað,“ segir í skýrslunni. Peningaþvætti forsenda glæpastarfsemi Í lok skýrslunnar segir að breyttur veruleiki Íslendinga varðandi skipulagða brotastarfsemi hafi bein áhrif á samfélagsmyndina, upplifun og öryggi landsmanna. „Ofbeldi er eitt sýnilegasta einkenni ógnarlandslagsins sem fylgir skipulögðum brotahópum á Íslandi og hefur alvarleiki þess aukist. Enn umfangsmeiri brotastarfsemi á sér þó stað hulin augum almennings og er hún oft falin í bland við löglega gjörninga.“ Peningaþvætti sé forsenda þess að glæpahópar geti nýtt ávinning sinn óáreittir og sé meginforsenda þess að starfsemi þeirra þrífist. Því sé algert lykilatriði í baráttunni við skipulagða brotahópa að svipta þá ávinningnum, með upptöku ólöglegs fjár og draga þannig úr hvatanum. Haldlagning, kyrrsetning og upptaka fjárhagslegs ágóða hafi varnaráhrif og fælingarmátt.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent