Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 15. nóvember 2025 07:30 Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun