Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 12:03 Simon Kjær og fleiri þustu að Christian Eriksen eftir að hann féll allt í einu líflaus í grasið, í leik gegn Finnlandi á Parken, á EM 2021. Getty/ Martin Meissner Þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp og féll í grasið, í fyrsta leik Danmerkur á EM í fótbolta sumarið 2021, var liðsfélagi hans Simon Kjær einn þeirra sem komu fyrst að honum. Eriksen lifði af en atvikið hafði vitaskuld mikil áhrif á Kjær. Kjær ræddi um þetta í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og sagði að leikurinn hefði orðið sinn síðasti ef Eriksen hefði dáið. Kjær lék hins vegar fótbolta áfram til ársins 2024, bæði með danska landsliðinu og AC Milan, áður en hann lagði skóna á hilluna. Kjær hughreysti meðal annars konu Eriksens á meðan að sjúkraflutningamenn björguðu lífi hans en var á sama tíma sjálfur í miklu áfalli. „Það breyttist allt. Ef Christian hefði ekki lifað af þá hefði ég ekki spilað aftur fótbolta. Ég skildi þarna að fótbolti er fótbolti, og lífið er lífið. Fótbolti er vinna og ástríða. Lífið er eitthvað annað,“ sagði Kjær. Leið furðulega þegar sjúkrabíll kom á leik sonarins „Ég hugsa ekki til baka en fyrir nokkrum dögum gerðist dálítið. Ég var á leik hjá syni mínum og þar fótbrotnaði strákur, og þá kom sjúkrabíll inn á völlinn. Þá leið mér furðulega en á meðan að það er í lagi með Christian þá er í lagi með mig,“ sagði Kjær. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og hefur getað haldið áfram að spila, þó að hann hafi ekki mátt spila áfram á Ítalíu vegna reglna þar í landi. Hann lék með Brentford, Manchester United og svo Wolfsburg, og er áfram leikmaður danska landsliðsins sem á fína möguleika á að komast beint á HM á næstu dögum. Simon Kjær er hættur að spila en Christian Eriksen er enn að og gæti farið með Danmörku á HM á næsta ári.Getty/Laurence Griffiths Kjær er hins vegar hættur að spila og situr nú í stjórn FC Midtjylland, félags Elíasar Rafns Ólafssonar landsliðsmarkvarðar. Áfallið á Parken 2021 mun eflaust alltaf fylgja honum. „Það hefur verið útskýrt fyrir mér að maður muni ekki allt sem á sér stað þegar maður lendir í svona áfalli. Við vorum 40 manneskjur þarna á vellinum og við munum öll þennan tíma saman. Núna veit ég ekki hvað eru mínar minningar og hvað ekki,“ sagði Kjær. Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Kjær ræddi um þetta í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og sagði að leikurinn hefði orðið sinn síðasti ef Eriksen hefði dáið. Kjær lék hins vegar fótbolta áfram til ársins 2024, bæði með danska landsliðinu og AC Milan, áður en hann lagði skóna á hilluna. Kjær hughreysti meðal annars konu Eriksens á meðan að sjúkraflutningamenn björguðu lífi hans en var á sama tíma sjálfur í miklu áfalli. „Það breyttist allt. Ef Christian hefði ekki lifað af þá hefði ég ekki spilað aftur fótbolta. Ég skildi þarna að fótbolti er fótbolti, og lífið er lífið. Fótbolti er vinna og ástríða. Lífið er eitthvað annað,“ sagði Kjær. Leið furðulega þegar sjúkrabíll kom á leik sonarins „Ég hugsa ekki til baka en fyrir nokkrum dögum gerðist dálítið. Ég var á leik hjá syni mínum og þar fótbrotnaði strákur, og þá kom sjúkrabíll inn á völlinn. Þá leið mér furðulega en á meðan að það er í lagi með Christian þá er í lagi með mig,“ sagði Kjær. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og hefur getað haldið áfram að spila, þó að hann hafi ekki mátt spila áfram á Ítalíu vegna reglna þar í landi. Hann lék með Brentford, Manchester United og svo Wolfsburg, og er áfram leikmaður danska landsliðsins sem á fína möguleika á að komast beint á HM á næstu dögum. Simon Kjær er hættur að spila en Christian Eriksen er enn að og gæti farið með Danmörku á HM á næsta ári.Getty/Laurence Griffiths Kjær er hins vegar hættur að spila og situr nú í stjórn FC Midtjylland, félags Elíasar Rafns Ólafssonar landsliðsmarkvarðar. Áfallið á Parken 2021 mun eflaust alltaf fylgja honum. „Það hefur verið útskýrt fyrir mér að maður muni ekki allt sem á sér stað þegar maður lendir í svona áfalli. Við vorum 40 manneskjur þarna á vellinum og við munum öll þennan tíma saman. Núna veit ég ekki hvað eru mínar minningar og hvað ekki,“ sagði Kjær.
Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira