Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2025 13:25 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira