„Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 19:50 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, var svekktur að leik loknum. EPA/Piotr Nowak Draumur Íslands um að komast á HM í fótbolta 2026 er úti. Ísland tapaði 2-0 gegn Úkraínu í kvöld og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, að vonum svekktur eftir leik. „Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM Sjá meira
„Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM Sjá meira