Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar 17. nóvember 2025 10:03 Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir glansandi hagvaxtartölur, stendur hagvöxtur á mann nánast í stað á meðan innviðir samfélagsins rotna og grotna niður. Rotnir innviðir og þrælalaunabólan Þessi „góði“ vöxtur krefst stöðugs innflutnings á tugþúsundum einstaklinga sem vinna á launum langt undir því sem þarf til að stofna heimili og fjölskyldu á Íslandi. Þetta láglaunafólk er nauðsynlegt til að halda uppi iðnaði sem er fastur í magni fremur en gæðum. Við erum stöðugt að heyra ríkisbubba tala niður til Íslendinga og segja að þeir nenni ekki að vinna þessi „frábæru“ störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn með framtíðarsýn á Íslandi getur eða vill vinna störf sem greiða langt undir framfærslukostnaði. Vandamálið er ekki leti, heldur launamunur og framfærslukostnaður. Húsnæðiskreppan – Bein afleiðing fjöldaferðamennsku Þensluáhrif ferðamannabólunnar hafa sannanlega eyðilagt húsnæðismarkaðinn. Verð á húsnæði er orðið langt umfram getu ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á sama tíma og fjárfestar kaupa upp miðbæinn fyrir skammtímaleigu eykst íbúðaverð umfram getu ungs fólks og samfélagsins alls. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist sem meirihluti nýbygginga sé gallaður. Af hverju? Vegna þess að nauðsynlegt er að flytja inn láglauna vinnuafl til að halda byggingarkostnaði niðri. Íslenskir iðnaðarmenn, með margra ára nám, geta ekki fengið laun sem dugar til framfærslu í keppni við námskeiðssnepla fá A-Evrópu. Að snúa við blaðinu Eina fljótvirka og raunhæfa lausnin er að breyta algjörlega um stefnu – frá magni yfir í gæði – og knýja fram hærri laun með aðhaldi ríkisins. 1. Upptaka gjalda Við eigum að hætta fjöldaferðamennsku með því að innleiða mjög há gjöld sem dregur strax úr fjölda ferðamanna um helming. Þessi aðgerð myndi þó á sama tíma tvöfalda tekjur landsins af hverjum ferðamanni. 2. Hágæða, tæknivædd ferðaþjónusta Með fækkun ferðamanna getur iðnaðurinn einbeitt sér að því að veita hágæða, tæknivædda ferðaþjónustu sem er eingöngu á færi efnameiri ferðamanna að kaupa. Þetta myndi krefjast meiri kunnáttu, færri starfsmanna en afburða þjónustu. Þessi breyting myndi skapa efnahagslegt svigrúm þar sem ferðaþjónustan gæti greitt 1.1 sinnum meðallaun í landinu. Þegar laun eru sambærileg við önnur störf, mun ungir og vel menntaðir Íslendingar sjá framtíð í því að vinna þessi störf. Það væri loksins hægt að stofna heimili og eignast börn á þeim launum. Aðhald Ríkisins Til að þetta virki er nauðsynlegt að ríkið stígi inn af fullum krafti. Aðhald myndi felast í að takmarka útgáfu leyfa til að reka ferðaþjónustu við þá aðila sem geta sannað að þeir ætli að bjóða upp á hágæða þjónustu og greiða laun í samræmi við það. Við getum ekki lengur leyft að okkur sé stjórnað af gervihagvexti sem gengur á innviði okkar og hrekur ungt fólk frá því að eiga framtíð í eigin landi. Með því að taka stjórnina aftur og velja gæði fram yfir magn getum við byggt upp hagkerfi sem styður við raunverulega velferð Íslendinga. Tími ruglsins er liðinn. Stjórnmálamenn verða að velja hvort þeir ætla að halda áfram með fjöldaferðamennsku og rotnandi hagkerfi, eða innleiða gjaldtöku og aðhald sem tryggir velferð til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir glansandi hagvaxtartölur, stendur hagvöxtur á mann nánast í stað á meðan innviðir samfélagsins rotna og grotna niður. Rotnir innviðir og þrælalaunabólan Þessi „góði“ vöxtur krefst stöðugs innflutnings á tugþúsundum einstaklinga sem vinna á launum langt undir því sem þarf til að stofna heimili og fjölskyldu á Íslandi. Þetta láglaunafólk er nauðsynlegt til að halda uppi iðnaði sem er fastur í magni fremur en gæðum. Við erum stöðugt að heyra ríkisbubba tala niður til Íslendinga og segja að þeir nenni ekki að vinna þessi „frábæru“ störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn með framtíðarsýn á Íslandi getur eða vill vinna störf sem greiða langt undir framfærslukostnaði. Vandamálið er ekki leti, heldur launamunur og framfærslukostnaður. Húsnæðiskreppan – Bein afleiðing fjöldaferðamennsku Þensluáhrif ferðamannabólunnar hafa sannanlega eyðilagt húsnæðismarkaðinn. Verð á húsnæði er orðið langt umfram getu ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á sama tíma og fjárfestar kaupa upp miðbæinn fyrir skammtímaleigu eykst íbúðaverð umfram getu ungs fólks og samfélagsins alls. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist sem meirihluti nýbygginga sé gallaður. Af hverju? Vegna þess að nauðsynlegt er að flytja inn láglauna vinnuafl til að halda byggingarkostnaði niðri. Íslenskir iðnaðarmenn, með margra ára nám, geta ekki fengið laun sem dugar til framfærslu í keppni við námskeiðssnepla fá A-Evrópu. Að snúa við blaðinu Eina fljótvirka og raunhæfa lausnin er að breyta algjörlega um stefnu – frá magni yfir í gæði – og knýja fram hærri laun með aðhaldi ríkisins. 1. Upptaka gjalda Við eigum að hætta fjöldaferðamennsku með því að innleiða mjög há gjöld sem dregur strax úr fjölda ferðamanna um helming. Þessi aðgerð myndi þó á sama tíma tvöfalda tekjur landsins af hverjum ferðamanni. 2. Hágæða, tæknivædd ferðaþjónusta Með fækkun ferðamanna getur iðnaðurinn einbeitt sér að því að veita hágæða, tæknivædda ferðaþjónustu sem er eingöngu á færi efnameiri ferðamanna að kaupa. Þetta myndi krefjast meiri kunnáttu, færri starfsmanna en afburða þjónustu. Þessi breyting myndi skapa efnahagslegt svigrúm þar sem ferðaþjónustan gæti greitt 1.1 sinnum meðallaun í landinu. Þegar laun eru sambærileg við önnur störf, mun ungir og vel menntaðir Íslendingar sjá framtíð í því að vinna þessi störf. Það væri loksins hægt að stofna heimili og eignast börn á þeim launum. Aðhald Ríkisins Til að þetta virki er nauðsynlegt að ríkið stígi inn af fullum krafti. Aðhald myndi felast í að takmarka útgáfu leyfa til að reka ferðaþjónustu við þá aðila sem geta sannað að þeir ætli að bjóða upp á hágæða þjónustu og greiða laun í samræmi við það. Við getum ekki lengur leyft að okkur sé stjórnað af gervihagvexti sem gengur á innviði okkar og hrekur ungt fólk frá því að eiga framtíð í eigin landi. Með því að taka stjórnina aftur og velja gæði fram yfir magn getum við byggt upp hagkerfi sem styður við raunverulega velferð Íslendinga. Tími ruglsins er liðinn. Stjórnmálamenn verða að velja hvort þeir ætla að halda áfram með fjöldaferðamennsku og rotnandi hagkerfi, eða innleiða gjaldtöku og aðhald sem tryggir velferð til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar