Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 07:31 NFS minnst Fyrir tuttugu árum var brotið blað í íslenskri fjölmiðlasögu þegar sjónvarpsfréttastöðin NFS fór í loftið. Sjónvarpsstöðin sendi eingöngu út fréttir og fréttatengt efni. Fyrsti fréttatími dagsins fór í loftið klukkan sjö á morgnana og sá síðasti klukkan ellefu á kvöldin. Fréttir voru sagðar í sjónvarpi á heila og hálfa tímanum allan daginn en þess á milli voru fréttatengdir þættir á dagskrá auk ítarlegra hádegisfrétta og kvöldfréttatíma. Þá voru þættir á borð við Ísland í bítið, Fréttavaktin fyrir hádegi, Hrafnaþing, Miklabraut, Fréttavakt eftir hádegi og Ísland í dag með fasta viðveru sem og þættir á borð við Markaðinn, Íþróttir, ítarlegar veðurfréttir, Hádegisviðtalið, Leiðarar dagblaða og Silfur Egils, að ógleymdum fréttaskýringaþættinum Kompás sem þarna leit fyrst dagsins ljós. Þeir sem komu að stofnuninni sóttu fjölmargar stjörnur úr heimi blaðamennskunnar til að gegna störfum á nýju stöðinni. Róbert Marshall var fenginn til að stýra fleyginu og með honum voru blaðamenn með mikla reynslu eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem var fréttastjóri, Þór Jónsson og Þórir Guðmundsson sem fór fyrir erlendum fréttum. Fréttir fréttastofu Stöðvar 2 færðust undir NFS og hugmyndin var sú að reynsluboltarnir á Stöð 2 fengju meiri tíma til að fara í dýptina í kvöldfréttatímanum en að sérstök fréttaveita sem skipuð var teymi fólks með litla reynslu myndi sinna fréttum líðandi stundar og var Heimir Már Pétursson fenginn til að ritstýra því teymi. Fjaraði hratt undan Mörgum þótti hugmyndin góð til að byrja með en fljótlega fór að bera á því að áhorfendum fannst ekki sem það væru næg umræðuefni til að halda úti svona stöð. Þá kom fljótt í ljós að fréttatímar á heila og hálfa tímanum voru helst til mikið fyrir sjónvarp og stundum rataði í fréttirnar eitthvað sem varla teldist til frétta. Sum viðtölin í fréttatengdu þáttunum þóttu of langdregin enda kom fyrir að umræðuefnið væri þess eðlis að lítið meira var hægt að segja. Eftir því sem leið var hæðst æ meir að dagskrá NFS. Áhorfið náði aldrei flugi enda var erfitt að ná stöðinni, dreifikerfið komst aldrei í samt lag og smám saman fjaraði undan. Svo fór að lokum að síðasta útsending NFS var föstudaginn 22. september 2006. Stöðin lifði því ekki árið af og margoft síðan hefur verið gert grín að þessari stöð og þessari mögnuðu tilraun. Nýjungar sem birtust fyrst á NFS En skilaði NFS einhverju til samfélagsins? Já, því þarna varð til stórkostleg reynsla og þekking. Í fyrsta skipti fór til dæmis í loftið fréttaskýringaþáttur sem byggði á alvöru rannsóknarblaðamennsku, Kompás. Þar var beitt óhefðbundum leiðum við að koma upp um spillingu, barnaníð, undirheima og fíkniefnavanda svo fátt eitt sé nefnt, leiðum eins og að taka upp efni með falinni myndavél eða með því að ganga á eftir viðmælendum sem vildu ekki tala. Á NFS voru líka endalausar beinar útsendingar frá hinum og þessum viðburðum, til dæmis frá Hinsegin dögum og Menningarnótt, sem hafði ekki verið gert áður og langflesta daga voru beinar útsendingar oft á dag sem hafði heldur ekki verið vaninn áður. Þá var í fyrsta skipti í íslenskri sjónvarpssögu farið að taka viðtöl við fréttamenn sem þekktu mál inn og út og fá þá til að fara betur yfir stór fréttamál. Á NFS sást líka í fyrsta skipti skemmtileg veðurkort, ólík þeim sem áður höfðu sést, og krakkaveður sem var alveg nýtt fyrirbrigði. Já, og á NFS fóru fréttamenn út og tóku upp sjónvarpsviðtöl einir og klipptu og kláruðu sjálfir, eitthvað sem margir fréttamenn kunna og gera í dag. Að ógleymdri fréttaveitunni á visir.is sem með NFS fékk heldur betur upplyftingu. Í fyrsta skipti sáum við myndskeið og klippur á visir.is og gátum hlustað og eða horft á fréttir á vef í beinni útsendingu. Þannig að þótt ekki hafi tekist að reka NFS í lengri tíma en þetta þá braut hún blað í íslenskri fréttamiðlun. Hún var full af orku, hugmyndum og fólki sem var óhrætt við að prófa sig áfram og læra af reynslunni. Fólki sem lagði líf sitt og sál í að gera fréttir áhugaverðar og aðgengilegar fólki, almenningi, okkur. Þess vegna segi ég til hamingju með 20 ára afmæli NFS - og þið öll sem komuð að þessari stórkostlegu og mögnuðu stöð. Höfundur er fyrrverandi „tökubarn“ (fréttamaður) á NFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
NFS minnst Fyrir tuttugu árum var brotið blað í íslenskri fjölmiðlasögu þegar sjónvarpsfréttastöðin NFS fór í loftið. Sjónvarpsstöðin sendi eingöngu út fréttir og fréttatengt efni. Fyrsti fréttatími dagsins fór í loftið klukkan sjö á morgnana og sá síðasti klukkan ellefu á kvöldin. Fréttir voru sagðar í sjónvarpi á heila og hálfa tímanum allan daginn en þess á milli voru fréttatengdir þættir á dagskrá auk ítarlegra hádegisfrétta og kvöldfréttatíma. Þá voru þættir á borð við Ísland í bítið, Fréttavaktin fyrir hádegi, Hrafnaþing, Miklabraut, Fréttavakt eftir hádegi og Ísland í dag með fasta viðveru sem og þættir á borð við Markaðinn, Íþróttir, ítarlegar veðurfréttir, Hádegisviðtalið, Leiðarar dagblaða og Silfur Egils, að ógleymdum fréttaskýringaþættinum Kompás sem þarna leit fyrst dagsins ljós. Þeir sem komu að stofnuninni sóttu fjölmargar stjörnur úr heimi blaðamennskunnar til að gegna störfum á nýju stöðinni. Róbert Marshall var fenginn til að stýra fleyginu og með honum voru blaðamenn með mikla reynslu eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem var fréttastjóri, Þór Jónsson og Þórir Guðmundsson sem fór fyrir erlendum fréttum. Fréttir fréttastofu Stöðvar 2 færðust undir NFS og hugmyndin var sú að reynsluboltarnir á Stöð 2 fengju meiri tíma til að fara í dýptina í kvöldfréttatímanum en að sérstök fréttaveita sem skipuð var teymi fólks með litla reynslu myndi sinna fréttum líðandi stundar og var Heimir Már Pétursson fenginn til að ritstýra því teymi. Fjaraði hratt undan Mörgum þótti hugmyndin góð til að byrja með en fljótlega fór að bera á því að áhorfendum fannst ekki sem það væru næg umræðuefni til að halda úti svona stöð. Þá kom fljótt í ljós að fréttatímar á heila og hálfa tímanum voru helst til mikið fyrir sjónvarp og stundum rataði í fréttirnar eitthvað sem varla teldist til frétta. Sum viðtölin í fréttatengdu þáttunum þóttu of langdregin enda kom fyrir að umræðuefnið væri þess eðlis að lítið meira var hægt að segja. Eftir því sem leið var hæðst æ meir að dagskrá NFS. Áhorfið náði aldrei flugi enda var erfitt að ná stöðinni, dreifikerfið komst aldrei í samt lag og smám saman fjaraði undan. Svo fór að lokum að síðasta útsending NFS var föstudaginn 22. september 2006. Stöðin lifði því ekki árið af og margoft síðan hefur verið gert grín að þessari stöð og þessari mögnuðu tilraun. Nýjungar sem birtust fyrst á NFS En skilaði NFS einhverju til samfélagsins? Já, því þarna varð til stórkostleg reynsla og þekking. Í fyrsta skipti fór til dæmis í loftið fréttaskýringaþáttur sem byggði á alvöru rannsóknarblaðamennsku, Kompás. Þar var beitt óhefðbundum leiðum við að koma upp um spillingu, barnaníð, undirheima og fíkniefnavanda svo fátt eitt sé nefnt, leiðum eins og að taka upp efni með falinni myndavél eða með því að ganga á eftir viðmælendum sem vildu ekki tala. Á NFS voru líka endalausar beinar útsendingar frá hinum og þessum viðburðum, til dæmis frá Hinsegin dögum og Menningarnótt, sem hafði ekki verið gert áður og langflesta daga voru beinar útsendingar oft á dag sem hafði heldur ekki verið vaninn áður. Þá var í fyrsta skipti í íslenskri sjónvarpssögu farið að taka viðtöl við fréttamenn sem þekktu mál inn og út og fá þá til að fara betur yfir stór fréttamál. Á NFS sást líka í fyrsta skipti skemmtileg veðurkort, ólík þeim sem áður höfðu sést, og krakkaveður sem var alveg nýtt fyrirbrigði. Já, og á NFS fóru fréttamenn út og tóku upp sjónvarpsviðtöl einir og klipptu og kláruðu sjálfir, eitthvað sem margir fréttamenn kunna og gera í dag. Að ógleymdri fréttaveitunni á visir.is sem með NFS fékk heldur betur upplyftingu. Í fyrsta skipti sáum við myndskeið og klippur á visir.is og gátum hlustað og eða horft á fréttir á vef í beinni útsendingu. Þannig að þótt ekki hafi tekist að reka NFS í lengri tíma en þetta þá braut hún blað í íslenskri fréttamiðlun. Hún var full af orku, hugmyndum og fólki sem var óhrætt við að prófa sig áfram og læra af reynslunni. Fólki sem lagði líf sitt og sál í að gera fréttir áhugaverðar og aðgengilegar fólki, almenningi, okkur. Þess vegna segi ég til hamingju með 20 ára afmæli NFS - og þið öll sem komuð að þessari stórkostlegu og mögnuðu stöð. Höfundur er fyrrverandi „tökubarn“ (fréttamaður) á NFS.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun