Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 09:00 Íslensku landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon, Guðlaugur Victor Pálsson og Ísak Bergmann Jóhannesson horfa á eftir boltanum í íslenska markið í leiknum á móti Úkraínu. Getty/Oksana Vasylieva Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er einn þeirra sem fóru að leita skýringa eftir tap íslenska karlalandsliðsins á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um laus sæti á HM. Íslenska liðinu nægði jafntefli í leiknum í Póllandi en tapaði 2-0 eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á lokakafla leiksins. Sigurður Ragnar lagðist yfir úrslit í leikjum karlalandsliðsins síðustu sex ár og skoðaði sérstaklega gengi liðsins í seinni leiknum í tvíhöfða, það er þegar liðið spilar tvo leiki á nokkrum dögum í sama landsliðsglugga. Sú tölfræði er sláandi eins og Sigurður Ragnar kemst sjálfur að orði og má taka undir það. Setti fram vangaveltur sínar Sigurður Ragnar fann 26 svokallaða seinni leiki á þessum tíma og íslenska liðið vann aðeins fimm þeirra. Þar með er ekki öll sagan sögð. „Fjórir af þessum fimm sigrum sem við vinnum í þessum leikjum eru á móti Liechtenstein, sem er held ég fimmta lélegasta landslið í heimi,“ sagði Sigurður Ragnar í myndbandi sem hann setti með vangaveltum sínum um þessa slöku tölfræði íslensku strákanna í seinni leik í tvíhöfða. Þegar þessir fjórir sigurleikir og 19-1 í markatölu úr leikjum við Liechtenstein eru teknir út úr menginu blasir blákaldur veruleikinn við. Einn sigur í 22 leikjum Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið einn af þessum 22 seinni leikjum og markatalan er hræðileg eða 18-54. Sigurður Ragnar vísar líka í áhugaverða og viðamikla rannsókn sem Raymond Verheyen gerði út frá þessari pælingu. „Hann stúderaði hvaða áhrif þetta hefur á úrslit. Og hann tók 26.000 leiki yfir 10-11 ára tímabil. Hann skoðaði allar bestu deildirnar í Evrópu, Meistaradeildina og Evrópukeppnina yfir tíu til ellefu ára tímabil og fann út hvaða áhrif minni hvíld hefur á úrslit leikja og fjölda marka sem eru skoruð á síðasta hálftíma í leikjum og hversu mörg mörk þú færð á þig í leikjum,“ sagði Sigurður Ragnar. Kláruðu okkur í lokin „Við sjáum svo Úkraínuleikinn þar sem að Úkraína gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu meðan Ísland gerði þrjár. Úkraína skipti fimm mönnum inn á í leiknum á meðan Ísland skipti inn þremur. Þannig að það má segja að Úkraínumenn hafi kannski verið frískari í leiknum og unnu hann síðan á síðasta hálftímanum þegar mögulega kom þreyta í íslenska liðið,“ sagði Sigurður Ragnar. „Mér finnst þetta sláandi að við séum að spila 22 leiki, ef þú tekur burtu þessa Liechtenstein-leiki, að við séum bara búin að vinna einn þeirra, gera fjögur jafntefli og tapa sautján,“ sagði Sigurður Ragnar. „Þannig að ég held að það sé þess virði að skoða vel hvernig „recovery“ er háttað hjá landsliðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. „Fullt af þessum leikjum voru náttúrulega á móti erfiðum mótherjum, en ekkert allir leikirnir. Af hverju er ekki að takast nægilega nógu vel síðastliðin sex ár að vinna seinni leikina?“ spurði Sigurður Ragnar og kallaði eftir umræðu en sjá má myndbandið hans hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Sjá meira
Íslenska liðinu nægði jafntefli í leiknum í Póllandi en tapaði 2-0 eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á lokakafla leiksins. Sigurður Ragnar lagðist yfir úrslit í leikjum karlalandsliðsins síðustu sex ár og skoðaði sérstaklega gengi liðsins í seinni leiknum í tvíhöfða, það er þegar liðið spilar tvo leiki á nokkrum dögum í sama landsliðsglugga. Sú tölfræði er sláandi eins og Sigurður Ragnar kemst sjálfur að orði og má taka undir það. Setti fram vangaveltur sínar Sigurður Ragnar fann 26 svokallaða seinni leiki á þessum tíma og íslenska liðið vann aðeins fimm þeirra. Þar með er ekki öll sagan sögð. „Fjórir af þessum fimm sigrum sem við vinnum í þessum leikjum eru á móti Liechtenstein, sem er held ég fimmta lélegasta landslið í heimi,“ sagði Sigurður Ragnar í myndbandi sem hann setti með vangaveltum sínum um þessa slöku tölfræði íslensku strákanna í seinni leik í tvíhöfða. Þegar þessir fjórir sigurleikir og 19-1 í markatölu úr leikjum við Liechtenstein eru teknir út úr menginu blasir blákaldur veruleikinn við. Einn sigur í 22 leikjum Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið einn af þessum 22 seinni leikjum og markatalan er hræðileg eða 18-54. Sigurður Ragnar vísar líka í áhugaverða og viðamikla rannsókn sem Raymond Verheyen gerði út frá þessari pælingu. „Hann stúderaði hvaða áhrif þetta hefur á úrslit. Og hann tók 26.000 leiki yfir 10-11 ára tímabil. Hann skoðaði allar bestu deildirnar í Evrópu, Meistaradeildina og Evrópukeppnina yfir tíu til ellefu ára tímabil og fann út hvaða áhrif minni hvíld hefur á úrslit leikja og fjölda marka sem eru skoruð á síðasta hálftíma í leikjum og hversu mörg mörk þú færð á þig í leikjum,“ sagði Sigurður Ragnar. Kláruðu okkur í lokin „Við sjáum svo Úkraínuleikinn þar sem að Úkraína gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu meðan Ísland gerði þrjár. Úkraína skipti fimm mönnum inn á í leiknum á meðan Ísland skipti inn þremur. Þannig að það má segja að Úkraínumenn hafi kannski verið frískari í leiknum og unnu hann síðan á síðasta hálftímanum þegar mögulega kom þreyta í íslenska liðið,“ sagði Sigurður Ragnar. „Mér finnst þetta sláandi að við séum að spila 22 leiki, ef þú tekur burtu þessa Liechtenstein-leiki, að við séum bara búin að vinna einn þeirra, gera fjögur jafntefli og tapa sautján,“ sagði Sigurður Ragnar. „Þannig að ég held að það sé þess virði að skoða vel hvernig „recovery“ er háttað hjá landsliðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. „Fullt af þessum leikjum voru náttúrulega á móti erfiðum mótherjum, en ekkert allir leikirnir. Af hverju er ekki að takast nægilega nógu vel síðastliðin sex ár að vinna seinni leikina?“ spurði Sigurður Ragnar og kallaði eftir umræðu en sjá má myndbandið hans hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Sjá meira