Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2025 06:32 Karyna Bakhur vann mörg verðlaun á ferli sínum en ætlaði sér líka að verða þjálfari. : Natalyne Village Military Administration Karyna Bakhur, sautján ára meistari í sparkboxi og kósakkabardaga, féll í rússneskri árás á bæinn Berestyn í Kharkiv-héraði í Úkraínu. Þrátt fyrir tilraunir lækna til að bjarga henni lést Karyna af sárum sínum eftir að hafa fengið í sig sprengjubrot. Karyna var íþróttameistari, háskólanemi sem lærði til íþróttakennara og vann með ungum börnum. Hún hafði í hyggju að verða þjálfari. Vitalii Bakhur, faðir Karynu, sagði að nokkrar árásir hefðu orðið nálægt heimili þeirra um nóttina. Eftir fyrstu þrjár fór fjölskyldan en sneri aftur heim. Þau voru of snemma á ferðinni. Þegar nýjar sprengingar urðu um fimmtíu metra frá húsinu voru Vitalii og Karyna í garðinum. Var einum og hálfum metra frá mér „Ég særðist ásamt henni, á fæti og brjósti. Karyna var einum og hálfum metra frá mér. Kannski skýldi hún mér jafnvel með líkama sínum. Á meðan ég keyrði með Karynu á sjúkrahúsið var hún meðvitundarlaus, opnaði aðeins augun af og til. Þeir vildu leggja mig inn en ég neitaði. Hvernig get ég lagst í sjúkrarúm þegar ég þarf að jarða dóttur mína?“ Þjálfari Karynu, Volodymyr Zibarov, sagði að hún hefði verið á þriðja ári í kennaraháskóla og einnig unnið með hóp barna á aldrinum sex til sjö ára. „Karyna hafði gríðarlega möguleika og börnunum þótti mjög vænt um hana. Jafnvel mín eigin dóttir æfði með henni. Karyna var ákveðin og markviss en á sama tíma mjög þokkafull. Hún var sönn kósakkastelpa,“ sagði Volodymyr Zibarov. Heimsbikarmót fram undan í Austurríki Volodymyr bætti við að ungu iðkendur Karynu ættu von á keppni þar sem hún átti að þreyta frumraun sína sem þjálfari. „Við áttum að fara í kvöld á heimsbikarmótið í Austurríki. Blóðug rússnesk eldflaug tók Karynu einfaldlega frá okkur degi fyrr,“ sagði Zibarov. Hernaðarstjórn Natalyne-þorps sagði áður að Karyna hefði hafið íþróttaferil sinn sjö ára gömul og æft hjá her- og íþróttafélaginu Peresvit. Hún vann sín fyrstu landsverðlaun á unglingsárum og keppti síðar fyrir Úkraínu á alþjóðavettvangi. Hún var Úkraínumeistari í kósakkabardaga og sparkboxi. Hún var einnig Evrópumeistari (2023 og 2025) og verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu (2023) og Evrópumeistaramótinu (2024) í kósakkabardaga. Karyna hefði orðið átján ára þann 5. desember næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by UNITED24Media (@united24.media) Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Karyna var íþróttameistari, háskólanemi sem lærði til íþróttakennara og vann með ungum börnum. Hún hafði í hyggju að verða þjálfari. Vitalii Bakhur, faðir Karynu, sagði að nokkrar árásir hefðu orðið nálægt heimili þeirra um nóttina. Eftir fyrstu þrjár fór fjölskyldan en sneri aftur heim. Þau voru of snemma á ferðinni. Þegar nýjar sprengingar urðu um fimmtíu metra frá húsinu voru Vitalii og Karyna í garðinum. Var einum og hálfum metra frá mér „Ég særðist ásamt henni, á fæti og brjósti. Karyna var einum og hálfum metra frá mér. Kannski skýldi hún mér jafnvel með líkama sínum. Á meðan ég keyrði með Karynu á sjúkrahúsið var hún meðvitundarlaus, opnaði aðeins augun af og til. Þeir vildu leggja mig inn en ég neitaði. Hvernig get ég lagst í sjúkrarúm þegar ég þarf að jarða dóttur mína?“ Þjálfari Karynu, Volodymyr Zibarov, sagði að hún hefði verið á þriðja ári í kennaraháskóla og einnig unnið með hóp barna á aldrinum sex til sjö ára. „Karyna hafði gríðarlega möguleika og börnunum þótti mjög vænt um hana. Jafnvel mín eigin dóttir æfði með henni. Karyna var ákveðin og markviss en á sama tíma mjög þokkafull. Hún var sönn kósakkastelpa,“ sagði Volodymyr Zibarov. Heimsbikarmót fram undan í Austurríki Volodymyr bætti við að ungu iðkendur Karynu ættu von á keppni þar sem hún átti að þreyta frumraun sína sem þjálfari. „Við áttum að fara í kvöld á heimsbikarmótið í Austurríki. Blóðug rússnesk eldflaug tók Karynu einfaldlega frá okkur degi fyrr,“ sagði Zibarov. Hernaðarstjórn Natalyne-þorps sagði áður að Karyna hefði hafið íþróttaferil sinn sjö ára gömul og æft hjá her- og íþróttafélaginu Peresvit. Hún vann sín fyrstu landsverðlaun á unglingsárum og keppti síðar fyrir Úkraínu á alþjóðavettvangi. Hún var Úkraínumeistari í kósakkabardaga og sparkboxi. Hún var einnig Evrópumeistari (2023 og 2025) og verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu (2023) og Evrópumeistaramótinu (2024) í kósakkabardaga. Karyna hefði orðið átján ára þann 5. desember næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by UNITED24Media (@united24.media)
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira