Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2025 07:43 Bæjarstjórn Árborgar segir innanbæjarvegi á Selfossi ekki hannaða fyrir mikla umferð þungaflutninga. Vísir/Einar Bæjarstjórn Árborgar mótmælir því að þungaflutningar vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Búfellshólum austan Búrfells fari í gegnum þéttbýlið á Selfossi. Þetta kemur fram í umsögn sem bæjarstjórn skilaði inn í tengslum við aðalskipulagsbreytingu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er varðar nýtt efnistökusvæði. Áætluð efnistaka á svæðinu er allt að 4,5 milljón m3 og þá er gert ráð fyrir að efnisnám nemi um 80.000 til 300.000 m3 á ári í tíu til fimmtán ár. Um er að ræða vikurnámu og verður vikurinn einkum unninn til útflutnings. Fram kemur í umsögninni að gert sé ráð fyrir að flutningabílar keyri frá námunni á Þjórsárdalsvegi (32) og Skeiða-og Hrunamannavegi (30) niður á Hringveg (1). Þaðan keyri þeir í gegnum Selfoss og niður til Þorlákshafnar á Eyrarbakkavegi (34) og Þorlákshafnarvegi (38), meðfram sjónum á Suðurstrandarvegi (427) og loks að námunni á Krýsuvíkurvegi (42). „Sveitarfélagið Árborg leggur ríka áherslu á að þungaflutningar frá efnissvæðinu fari ekki í gegnum þéttbýlið á Selfossi. Austurvegur, Eyravegur og aðrir innanbæjarvegir á Selfossi eru ekki hannaðir né ætlaðir fyrir slíka umferð og myndi slíkt hafa veruleg neikvæð áhrif á umferðaröryggi, loftgæði, hávaða og lífsgæði íbúa, þar sem um er að ræða vegi sem fara þvert í gegnum þéttbýlið á Selfossi,“ segir í umsögn bæjarstjórnar. Óskar hún eftir því að málið verði tekið upp í samráði sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar, og sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps með það að markmiði að finna viðunandi flutningsleið utan þéttbýlis. „Þá beinir sveitarfélagið því til Skeiða- og Gnúpverjahrepps að við meðferð umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á grundvelli framangreindrar aðalskipulagsbreytingar verði sérstaklega leitað umsagnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna flutningsleiða.“ Árborg Umferð Námuvinnsla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn sem bæjarstjórn skilaði inn í tengslum við aðalskipulagsbreytingu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er varðar nýtt efnistökusvæði. Áætluð efnistaka á svæðinu er allt að 4,5 milljón m3 og þá er gert ráð fyrir að efnisnám nemi um 80.000 til 300.000 m3 á ári í tíu til fimmtán ár. Um er að ræða vikurnámu og verður vikurinn einkum unninn til útflutnings. Fram kemur í umsögninni að gert sé ráð fyrir að flutningabílar keyri frá námunni á Þjórsárdalsvegi (32) og Skeiða-og Hrunamannavegi (30) niður á Hringveg (1). Þaðan keyri þeir í gegnum Selfoss og niður til Þorlákshafnar á Eyrarbakkavegi (34) og Þorlákshafnarvegi (38), meðfram sjónum á Suðurstrandarvegi (427) og loks að námunni á Krýsuvíkurvegi (42). „Sveitarfélagið Árborg leggur ríka áherslu á að þungaflutningar frá efnissvæðinu fari ekki í gegnum þéttbýlið á Selfossi. Austurvegur, Eyravegur og aðrir innanbæjarvegir á Selfossi eru ekki hannaðir né ætlaðir fyrir slíka umferð og myndi slíkt hafa veruleg neikvæð áhrif á umferðaröryggi, loftgæði, hávaða og lífsgæði íbúa, þar sem um er að ræða vegi sem fara þvert í gegnum þéttbýlið á Selfossi,“ segir í umsögn bæjarstjórnar. Óskar hún eftir því að málið verði tekið upp í samráði sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar, og sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps með það að markmiði að finna viðunandi flutningsleið utan þéttbýlis. „Þá beinir sveitarfélagið því til Skeiða- og Gnúpverjahrepps að við meðferð umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á grundvelli framangreindrar aðalskipulagsbreytingar verði sérstaklega leitað umsagnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna flutningsleiða.“
Árborg Umferð Námuvinnsla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira