Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. nóvember 2025 16:03 Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Mjódd Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun