Körfubolti

Doncic á­fram ó­stöðvandi og setti met

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luka Doncic og félagar í Los Angeles Lakers sóttu sigur til Salt Lake City.
Luka Doncic og félagar í Los Angeles Lakers sóttu sigur til Salt Lake City. getty/Alex Goodlett

Luka Doncic hefur byrjað tímabilið af gríðarlegum krafti og Los Angeles Lakers er í góðri stöðu í Vesturdeild NBA.

Doncic skoraði 33 stig, tók ellefu fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Lakers sigraði Utah Jazz á útivelli, 104-106, í nótt.

Þetta var fjórði sigur Lakers í röð en liðið er í 2. sæti Vesturdeildarinnar með tólf sigra og fjögur töp.

LeBron James skoraði sautján stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers í leiknum í nótt og Austin Reaves skilaði 22 stigum.

Doncic hefur farið mikinn í upphafi tímabils og er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,5 stig að meðaltali í leik. Slóveninn er einnig með 8,8 fráköst og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Í fyrstu tólf leikjum sínum á þessu tímabili hefur Doncic skorað samtals 414 stig og gefið 107 stoðsendingar. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur verið jafn snöggur að skora að minnsta kosti fjögur hundruð stig og gefa hundrað stoðsendingar eða meira í fyrstu tólf leikjum sínum á tímabili.

Doncic kom til Lakers frá Dallas Mavericks í umtöluðum leikmannaskiptum í byrjun febrúar á þessu ári.

Lakers endaði í 3. sæti Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili en féll úr leik fyrir Minnesota Timberwolves í átta liða úrslitum, 4-1.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×