Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2025 21:31 Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/Sigurjón Fæðingum án nokkurrar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi á milli ára. Um er að ræða tískufyrirbæri sem á fyrirmynd sína að sækja vestur um haf en formaður Félags ljósmæðra segir einnig dæmi um áhrifavalda hér á landi mæli með þessari varhugaverðu aðferð. „Frjáls fæðing er hugtak sem Parvati Baker kom í sviðsljósið. Það þýðir að fæða fyrir utan heilbrigðiskerfið án nokkurrar aðkomu heilbrigðisstarfsfólks.“ Þetta segir Emilee Saldaya sem stendur að baki hreyfingunni Frjálsar fæðingar eða Free Birth Society í Youtube-myndbandi sem kynnir hugtakið fyrir nýjum áhorfendum. Hreyfingin var til umfjöllunar í ítarlegri grein breska dagblaðsins Guardian á dögunum. Hreyfingin hefur fjölmarga fylgjendur og þénað fúlgur fjár fyrir þjónustu. Líkir hreyfingunni við sértrúarsöfnuð Fæðingum án aðstoðar hefur fjölgað hér á landi síðustu ár að sögn Berglindar Friðriksdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Slíkar fæðingar hafi leitt til fósturláts og andvana fæðinga samkvæmt Guardian. „Árið 2022, þá er þetta tekið með í heimafæðingar en þetta er ekki það sama og heimafæðingar því að heimafæðingar eru alltaf með ljósmæðrum. Það eru alltaf tvær ljósmæður á Íslandi. 2023 voru þetta sex fæðingar líklegast og 2024 voru þetta níu fæðingar.“ Í raun gæti verið um enn fleiri fæðingar að ræða. Hún bendir á að dæmi séu um að börn séu ekki skráð við fæðingu hér á landi. „Það að kalla þetta frjálsar fæðingar er ekki rétta orðið því í rauninni eru þetta hættulegar fæðingar og fæðingar án aðkomu heilbrigðisstarfsfólks. Ég hef heyrt að það séu íslenskir áhrifavaldar að mæla með þessu en þetta kemur frá þessari hreyfingu sem að Guardian er að fjalla um,“ segir hún og bætir við: „Þessi samtök eru sprottin upp úr allt öðru umhverfi en við erum með hér á Íslandi. Á Íslandi er mæðravernd, fæðingar og ungbarnavernd ókeypis þannig að þú þarft ekki að borga fyrir það. Í Bandaríkjunum er kerfið allt öðruvísi og mjög dýrt að fá þessa þjónustu.“ Hún átti sig ekki á því hvað vakir fyrir þeim sem kjósa þessa aðferð eða þeim sem mæla með henni. „Ég veit ekki hvað íslenska orðið fyrir költ er en af hverju fer fólk svona inn í svona költhreyfingar (sértrúarsöfnuð)? Það er mjög athyglisverð pæling af því að þetta er ekki öruggt. Þarna er verið að segja að þetta séu réttindi kvenna að fá að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna en það eru líka réttindi kvenna og barna að fá góða og örugga þjónustu.“ Fæða einar, víðsfjarri heilbrigðisþjónustu Áður hefur sprottið upp umræða um vantraust í garð heilbrigðiskerfisins í tengslum við fæðingar. Á síðasta ári sagði til að mynda Brynhildur Karlsdóttir að hún myndi eignast sitt annað barn heima án aðstoðar fagfólks. Hún lýsti yfir tortryggni gagnvart heilbrigðiskerfinu. Það sé ekki jákvætt ef um þróun í þátt átt sé að ræða að mati Berglindar. „Auðvitað þurfum við að líta svolítið í eigin barm og bara hvað er það? Af hverju er okkur ekki treyst? Því við byggjum allt okkar starf á faglegum forsendum. Við förum eftir niðurstöðum rannsókna í okkar vinnu og veljum alltaf bestu leiðina. Mér finnst líka skrítið að þegar þú hefur alla þessa valkosti á Íslandi. Þú getur valið ljósmóður, þú getur valið hvar þú fæðir. Að þú skulir vera að borga fyrir svona þjónustu finnst mér mjög sérstakt.“ Hefurðu heyrt af því að mæður séu að fæða einar og víðs fjarri frá heilbrigðisþjónustu? „Já, það er að gerast hér á Íslandi. Þær eru að fæða langt í burtu og eru jafnvel að ganga það langt að þiggja ekki neina mæðravernd. Meðgangan er þá hvergi skráð og fæðingin ekki heldur.“ Það geti verið verulega alvarlegt að fara í engar blóðmælingar né sónarskoðun. „Ég hef ekki heyrt af andláti hér á landi en ég veit að það hefur bæði gerst í Danmörku og Svíþjóð.“ Börn og uppeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Frjáls fæðing er hugtak sem Parvati Baker kom í sviðsljósið. Það þýðir að fæða fyrir utan heilbrigðiskerfið án nokkurrar aðkomu heilbrigðisstarfsfólks.“ Þetta segir Emilee Saldaya sem stendur að baki hreyfingunni Frjálsar fæðingar eða Free Birth Society í Youtube-myndbandi sem kynnir hugtakið fyrir nýjum áhorfendum. Hreyfingin var til umfjöllunar í ítarlegri grein breska dagblaðsins Guardian á dögunum. Hreyfingin hefur fjölmarga fylgjendur og þénað fúlgur fjár fyrir þjónustu. Líkir hreyfingunni við sértrúarsöfnuð Fæðingum án aðstoðar hefur fjölgað hér á landi síðustu ár að sögn Berglindar Friðriksdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Slíkar fæðingar hafi leitt til fósturláts og andvana fæðinga samkvæmt Guardian. „Árið 2022, þá er þetta tekið með í heimafæðingar en þetta er ekki það sama og heimafæðingar því að heimafæðingar eru alltaf með ljósmæðrum. Það eru alltaf tvær ljósmæður á Íslandi. 2023 voru þetta sex fæðingar líklegast og 2024 voru þetta níu fæðingar.“ Í raun gæti verið um enn fleiri fæðingar að ræða. Hún bendir á að dæmi séu um að börn séu ekki skráð við fæðingu hér á landi. „Það að kalla þetta frjálsar fæðingar er ekki rétta orðið því í rauninni eru þetta hættulegar fæðingar og fæðingar án aðkomu heilbrigðisstarfsfólks. Ég hef heyrt að það séu íslenskir áhrifavaldar að mæla með þessu en þetta kemur frá þessari hreyfingu sem að Guardian er að fjalla um,“ segir hún og bætir við: „Þessi samtök eru sprottin upp úr allt öðru umhverfi en við erum með hér á Íslandi. Á Íslandi er mæðravernd, fæðingar og ungbarnavernd ókeypis þannig að þú þarft ekki að borga fyrir það. Í Bandaríkjunum er kerfið allt öðruvísi og mjög dýrt að fá þessa þjónustu.“ Hún átti sig ekki á því hvað vakir fyrir þeim sem kjósa þessa aðferð eða þeim sem mæla með henni. „Ég veit ekki hvað íslenska orðið fyrir költ er en af hverju fer fólk svona inn í svona költhreyfingar (sértrúarsöfnuð)? Það er mjög athyglisverð pæling af því að þetta er ekki öruggt. Þarna er verið að segja að þetta séu réttindi kvenna að fá að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna en það eru líka réttindi kvenna og barna að fá góða og örugga þjónustu.“ Fæða einar, víðsfjarri heilbrigðisþjónustu Áður hefur sprottið upp umræða um vantraust í garð heilbrigðiskerfisins í tengslum við fæðingar. Á síðasta ári sagði til að mynda Brynhildur Karlsdóttir að hún myndi eignast sitt annað barn heima án aðstoðar fagfólks. Hún lýsti yfir tortryggni gagnvart heilbrigðiskerfinu. Það sé ekki jákvætt ef um þróun í þátt átt sé að ræða að mati Berglindar. „Auðvitað þurfum við að líta svolítið í eigin barm og bara hvað er það? Af hverju er okkur ekki treyst? Því við byggjum allt okkar starf á faglegum forsendum. Við förum eftir niðurstöðum rannsókna í okkar vinnu og veljum alltaf bestu leiðina. Mér finnst líka skrítið að þegar þú hefur alla þessa valkosti á Íslandi. Þú getur valið ljósmóður, þú getur valið hvar þú fæðir. Að þú skulir vera að borga fyrir svona þjónustu finnst mér mjög sérstakt.“ Hefurðu heyrt af því að mæður séu að fæða einar og víðs fjarri frá heilbrigðisþjónustu? „Já, það er að gerast hér á Íslandi. Þær eru að fæða langt í burtu og eru jafnvel að ganga það langt að þiggja ekki neina mæðravernd. Meðgangan er þá hvergi skráð og fæðingin ekki heldur.“ Það geti verið verulega alvarlegt að fara í engar blóðmælingar né sónarskoðun. „Ég hef ekki heyrt af andláti hér á landi en ég veit að það hefur bæði gerst í Danmörku og Svíþjóð.“
Börn og uppeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira