Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar 25. nóvember 2025 08:02 „Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun