Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2025 08:18 Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun