Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag. Heimsóknirnar hafa verið bæði lærdómsríkar og hvetjandi og mikils vert að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólasamfélaginu betur. Sóknaráætlun fyrir framhaldsskólana og nemendur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að hefja sókn í menntamálum. Sú sókn snýst ekki um hagræðingu eða sameiningu skóla. Hún snýst um að efla skólastarfið, styrkja fagmennsku og bæta stuðning við framhaldsskólana og nemendur þeirra. Við viljum efla samstarf án þess að skerða sérstöðu hvers skóla. Til að ná þeim markmiðum hef ég lagt til breytingar á skólakerfinu sem fela í sér að byggja upp svæðisbundnar stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofur sem geta stutt við þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru innan skólanna og og veitt stuðning við kennara, starfsfólk, stjórnendur og nemendur í daglegu starfi. Þannig aukum við þjónustu og stuðning við skólana, þar á meðal ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í flóknum málum, og tryggjum að allir nemendur landsins hafi jafnan aðgang að þjónustu. Að sjálfsögðu munu nemendur fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfa í sínum eigin skóla, við ætlum ekki að lengja sporin. Kerfi þróað í nánu samstarfi við skólasamfélagið Markmiðið með heimsóknum mínum til framhaldsskólanna er að eiga raunverulegt samtal um mótun og útfærslur hins nýja kerfis. Almennt ríkir víðtæk samstaða um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur þeirra. Margir hafa þó sagt mér að sporin hræði, að ný verkefni hafi áður verið kynnt með góðum hug en skilað óljósum ávinningi fyrir skólana sjálfa. Ég tek slíkum ábendingum alvarlega enda hef ég alltaf lagt áherslu á að hlusta á raddir skólasamfélagsins í þessu breytingaferli og hafa hag nemenda í forgrunni. Ég hef þegar fengið fjölmargar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Sem dæmi má nefna að mikil áhersla hefur verið lögð á að skýra ábyrgð og hlutverk skólastjórnenda í nýju skipulagi. Í samtölum hafa góð rök verið færð fyrir því að ekki sé æskilegt að færa daglegar stjórnunarheimildir frá þeim, til dæmis varðandi ráðningar eða fjármál. Þau rök tel ég traust og hef því ákveðið að daglegur rekstur verði áfram innan skólanna þó að ekki sé loku fyrir skotið að einhverjar breytingar verði með tilkomu stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofa. Þá hafa sumir kennarar bent á hugsanlega aukna möguleika á sérhæfingu og starfsþróun í þessu sambandi. Jafnframt telja flestir jákvætt að færa ákveðna þjónustu og ráðgjöf nær skólunum þannig að hún verði ekki bundin við ráðuneytið sjálft. Þannig megi aðgreina betur stefnumótunar-, eftirlits- og úrskurðarhlutverk ráðuneytisins frá daglegri ráðgjöf og þjónustu við rekstur og stjórnsýslu skólanna. Sameiginlegt verkefni allra Við þurfum að tryggja að framhaldsskólarnir hafi aðstöðu, stuðning og svigrúm til að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Ég finn víða mikla eftirvæntingu og þakklæti fyrir að menntamálin séu komin aftur á dagskrá. Í þessum heimsóknum mínum í alla þessa skóla hef ég einnig fengið fjölmargar aðrar ábendingar sem varða skólakerfið sem munu svona sannarlega koma að gagni. Sóknin í menntamálum er verkefni okkar allra: Kennara, starfsfólks, stjórnenda, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Við eigum að hlusta, læra hvert af öðru og byggja áfram á styrkleikum kerfisins. Við ætlum ekki að brjóta niður heldur byggja upp. Þannig gerum við góða skóla enn betri. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðmundur Ingi Kristinsson Framhaldsskólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag. Heimsóknirnar hafa verið bæði lærdómsríkar og hvetjandi og mikils vert að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólasamfélaginu betur. Sóknaráætlun fyrir framhaldsskólana og nemendur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að hefja sókn í menntamálum. Sú sókn snýst ekki um hagræðingu eða sameiningu skóla. Hún snýst um að efla skólastarfið, styrkja fagmennsku og bæta stuðning við framhaldsskólana og nemendur þeirra. Við viljum efla samstarf án þess að skerða sérstöðu hvers skóla. Til að ná þeim markmiðum hef ég lagt til breytingar á skólakerfinu sem fela í sér að byggja upp svæðisbundnar stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofur sem geta stutt við þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru innan skólanna og og veitt stuðning við kennara, starfsfólk, stjórnendur og nemendur í daglegu starfi. Þannig aukum við þjónustu og stuðning við skólana, þar á meðal ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í flóknum málum, og tryggjum að allir nemendur landsins hafi jafnan aðgang að þjónustu. Að sjálfsögðu munu nemendur fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfa í sínum eigin skóla, við ætlum ekki að lengja sporin. Kerfi þróað í nánu samstarfi við skólasamfélagið Markmiðið með heimsóknum mínum til framhaldsskólanna er að eiga raunverulegt samtal um mótun og útfærslur hins nýja kerfis. Almennt ríkir víðtæk samstaða um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur þeirra. Margir hafa þó sagt mér að sporin hræði, að ný verkefni hafi áður verið kynnt með góðum hug en skilað óljósum ávinningi fyrir skólana sjálfa. Ég tek slíkum ábendingum alvarlega enda hef ég alltaf lagt áherslu á að hlusta á raddir skólasamfélagsins í þessu breytingaferli og hafa hag nemenda í forgrunni. Ég hef þegar fengið fjölmargar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Sem dæmi má nefna að mikil áhersla hefur verið lögð á að skýra ábyrgð og hlutverk skólastjórnenda í nýju skipulagi. Í samtölum hafa góð rök verið færð fyrir því að ekki sé æskilegt að færa daglegar stjórnunarheimildir frá þeim, til dæmis varðandi ráðningar eða fjármál. Þau rök tel ég traust og hef því ákveðið að daglegur rekstur verði áfram innan skólanna þó að ekki sé loku fyrir skotið að einhverjar breytingar verði með tilkomu stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofa. Þá hafa sumir kennarar bent á hugsanlega aukna möguleika á sérhæfingu og starfsþróun í þessu sambandi. Jafnframt telja flestir jákvætt að færa ákveðna þjónustu og ráðgjöf nær skólunum þannig að hún verði ekki bundin við ráðuneytið sjálft. Þannig megi aðgreina betur stefnumótunar-, eftirlits- og úrskurðarhlutverk ráðuneytisins frá daglegri ráðgjöf og þjónustu við rekstur og stjórnsýslu skólanna. Sameiginlegt verkefni allra Við þurfum að tryggja að framhaldsskólarnir hafi aðstöðu, stuðning og svigrúm til að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Ég finn víða mikla eftirvæntingu og þakklæti fyrir að menntamálin séu komin aftur á dagskrá. Í þessum heimsóknum mínum í alla þessa skóla hef ég einnig fengið fjölmargar aðrar ábendingar sem varða skólakerfið sem munu svona sannarlega koma að gagni. Sóknin í menntamálum er verkefni okkar allra: Kennara, starfsfólks, stjórnenda, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Við eigum að hlusta, læra hvert af öðru og byggja áfram á styrkleikum kerfisins. Við ætlum ekki að brjóta niður heldur byggja upp. Þannig gerum við góða skóla enn betri. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun