Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. nóvember 2025 23:01 Stelpurnar okkar gengu svekktar af velli en vakna eflaust sáttar á morgun. Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Þetta sjö marka tap gegn Þýskalandi í opnunarleik HM er ekkert til að skammast sín fyrir. Áhyggjurnar fyrir leik voru helstar þær að þetta unga og reynslulitla, óslípaða íslenska lið yrði eins og lamb leitt til slátrunar. Þær myndu, eins og maður segir á góðri íslensku, steinliggja og skíttapa. Rúmlega helmingur hópsins var að spila á HM í fyrsta sinn, undir skærum ljósum og miklum hávaða í höllinni í Stuttgart, gegn fáránlega furðulegu þýsku leikkerfi án línumanns. Stelpurnar okkar stóðu sig hins vegar með prýði og létu stressið ekki stíga sér til höfuðs, byrjuðu leikinn vel og tóku forystuna fyrst um sinn. Ef eitthvað er áttu þær þýsku erfiðara með aðstæður í upphafi leiks. Fjórtán tapaðir boltar er hins vegar allt, allt of mikið og oft algjör óþarfi. Verst var að horfa upp á tvær misheppnaðar sendingar í röð þegar Ísland var í séns á hraðaupphlaupi. Þær hefðu getað minnkað muninn í eitt mark, 24-23, með rúmar tíu mínútur. Og þó íslenska vörnin hafi oft staðið vel sást greinilega að þetta lið hefur ekki spilað mikið saman og átti mjög erfitt með að stoppa þýsku sóknina þegar hún komst á almennilegt skrið. Líkamlegi munurinn á milli liðanna var líka alveg ofboðslegur, þær þýsku voru að meðaltali svona höfðinu stærri en stelpurnar okkar og maður leyfir sér að skjóta á að þær lyfti töluvert þyngra, þar á Ísland aðeins í land. Serbarnir verða ekki mikið minni eða léttari í næsta leik Íslands á föstudag. Þær serbnesku stútuðu Úrúgvæ örugglega í kvöld og sitja á toppi riðilsins. Þar er Ísland aftur lægra skrifaða liðið en frammistaðan í kvöld gefur góð fyrirheit. Nú verður ekki lengur talað um nýliðana níu í íslenska HM hópnum, þær hlutu eldskírn í kvöld og eiga eftir að ná hærri hæðum. Andreu Jacobsen og hennar rúmlegu 180 sentimetrum var sárt saknað í kvöld. Hún verður ekki klár í slaginn gegn Serbíu og óvíst er með þátttöku hennar á mótinu. Katrín Tinna Jensdóttir átti framúrskarandi leik á línunni, með fleiri stöðvanir en allar hinar samanlagt. Bætti vel upp fyrir fjarveru Elísu Elíasdóttur, þó hún hefði verið mjög velkomin viðbót til að glíma við stóru þýsku skrokkana. Vonandi verður hún orðin góð í öxlinni á föstudag. Díana Dögg Magnúsdóttir var áræðin og óhrædd að keyra á vörnina, fiskaði þrjú víti, en hefði mátt fara betur með boltann. Dana Björg Guðmundsdóttir var orkumikil í vinstra horninu og hvað öflugust af stelpunum okkar, skoraði fjögur mörk, stal boltanum og var í banastuði. Hún mun vera í stóru hlutverki gegn Serbíu, sem er hægara lið og seinna að skila sér til baka. Hraðaupphlaupin munu vonandi skila mörgum mörkum og þá þarf líka að koma hægra horninu inn í leikinn, Þýskaland lokaði algjörlega á það í kvöld. Ísland mætir Serbíu á föstudag klukkan 19:30. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Áhyggjurnar fyrir leik voru helstar þær að þetta unga og reynslulitla, óslípaða íslenska lið yrði eins og lamb leitt til slátrunar. Þær myndu, eins og maður segir á góðri íslensku, steinliggja og skíttapa. Rúmlega helmingur hópsins var að spila á HM í fyrsta sinn, undir skærum ljósum og miklum hávaða í höllinni í Stuttgart, gegn fáránlega furðulegu þýsku leikkerfi án línumanns. Stelpurnar okkar stóðu sig hins vegar með prýði og létu stressið ekki stíga sér til höfuðs, byrjuðu leikinn vel og tóku forystuna fyrst um sinn. Ef eitthvað er áttu þær þýsku erfiðara með aðstæður í upphafi leiks. Fjórtán tapaðir boltar er hins vegar allt, allt of mikið og oft algjör óþarfi. Verst var að horfa upp á tvær misheppnaðar sendingar í röð þegar Ísland var í séns á hraðaupphlaupi. Þær hefðu getað minnkað muninn í eitt mark, 24-23, með rúmar tíu mínútur. Og þó íslenska vörnin hafi oft staðið vel sást greinilega að þetta lið hefur ekki spilað mikið saman og átti mjög erfitt með að stoppa þýsku sóknina þegar hún komst á almennilegt skrið. Líkamlegi munurinn á milli liðanna var líka alveg ofboðslegur, þær þýsku voru að meðaltali svona höfðinu stærri en stelpurnar okkar og maður leyfir sér að skjóta á að þær lyfti töluvert þyngra, þar á Ísland aðeins í land. Serbarnir verða ekki mikið minni eða léttari í næsta leik Íslands á föstudag. Þær serbnesku stútuðu Úrúgvæ örugglega í kvöld og sitja á toppi riðilsins. Þar er Ísland aftur lægra skrifaða liðið en frammistaðan í kvöld gefur góð fyrirheit. Nú verður ekki lengur talað um nýliðana níu í íslenska HM hópnum, þær hlutu eldskírn í kvöld og eiga eftir að ná hærri hæðum. Andreu Jacobsen og hennar rúmlegu 180 sentimetrum var sárt saknað í kvöld. Hún verður ekki klár í slaginn gegn Serbíu og óvíst er með þátttöku hennar á mótinu. Katrín Tinna Jensdóttir átti framúrskarandi leik á línunni, með fleiri stöðvanir en allar hinar samanlagt. Bætti vel upp fyrir fjarveru Elísu Elíasdóttur, þó hún hefði verið mjög velkomin viðbót til að glíma við stóru þýsku skrokkana. Vonandi verður hún orðin góð í öxlinni á föstudag. Díana Dögg Magnúsdóttir var áræðin og óhrædd að keyra á vörnina, fiskaði þrjú víti, en hefði mátt fara betur með boltann. Dana Björg Guðmundsdóttir var orkumikil í vinstra horninu og hvað öflugust af stelpunum okkar, skoraði fjögur mörk, stal boltanum og var í banastuði. Hún mun vera í stóru hlutverki gegn Serbíu, sem er hægara lið og seinna að skila sér til baka. Hraðaupphlaupin munu vonandi skila mörgum mörkum og þá þarf líka að koma hægra horninu inn í leikinn, Þýskaland lokaði algjörlega á það í kvöld. Ísland mætir Serbíu á föstudag klukkan 19:30. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira