Gefa út lag með látnum syni og félaga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. nóvember 2025 23:32 Hjörleifur Björnsson og Bjartur Skjaldarson hafa unnið að útgáfu lagsins undanfarið. Hjörleifur segir það lýsa vel hvernig börnum sem glíma við fíknivanda líður en hann missti son sinn í september eftir langa baráttu við fíkn. Vísir/Anton Fíknivandi ungs fólks hefur áhrif á allt samfélagið sem þarf að fara að vakna og bregðast við. Þetta segir ungur maður sem glímt hefur við fíkn, það gangi ekki að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Árið 2021 dvöldu þeir Hávarður Máni Hjörleifsson og Bjartur Skjaldarson saman í sex mánuði á meðferðarheimilinu Lækjarbakka. Þar fóru þeir að skapa saman tónlist. Eitt af lögunum sem urðu til er Tíminn er að renna upp. Textinn er eftir Hávarð og lýsir erfiðleikunum fylgja því að vera í vímefnaneyslu. Hávarður tók sitt eigið líf í september á þessu ári aðeins tvítugur að aldri, fjórum árum eftir að lagið var samið en hann hafði glímt við fíknivanda frá tólf ára aldri. Lagið var aldrei gefið út á sínum tíma. Faðir Hávarðar fékk það sent eftir andlát hans og ákvað þá að tala við Bjart og gefa það út. Þeir fengu Bjarka Ómarsson til að hjálpa sér við það. „Við urðum bara svo ótrúlega hrifin af þessu lagi og okkur fannst við bara þurfa að gera eitthvað við þetta. Hann er svo ótrúlega fullkomlega einlægur í laginu og þetta sýnir manni svo ótrúlega vel hvernig þessum krökkum líður sem eru í þessum sporum,“ segir Hjörleifur Björnsson faðir Hávarðar. Bjartur og Hávarður voru sautján ára þegar þeir kynntust á meðferðarheimilinu og náðu strax vel saman. Báðir voru greindir með ADHD og áttu erfitt í skólakerfinu. Saga Bjarts úr skólakerfinu er eins og svo margra annarra sem finna sig ekki þar. Hann var orkumikill krakki sem átti erfitt með að vera kyrr og einbeita sér. Hann segist því fljótt hafa fengið á sig stimpil. „Stimpillinn að þú getir ekki lært. Þannig að maður byrjar einhvern veginn bara að trúa því einhvern veginn og án þess að fatta það. Þetta étur í sjálfstraustið hjá manni stanslaust,“ segir Bjartur. Hjörleifur segir skólagöngu Hávarðar líka hafa verið erfiða. „Skólakerfið eins og það er byggt upp í dag það er ekki í stakk búið að takast á við börn sem passa ekki inn í rammann. Það er það sem við horfðum upp á gerast með son okkar. Það er svona kannski númer eitt. Ef það hefði verið gert betur hvað hefði þá gerst. Maður veit það ekki.“ Bjartur segist alltaf hafa verið hvatvís og ákafur í flestu sem tekur sér fyrir hendur. Hann telur það hafa skipt sköpum þegar kemur að fíkninni. „Ég prófaði nikótín í fyrsta skipti þrettán ára og mér fannst það geggjað og þá byrjaði ég að hugsa, bara út frá nikótíni, hvernig líður mér þá af þessu hinu. “ Hann fór fljótlega eftir þetta að drekka áfengi og neyslan fór hratt úr böndunum. Fimmtán ára dvaldi hann í fyrsta sinn á meðferðarstofnun. „Það er eins og eitthvað taki yfir mann og maður missir stjórn og maður skilur ekkert í því. Síðan er þetta verst fyrir fólkið í kringum mann. Það er það versta.“ Bjartur hefur verið á beinu brautinni um nokkurt skeið og líður ágætlega. Hann segir sorglegt að fylgjast með umræðunni um úrræðaleysi fyrir ungt fólk í fíknivanda en það gangi ekki að úrræðum fækki á meðan vandinn vaxi. Hann sjálfur eigi góðar minningar frá því hann dvaldi á Lækjarbakka en því meðferðarheimili var lokað eftir að mygla fannst þar. „Þetta er bara ekki í lagi. Ég var að segja við móður mína um daginn vá hvað ég er þakklátur fyrir að hafa gengið í gengum þetta aðeins fyrr miðað við stöðuna núna.“ Hávarður Máni lést í september á þessu ári tvítugur að aldri. Ef einhver ágóði verður af laginu mun hann renna til Olnbogabarna sem eru samtök sem berjast fyrir betri úrræðum fyrir börn og ungmenni með áhættuhegðun. Hjörleifur segir mikilvægt að brugðist verði við þeirri erfiðu stöðu sem uppi í málaflokknum. „Við viljum sjá gerðar róttækar kerfisbreytingar sem gera það að verkum að krakkar sem finna sig í þessari stöðu og fjölskyldur þeirra fái viðeigandi aðstoð.“ Bjartur tekur í sama streng og segir almenning verða að átta sig á hversu slæm staðan sé orðin. „Fólk þarf að vakna. Bara Ísland þarf að vakna. Þetta eru ekki bara þessi börn og foreldrar þessa barna og fíklar sem eru að gjalda fyrir þetta. Þetta er bara allt samfélagið bókstaflega.“ Fíkn Tengdar fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir. 22. september 2025 11:23 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Árið 2021 dvöldu þeir Hávarður Máni Hjörleifsson og Bjartur Skjaldarson saman í sex mánuði á meðferðarheimilinu Lækjarbakka. Þar fóru þeir að skapa saman tónlist. Eitt af lögunum sem urðu til er Tíminn er að renna upp. Textinn er eftir Hávarð og lýsir erfiðleikunum fylgja því að vera í vímefnaneyslu. Hávarður tók sitt eigið líf í september á þessu ári aðeins tvítugur að aldri, fjórum árum eftir að lagið var samið en hann hafði glímt við fíknivanda frá tólf ára aldri. Lagið var aldrei gefið út á sínum tíma. Faðir Hávarðar fékk það sent eftir andlát hans og ákvað þá að tala við Bjart og gefa það út. Þeir fengu Bjarka Ómarsson til að hjálpa sér við það. „Við urðum bara svo ótrúlega hrifin af þessu lagi og okkur fannst við bara þurfa að gera eitthvað við þetta. Hann er svo ótrúlega fullkomlega einlægur í laginu og þetta sýnir manni svo ótrúlega vel hvernig þessum krökkum líður sem eru í þessum sporum,“ segir Hjörleifur Björnsson faðir Hávarðar. Bjartur og Hávarður voru sautján ára þegar þeir kynntust á meðferðarheimilinu og náðu strax vel saman. Báðir voru greindir með ADHD og áttu erfitt í skólakerfinu. Saga Bjarts úr skólakerfinu er eins og svo margra annarra sem finna sig ekki þar. Hann var orkumikill krakki sem átti erfitt með að vera kyrr og einbeita sér. Hann segist því fljótt hafa fengið á sig stimpil. „Stimpillinn að þú getir ekki lært. Þannig að maður byrjar einhvern veginn bara að trúa því einhvern veginn og án þess að fatta það. Þetta étur í sjálfstraustið hjá manni stanslaust,“ segir Bjartur. Hjörleifur segir skólagöngu Hávarðar líka hafa verið erfiða. „Skólakerfið eins og það er byggt upp í dag það er ekki í stakk búið að takast á við börn sem passa ekki inn í rammann. Það er það sem við horfðum upp á gerast með son okkar. Það er svona kannski númer eitt. Ef það hefði verið gert betur hvað hefði þá gerst. Maður veit það ekki.“ Bjartur segist alltaf hafa verið hvatvís og ákafur í flestu sem tekur sér fyrir hendur. Hann telur það hafa skipt sköpum þegar kemur að fíkninni. „Ég prófaði nikótín í fyrsta skipti þrettán ára og mér fannst það geggjað og þá byrjaði ég að hugsa, bara út frá nikótíni, hvernig líður mér þá af þessu hinu. “ Hann fór fljótlega eftir þetta að drekka áfengi og neyslan fór hratt úr böndunum. Fimmtán ára dvaldi hann í fyrsta sinn á meðferðarstofnun. „Það er eins og eitthvað taki yfir mann og maður missir stjórn og maður skilur ekkert í því. Síðan er þetta verst fyrir fólkið í kringum mann. Það er það versta.“ Bjartur hefur verið á beinu brautinni um nokkurt skeið og líður ágætlega. Hann segir sorglegt að fylgjast með umræðunni um úrræðaleysi fyrir ungt fólk í fíknivanda en það gangi ekki að úrræðum fækki á meðan vandinn vaxi. Hann sjálfur eigi góðar minningar frá því hann dvaldi á Lækjarbakka en því meðferðarheimili var lokað eftir að mygla fannst þar. „Þetta er bara ekki í lagi. Ég var að segja við móður mína um daginn vá hvað ég er þakklátur fyrir að hafa gengið í gengum þetta aðeins fyrr miðað við stöðuna núna.“ Hávarður Máni lést í september á þessu ári tvítugur að aldri. Ef einhver ágóði verður af laginu mun hann renna til Olnbogabarna sem eru samtök sem berjast fyrir betri úrræðum fyrir börn og ungmenni með áhættuhegðun. Hjörleifur segir mikilvægt að brugðist verði við þeirri erfiðu stöðu sem uppi í málaflokknum. „Við viljum sjá gerðar róttækar kerfisbreytingar sem gera það að verkum að krakkar sem finna sig í þessari stöðu og fjölskyldur þeirra fái viðeigandi aðstoð.“ Bjartur tekur í sama streng og segir almenning verða að átta sig á hversu slæm staðan sé orðin. „Fólk þarf að vakna. Bara Ísland þarf að vakna. Þetta eru ekki bara þessi börn og foreldrar þessa barna og fíklar sem eru að gjalda fyrir þetta. Þetta er bara allt samfélagið bókstaflega.“
Fíkn Tengdar fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir. 22. september 2025 11:23 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir. 22. september 2025 11:23
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent