„Okkar konur eiga meira skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 16:33 Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik á HM á miðvikudaginn, fyrir framan stappfulla höll í Stuttgart. Getty/marijan Murat Formaður þýska handknattleikssambandsins segir það reginhneyksli að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ARD og ZDF skuli ekki ætla að gera HM kvenna góð skil fyrr en komi að átta liða úrslitum. Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira