Handbolti

Ráð­herra mættur á HM: „Verður mikil stemning“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðmundur Ingi og Sérsveitin.
Guðmundur Ingi og Sérsveitin. vísir

Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að styðja stelpurnar okkur til sigurs gegn Serbíu á HM í handbolta í kvöld.

Guðmundur mætti líka á fyrsta leik Íslands gegn Þýskalandi og var ánægður með frammistöðuna hjá liðinu.

Stuðningsmönnum Íslands fjölgaði síðan töluvert í dag, Sérsveitin er mætt á svæðið, og margfalt fleiri Íslendingar verða á leiknum í kvöld en voru á fyrsta leiknum.

Ráðherrann var mættur á Hotel Jaz, þar sem hann hitti stuðningsmannasveitina, og veitti viðtal.

„Ég hef mikla trú á því, að ef þær spila eins og á móti Þjóðverjum, þá verði þær í góðum málum í kvöld… Við vorum mjög fá á fyrsta leiknum en það verður mikil stemning núna. Við hlökkum öll til að sjá þær standa sig vel á móti Serbum“ sagði Guðmundur Ingi, hann fer heim á morgun en ætlar að halda áfram að fylgjast með stelpunum okkar í sjónvarpinu.

Guðmundur náði að slá tvær flugur í einu höggi og sinnti embættisstörfum sínum í ferðinni þegar hann fór á fund með bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur, sem er einnig á mótinu.

Viðtal við Guðmund Inga og fleiri hressa Íslendinga í Stuttgart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Ráðherrann styður stelpurnar okkar til sigurs

Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×