Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir og Ingólfur Á. Jóhannesson skrifa 30. nóvember 2025 13:04 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun