54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2025 07:47 Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun