Fótbolti

EM 2029 haldið í Þýska­landi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þýskaland hefur unnið EM í bæði skiptin sem mótið hefur farið fram þar í landi.
Þýskaland hefur unnið EM í bæði skiptin sem mótið hefur farið fram þar í landi. Christoph Gollnow/picture alliance via Getty Images

EM kvenna í fótbolta árið 2029 verður haldið í Þýskalandi. Aleksandr Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, opinberaði ákvörðunina í höfuðstöðvum UEFA í dag.

Valið stóð milli þriggja aðila sem lögðu fram gestgjafatilboð. Auk Þýskalands vildu Pólverjar halda mótið sem og Danmörk og Svíþjóð í sameiningu.

Ceferin sagði alla þrjá kosti frábæra en að Þýskaland hefði orðið fyrir valinu.  Ítalía og Portúgal höfðu einnig lagt fram tilboð en drógu þau til baka áður en að valinu kom.

Mótið verður haldið í Þýskalandi í þriðja skipti og í fyrsta sinn í 28 ár, en Þjóðverjar unnu mótið á heimavelli árið 2001. Liðið vann einnig mótið þegar það var haldið í Vestur-Þýskalandi árið 1989.

Þjóðverjar komust í úrslit á EM í Sviss í sumar þar sem Spánverjar fögnuðu sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×