„Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. desember 2025 08:02 Lítill tími gefst til hvíldar á heimsmeistaramótinu í handbolta. vísir Stelpurnar okkar standa ekki bara í ströngu á HM í handbolta þessa dagana heldur eru þær margar í miðjum lokaprófum líka. Þessu vilja þær og landsliðsþjálfarinn breyta. Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Sjá meira
Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Sjá meira