Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar 4. desember 2025 08:30 Að vera kona er merkilegt hlutskipti. Reglulega gerist það að verund þín er þurrkuð út. Eins og hendi sé veifað. Verund konu þykir enda ómerkilegt fyrirbæri og ekkert tiltökumál þó að hún sé þurrkuð út. Þannig hefur það jú alltaf verið og af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi núna? Ég hélt satt að segja að við hér í jafnréttisparadísinni Íslandi værum komin lengra. Ég hélt að við værum komin á þann stað að við konur þyrftum ekki lengur að berjast fyrir því að fá að vera til þó að við tækjum þá ákvörðun að eignast barn en það var greinilega grundvallarmisskilningur. Núna í lok fyrsta aldarfjórðungs 21. aldar á Íslandi þykir stjórnmálakonum sjálfsagt að tala eins og leikskólar og réttindi kvenna tengist ekki. Það sé bara engin tenging á milli þess að konur vilji eiga möguleika á að fara út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof og leikskóla. Stjórnmálakonum. Ég endurtek: Stjórnmálakonum. Mér þykir þetta vægt sagt alveg stórundarlegt mál. Ég skil ekki hvernig það getur gerst á ekki lengri tíma að konur – konur í stjórnmálum – þurrki kvennabaráttuna út með jafn afgerandi hætti. Virðingarleysið sem stjórnmálakonur sýna ungum mæðrum á Íslandi er slíkt að undir því verður ekki setið. Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifaði grein hér á Vísi í fyrradag þar sem hann leggur út af orðum mínum um þessi mál – grein sem verður til þess að ég get ekki orða bundist og lít á það sem skyldu mína að tjá mig hér á opinberum vettvangi og fylgja þannig eftir því sem ég hef látið frá mér fara um þessi mál á Fésbókinni. Það vill svo til að forsætisráðherra okkar er ung kona. Ung kona sem á börn. Fyrrverandi utanríkisráðherra var ung kona sem á börn. Núverandi utanríkisráðherra var einu sinni ung kona í stjórnmálum og átti og á börn. Þingmenn okkar af kvenkyni mörg síðustu ár og áratugi hafa verið ungar konur sem hafa átt börn. Hvernig geta konur verið svona fljótar að gleyma? Ætla þær afkomendum sínum á hverjum tíma að heyja sömu baráttuna upp á nýtt? Baráttuna um að fá að vera til þótt þær séu konur? Konur hafa nefnilega áhuga á stjórnmálum. Þær hafa áhuga á að verða rithöfundar. Þær hafa áhuga að verða forstjórar. Þær hafa áhuga að verða skipstjórar. Þær hafa áhuga á að verða flugstjórar. Þær hafa áhuga að verða fræðimenn. Þær hafa áhuga að fá að vera til um leið og þær leyfa sér að eiga börn. Þær eru ekki allar til í að vera í fæðingarorlofi í þrjú ár með hverju barni og setja þannig líf sitt á pásu fyrir barnið. Þær eru ekki allar tilbúnar til þess að fórna sjálfri sér fyrir barnið þó að þær elski barnið takmarkalaust og skilyrðislaust eins og við gerum flestar. Þetta makalausa tal um að leikskólar séu „menntastofnanir“ og ekkert annað er ótrúlegt fyrirbæri. Ég hefði gaman að því að blaðamenn spyrðu foreldra og starfsmenn á leikskólum hinna Norðurlandanna hvert væri hlutverk leikskóla. Stjórnmálakonur á Íslandi hafa ákveðið að gerast málsvarar leikskólakennara og -stjóra sem eru höfundarnir að þessum slitum á milli réttinda kvenna og leikskólavistar barna. Konur í miklum meirihluta. Konur komnar af barneignaraldri – ömmur – eins og ég. Það er forgangurinn. Hópurinn sem íslenskar stjórnmálakonur hafa ákveðið að standa vörð um. Konur sem starfa á leikskólum. Þær eiga svo bágt. Streitan er þvílík á leikskólum að starfsumhverfið er heilsuspillandi. Það hefur gjörbreyst frá fyrri tíð. Hér í eina tíð gátu leikskólastjórar og -kennarar tekið á móti tveimur hópum barna á dag. Öðrum fyrir hádegi og hinum eftir hádegi. Vinnudegi leikskólans var ekki lokið fyrr en klukkan kortér yfir fimm ef ég man rétt. Og hann hófst fyrir klukkan átta – líklega hálfátta. En auðvitað mættu ekki allir starfsmenn á sama tíma né hættu á sama tíma. Stjórnmálakonum á Íslandi er hinsvegar skítsama um ungar mæður. Þær geta étið það sem úti frýs – eða ekki er annað að heyra. Þannig sé ég það. Ég hef mótmælt þessari stöðu harðlega og mun halda því áfram svo lengi sem þess er þörf. Ég á systkinadætur, dóttur og dótturdætur. Ég ætla ekki að horfa upp á stjórnmálakonur þurrka út verund okkar kvenna án þess að hreyfa mótbárum. Ég er kona. Ég elska börn og ég virði leikskólakennarastarfið mikils. Fáar stofnanir hef ég álitið mikilvægari í gegnum tíðina en leikskóla. Hysteríu virði ég einskis og mæðrahyggju fyrirlít ég af innstu hjartarótum. Mæðrahyggju sem gengur út á ýta að konum þeirri hugmynd að heill barnsins sé undir því komin að móðirin fórni sjálfi sínu og tilvist fyrir það. Heill móður og barns fer saman. Móður sem líður vel í eigin skinni og sinnir sjálfi sínu af heilindum er barninu hollust. Góður heilsdagsleikskóli er barninu hollur – það þekkjum við og vitum öll. Ég efast ekkert um að leikskólarnir eiga við vanda að etja hvað varðar starfsmannahald – það er ekki mál foreldra að leysa þann vanda. Þar er margt að athuga og margt hægt að gera. Það er ekki boðlegt á 21. öld, í landi sem þykist vera í forystu hvað varðar jafnrétti kynjanna, að bjóða okkur upp á stjórnmál sem brjóta niður grundvallarréttindi kvenna. Grundvallarréttindi sem tók áratugi að ávinna. Í landi með konur í forystu hvert sem litið er. Það hlýtur að vera að stjórnmálafólk í slíku samfélagi eigi að vita betur. Höfundur er dóttir, kona, móðir og amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera kona er merkilegt hlutskipti. Reglulega gerist það að verund þín er þurrkuð út. Eins og hendi sé veifað. Verund konu þykir enda ómerkilegt fyrirbæri og ekkert tiltökumál þó að hún sé þurrkuð út. Þannig hefur það jú alltaf verið og af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi núna? Ég hélt satt að segja að við hér í jafnréttisparadísinni Íslandi værum komin lengra. Ég hélt að við værum komin á þann stað að við konur þyrftum ekki lengur að berjast fyrir því að fá að vera til þó að við tækjum þá ákvörðun að eignast barn en það var greinilega grundvallarmisskilningur. Núna í lok fyrsta aldarfjórðungs 21. aldar á Íslandi þykir stjórnmálakonum sjálfsagt að tala eins og leikskólar og réttindi kvenna tengist ekki. Það sé bara engin tenging á milli þess að konur vilji eiga möguleika á að fara út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof og leikskóla. Stjórnmálakonum. Ég endurtek: Stjórnmálakonum. Mér þykir þetta vægt sagt alveg stórundarlegt mál. Ég skil ekki hvernig það getur gerst á ekki lengri tíma að konur – konur í stjórnmálum – þurrki kvennabaráttuna út með jafn afgerandi hætti. Virðingarleysið sem stjórnmálakonur sýna ungum mæðrum á Íslandi er slíkt að undir því verður ekki setið. Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifaði grein hér á Vísi í fyrradag þar sem hann leggur út af orðum mínum um þessi mál – grein sem verður til þess að ég get ekki orða bundist og lít á það sem skyldu mína að tjá mig hér á opinberum vettvangi og fylgja þannig eftir því sem ég hef látið frá mér fara um þessi mál á Fésbókinni. Það vill svo til að forsætisráðherra okkar er ung kona. Ung kona sem á börn. Fyrrverandi utanríkisráðherra var ung kona sem á börn. Núverandi utanríkisráðherra var einu sinni ung kona í stjórnmálum og átti og á börn. Þingmenn okkar af kvenkyni mörg síðustu ár og áratugi hafa verið ungar konur sem hafa átt börn. Hvernig geta konur verið svona fljótar að gleyma? Ætla þær afkomendum sínum á hverjum tíma að heyja sömu baráttuna upp á nýtt? Baráttuna um að fá að vera til þótt þær séu konur? Konur hafa nefnilega áhuga á stjórnmálum. Þær hafa áhuga á að verða rithöfundar. Þær hafa áhuga að verða forstjórar. Þær hafa áhuga að verða skipstjórar. Þær hafa áhuga á að verða flugstjórar. Þær hafa áhuga að verða fræðimenn. Þær hafa áhuga að fá að vera til um leið og þær leyfa sér að eiga börn. Þær eru ekki allar til í að vera í fæðingarorlofi í þrjú ár með hverju barni og setja þannig líf sitt á pásu fyrir barnið. Þær eru ekki allar tilbúnar til þess að fórna sjálfri sér fyrir barnið þó að þær elski barnið takmarkalaust og skilyrðislaust eins og við gerum flestar. Þetta makalausa tal um að leikskólar séu „menntastofnanir“ og ekkert annað er ótrúlegt fyrirbæri. Ég hefði gaman að því að blaðamenn spyrðu foreldra og starfsmenn á leikskólum hinna Norðurlandanna hvert væri hlutverk leikskóla. Stjórnmálakonur á Íslandi hafa ákveðið að gerast málsvarar leikskólakennara og -stjóra sem eru höfundarnir að þessum slitum á milli réttinda kvenna og leikskólavistar barna. Konur í miklum meirihluta. Konur komnar af barneignaraldri – ömmur – eins og ég. Það er forgangurinn. Hópurinn sem íslenskar stjórnmálakonur hafa ákveðið að standa vörð um. Konur sem starfa á leikskólum. Þær eiga svo bágt. Streitan er þvílík á leikskólum að starfsumhverfið er heilsuspillandi. Það hefur gjörbreyst frá fyrri tíð. Hér í eina tíð gátu leikskólastjórar og -kennarar tekið á móti tveimur hópum barna á dag. Öðrum fyrir hádegi og hinum eftir hádegi. Vinnudegi leikskólans var ekki lokið fyrr en klukkan kortér yfir fimm ef ég man rétt. Og hann hófst fyrir klukkan átta – líklega hálfátta. En auðvitað mættu ekki allir starfsmenn á sama tíma né hættu á sama tíma. Stjórnmálakonum á Íslandi er hinsvegar skítsama um ungar mæður. Þær geta étið það sem úti frýs – eða ekki er annað að heyra. Þannig sé ég það. Ég hef mótmælt þessari stöðu harðlega og mun halda því áfram svo lengi sem þess er þörf. Ég á systkinadætur, dóttur og dótturdætur. Ég ætla ekki að horfa upp á stjórnmálakonur þurrka út verund okkar kvenna án þess að hreyfa mótbárum. Ég er kona. Ég elska börn og ég virði leikskólakennarastarfið mikils. Fáar stofnanir hef ég álitið mikilvægari í gegnum tíðina en leikskóla. Hysteríu virði ég einskis og mæðrahyggju fyrirlít ég af innstu hjartarótum. Mæðrahyggju sem gengur út á ýta að konum þeirri hugmynd að heill barnsins sé undir því komin að móðirin fórni sjálfi sínu og tilvist fyrir það. Heill móður og barns fer saman. Móður sem líður vel í eigin skinni og sinnir sjálfi sínu af heilindum er barninu hollust. Góður heilsdagsleikskóli er barninu hollur – það þekkjum við og vitum öll. Ég efast ekkert um að leikskólarnir eiga við vanda að etja hvað varðar starfsmannahald – það er ekki mál foreldra að leysa þann vanda. Þar er margt að athuga og margt hægt að gera. Það er ekki boðlegt á 21. öld, í landi sem þykist vera í forystu hvað varðar jafnrétti kynjanna, að bjóða okkur upp á stjórnmál sem brjóta niður grundvallarréttindi kvenna. Grundvallarréttindi sem tók áratugi að ávinna. Í landi með konur í forystu hvert sem litið er. Það hlýtur að vera að stjórnmálafólk í slíku samfélagi eigi að vita betur. Höfundur er dóttir, kona, móðir og amma.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun