Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar 5. desember 2025 07:46 Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar