„Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar 5. desember 2025 15:01 Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tré Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun