Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar 8. desember 2025 09:32 Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni. Lokun endurhæfingar á Kristnesi um helgar hefur vakið sterk og skiljanleg viðbrögð en þar vantar átta stöðugildi svo hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Mikið álag hefur verið á lyflækningadeild og einnig ríkir óvissa vegna fyrirhugaðra uppsagna ferliverkasamninga við sérgreinalækna og hafa þrír læknar sagt upp. Þetta er keðjuverkandi mönnunarvandi sem snertir allt kerfið á svæðinu og því er nauðsynlegt að leita fjölbreyttra og samþættra leiða til að leysa hann. Mönnun hefst í skólakerfinu Nauðsynlegt er að ráðist verði í markvisst kynningarátak í framhaldsskólum á Norðurlandi þar sem námstækifæri í hjúkrun, sjúkraliðanámi, læknisfræði og öðrum heilbrigðisgreinum eru kynnt. Skilaboðin þurfa að vera skýr: hér eru tækifæri til starfa, hér er framtíð. Hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er nú kennt sem lotunám en fjöldi nemenda af Norðausturlandi mætti vera mun meiri. Þá er enn beðið eftir hermisetri hjúkrunarfræðideildarinnar en það er nauðsynlegt til að styrkja aðstöðu fyrir verklega kennslu og þjálfun og þar með fjölga nemendum. Viðurkenna þarf að landsbyggðin er dýrari og læra af reynslu Norðmanna Það er einfaldlega dýrara að reka heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Því þarf að tryggja aukið fjármagn til SAk ásamt svigrúmi til launahvata og sértækra mönnunarúrræða. Við eigum jafnframt að horfa til þess sem Norðmenn hafa gert, þar sem öflugar fjarlækningar, sérhæfð þjónusta á svæðissjúkrahúsum og markvissir hvatar hafa verið notaðir til að tryggja örugga þjónustu á landsbyggðunum. Sveitarfélagið verður líka að axla ábyrgð Akureyri á að vera raunhæfur kostur fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem vill byggja líf sitt og starf á Norðurlandi. Við þurfum að fara í heildstæða skoðun á því hvað sveitarfélagið getur gert til að laða að fólk í nánu samstarfi við ríki og heilbrigðisstofnanir. Fráflæðisvandinn Fráflæðisvandi er nú þegar að þrýsta á lyflækningadeild SAk og endurhæfingu á Kristnesi. Ákvörðunin um að loka Kristnesi um helgar mun gera þennan vanda verri. Það að 22 hjúkrunarrými á Hlíðarheimilinu hafi verið lokuð í nokkur ár er ólíðandi í þeirri stöðu sem nú er uppi. Það þarf að hraða opnun þessara rýma sem frekast er unnt og jafnframt skoða aðrar lausnir í millitíðinni til að mæta alvarlegum fráflæðis- og húsnæðisvanda. Bráðaaðgerðir og langtímaáætlun Við þurfum bæði tafarlausar aðgerðir og skýra langtímasýn. Nú þegar þarf að tryggja mönnun á lyflækningadeild, verja endurhæfingu á Kristnesi og hraða opnun rýma á Hlíð. Á sama tíma liggur fyrir að byggja við Sjúkrahúsið á Akureyri og reisa nýtt hjúkrunarheimili. Spurningin sem við verðum að svara núna er einföld: hvernig ætlum við að manna þessa viðbót? Ef ekki er gripið inn í nú þegar stöndum við frammi fyrir því að geta ekki lengur haldið uppi þeirri frábæru þjónustu sem starfsfólk á SAk, HSN og Heilsuvernd sinnir. Góð skilyrði eru fyrir því að byggja upp trausta og framsækna heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Starfshópurinn sem nú vinnur að málinu þarf að horfa heildstætt á vandann og leita fjölbreyttra lausna í þverfaglegu samstarfi ráðuneyta og hlutaðeigenda. Þar þurfa sérstaklega að koma að ráðuneyti mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og byggðamála, því aðeins með slíku samspili náum við varanlegum árangri. Höfundur er oddviti Framsóknar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni. Lokun endurhæfingar á Kristnesi um helgar hefur vakið sterk og skiljanleg viðbrögð en þar vantar átta stöðugildi svo hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Mikið álag hefur verið á lyflækningadeild og einnig ríkir óvissa vegna fyrirhugaðra uppsagna ferliverkasamninga við sérgreinalækna og hafa þrír læknar sagt upp. Þetta er keðjuverkandi mönnunarvandi sem snertir allt kerfið á svæðinu og því er nauðsynlegt að leita fjölbreyttra og samþættra leiða til að leysa hann. Mönnun hefst í skólakerfinu Nauðsynlegt er að ráðist verði í markvisst kynningarátak í framhaldsskólum á Norðurlandi þar sem námstækifæri í hjúkrun, sjúkraliðanámi, læknisfræði og öðrum heilbrigðisgreinum eru kynnt. Skilaboðin þurfa að vera skýr: hér eru tækifæri til starfa, hér er framtíð. Hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er nú kennt sem lotunám en fjöldi nemenda af Norðausturlandi mætti vera mun meiri. Þá er enn beðið eftir hermisetri hjúkrunarfræðideildarinnar en það er nauðsynlegt til að styrkja aðstöðu fyrir verklega kennslu og þjálfun og þar með fjölga nemendum. Viðurkenna þarf að landsbyggðin er dýrari og læra af reynslu Norðmanna Það er einfaldlega dýrara að reka heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Því þarf að tryggja aukið fjármagn til SAk ásamt svigrúmi til launahvata og sértækra mönnunarúrræða. Við eigum jafnframt að horfa til þess sem Norðmenn hafa gert, þar sem öflugar fjarlækningar, sérhæfð þjónusta á svæðissjúkrahúsum og markvissir hvatar hafa verið notaðir til að tryggja örugga þjónustu á landsbyggðunum. Sveitarfélagið verður líka að axla ábyrgð Akureyri á að vera raunhæfur kostur fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem vill byggja líf sitt og starf á Norðurlandi. Við þurfum að fara í heildstæða skoðun á því hvað sveitarfélagið getur gert til að laða að fólk í nánu samstarfi við ríki og heilbrigðisstofnanir. Fráflæðisvandinn Fráflæðisvandi er nú þegar að þrýsta á lyflækningadeild SAk og endurhæfingu á Kristnesi. Ákvörðunin um að loka Kristnesi um helgar mun gera þennan vanda verri. Það að 22 hjúkrunarrými á Hlíðarheimilinu hafi verið lokuð í nokkur ár er ólíðandi í þeirri stöðu sem nú er uppi. Það þarf að hraða opnun þessara rýma sem frekast er unnt og jafnframt skoða aðrar lausnir í millitíðinni til að mæta alvarlegum fráflæðis- og húsnæðisvanda. Bráðaaðgerðir og langtímaáætlun Við þurfum bæði tafarlausar aðgerðir og skýra langtímasýn. Nú þegar þarf að tryggja mönnun á lyflækningadeild, verja endurhæfingu á Kristnesi og hraða opnun rýma á Hlíð. Á sama tíma liggur fyrir að byggja við Sjúkrahúsið á Akureyri og reisa nýtt hjúkrunarheimili. Spurningin sem við verðum að svara núna er einföld: hvernig ætlum við að manna þessa viðbót? Ef ekki er gripið inn í nú þegar stöndum við frammi fyrir því að geta ekki lengur haldið uppi þeirri frábæru þjónustu sem starfsfólk á SAk, HSN og Heilsuvernd sinnir. Góð skilyrði eru fyrir því að byggja upp trausta og framsækna heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Starfshópurinn sem nú vinnur að málinu þarf að horfa heildstætt á vandann og leita fjölbreyttra lausna í þverfaglegu samstarfi ráðuneyta og hlutaðeigenda. Þar þurfa sérstaklega að koma að ráðuneyti mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og byggðamála, því aðeins með slíku samspili náum við varanlegum árangri. Höfundur er oddviti Framsóknar á Akureyri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun