Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2025 07:03 Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna í Alaska í sumar. EPA/GAVRIIL GRIGOROV, SPUTNIK Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. Báðir virðast sammála um að helstu andstæðingar þeirra séu Evrópumenn. Ríkisstjórn Trump segist ætla að styðja stjórnmálaöfl í Evrópu sem séu hlynnt MAGA-hreyfingunni og saka Trump-liðar ráðamenn í Evrópu um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað gert. Trump hefur lýst Evrópu sem hnignandi heimsálfu og sagt marga ráðamenn þar heimska og veikburða. Þegar kemur að átökunum sjálfum verjast Úkraínumenn enn í Pokrovsk þó staðan þar sé mjög erfið fyrir þá og ráðamenn í Úkraínu þvertaka fyrir að hörfa frá því svæði sem þeir halda enn í Dónetsk-héraði, eins og Rússar hafa ítrekað krafist. Enn gera Rússar linnulausar árásir á borgir og bæi Úkraínu með eldflaugum og langdrægum sjálfsprengidrónum og stórir hlutar Úkraínu eru án rafmagns á hverjum degi. Úkraínumenn hafa haldið áfram árásum sínum og olíu- og gasinnviði í Rússlandi, í þeim tilgangi að draga úr tekjum rússneska ríkisins. Nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna í garð Rússlands hafa ekki borið mikinn árangur enn. Sjá einnig: Trump stendur loks við stóru orðin Útlit er fyrir að Úkraínumenn leggi nú meiri áherslu á árásir á skip í skuggaflotanum svokallaða, sem Rússar nota til að selja olíu þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Bæði hafa árásir verið gerðar á dælustöðvar og skip að undanförnu, eins og í gær. Úkraínumenn birtu myndband af árásinni á Svartahafi í gær. 🇺🇦Sea Baby drones hit a 🇷🇺 tanker heading to Novorossiysk oil terminal pic.twitter.com/rAVIamhxFD— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 10, 2025 Hér að neðan verður farið yfir stöðuna á víglínunni í Úkraínu, frystar eigur Rússa í Evrópu, friðarviðræður, hvernig þær hafa farið fram, hvort þær séu líklegar til að skila einhverjum árangri og hvað gæti þurft til. Þá verður fjallað um aukið samstarf Rússa og Kínverja og sérstaklega hvað varðar framleiðslu dróna. Úkraínumenn enn í Pokrovsk en staðan erfið Eins og undanfarna mánuði eiga hörðustu átökin í Úkraínu sér stað í og við borgina Pokrovsk í Dónetsk-héraði. Hana hafa Rússar reynt að taka í vel á tvö ár en borgin hefur riðað til falls í þó nokkra mánuði og er að mestu leyti í rúst. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum haldið því fram að borgin sé fallin í hendur rússneskra hermanna en því hafa Úkraínumenn hafnað. Þó er ljóst að Úkraínumenn hafa þurft að hörfa og hafa Rússar sést röngu megin við varnarlínu Úkraínumanna, ef yfir höfuð er hægt að tala um varnarlínu. Sjá einnig: Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Blaðamaður BBC heimsótti svæðið á dögunum og fékk hann þá að sjá sönnun þess að úkraínskir hermenn væru enn í Pokrovsk. Þá veifuðu úkraínskir hermenn úkraínska fánanum í norðurhluta borgarinnar svo hann sást á dróna sem var þar á sveimi. Hermennirnir voru ekki lengi úr skjóli en drónar eru sérstaklega hættulegir í borginni. Rússar eru sagðir nota smá teymi hermanna til að laumast gegnum varnir Úkraínumanna, stundum klæddir sem óbreyttir borgarar, og taka sér upp varnarstöður bakvið víglínuna. Þannig vilji Rússar gera flutninga birgða og hermanna erfiðari fyrir Úkraínumenn. Úkraínumenn segja að flestir þessir rússnesku hermenn séu felldir skömmu eftir að þeir sjást og í flestum tilfellum eru drónar notaðir til verksins. Úkraínskir hermenn sem hafa rætt við blaðamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að of mikil áhersla hafi verið lögð á að halda Pokrovsk, þegar hægt sé að taka upp betri varnarstöður norður af borginni. Tölur um mannfall Rússa við Pokrovsk eru á miklu kreiki en greinendur í Evrópu eru flestir sammála um að telja megi fallna og særða rússneska hermenn við Pokrovsk í tugum þúsunda. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var nýlega af Úkraínumönnum og sýnir veg í átt að Pokrovsk, þar sem Rússar eru sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið sýnir fjölmörg lík hermanna á jörðinni og rússneskan hermann deyja í drónaárás. View from 🇺🇦 drone pic.twitter.com/fGO52Nv4I7— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 7, 2025 Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að Rússar hefðu safnað umfangmiklum herafla við Pokrovsk, þeim stærsta í Úkraínu. Þar væru líklega allt að 170 þúsund rússneskir hermenn. Einnig eru uppi miklar áhyggjur af úkraínskum hermönnum í borginni Myrnohrad. Hún liggur austur af Pokrovsk en hermennirnir þar eru sagðir innlyksa og í mjög erfiðri stöðu. Updated maps showing Russian advances in or around Myrnohrad, Kostiantynivka, and Siversk. The grey zone now extends all around Myrnohrad.https://t.co/sws8AcnOEi https://t.co/VrsoD6xMMU pic.twitter.com/CGqjhruVab— Rob Lee (@RALee85) December 9, 2025 Sirskí sagði að vígvöllurinn við Pokrovsk væri sá mikilvægasti í Úkraínu um þessar mundir, eins og hann hefur verið um nokkuð skeið, og bardagar mjög harðir. Rússar gerðu þrjátíu til fimmtíu árásir á dag á svæðinu. Sækja enn fram í Sapórisjía Þá hafa Rússar einnig sótt hægt fram í Sapórisjía-héraði í suðurhluta Úkraínu. Þar hafa mestir landvinningar Rússa á undanförnum vikum átt sér stað. Fyrr í desember kom fram að Um fjörutíu prósent af þeim landvinningum Rússa í nóvember áttu sér stað í Sapórisjía og það þrátt fyrir að einungis sextán prósent árása þeirra í mánuðinum hafi átt sér stað á því svæði. Þykir það benda til þess að varnir Úkraínumanna séu sérstaklega veikar þar. Úkraínskir hermenn búa sig undir átök í Sapórisjía-héraði.AP/Andriy Andriyenko Talið er að Rússar vilji komast nærri Sapórisjía-borg, svo hún verði í færi fyrir hefðbundin stórskotaliðsvopn. Haft hefur verið eftir úkraínskum hermönnum að svæðið sé ekki hentugt fyrir framsókn á skrið- og bryndrekum og því hafi Rússar notast við smáa hópa hermanna til að finna holur á vörnum Úkraínumanna, ekki ósvipað því sem þeir hafa gert í Pokrovsk. Ráðamenn í Rússlandi hafa einnig lýst því yfir að borgin Kúpíansk sé umkringd og þar séu fjölmargir úkraínskir hermenn innlyksa. Sirskí segir það kolrangt og enn sé barist í borginni. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. NEW: The Kremlin is setting information conditions to reject any meaningful security guarantees for Ukraine by threatening Europe.The Kremlin preemptively rejected the legitimacy of any future Ukrainian government that it does not directly control in response to Ukrainian… pic.twitter.com/eYF82LOtuo— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) December 11, 2025 Viðræður byggja á umdeildri áætlun Miklar viðræður hafa átt sér stað á undanförnum vikum. Viðræðurnar hófust í kjölfar þess að fregnir bárust af því að þeir Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans, auk rússneska auðjöfursins Kirill Dmitríev, sem er sérstakur erindreki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefðu samið nýja friðaráætlun. Sjá einnig: Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Þessari áætlun var fljótt lýst sem óskalista Pútíns og hallaði áætlunin verulega á Úkraínumenn og Evrópu. Þar voru nokkrir liðir sem Úkraínumenn segjast ekki geta sætt sig við, eins og það að þeir eigi að hörfa alfarið frá landsvæðum sem þeir halda enn í Dónetskhéraði og takmarka stærð hers landsins og aðild að bandalögum í skiptum fyrir óljósar öryggistryggingar. Sjá einnig: Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Þá hefur því verið haldið fram að skjalið hafi að miklu leyti byggt á tillögum sem Dmitríev skrifaði skömmu eftir að Trump sneri aftur í Hvíta húsið í janúar. Þá kom í ljós að Witkoff hafði rætt það við Júrí Úsjakóv, aðstoðarmann Pútíns, hvernig rússneski forsetinn gæti haft mest áhrif á Trump og fengið hann á sitt band. Peningarnir frá frúnni í Brussel Áætlunin fjallaði einnig um hvernig nota ætti frysta sjóði Rússa í Evrópu, sem margir leiðtogar í Evrópu vilja nota til að fjármagna varnir Úkraínumanna og rekstur úkraínska ríkisins. Langmest af þessum peningum, eða um 140 milljarðar evra, eru í belgískum bönkum. Samkvæmt bæði skjali Dmitríevs og upprunalegri friðaráætlun Bandaríkjamanna áttu hundrað milljarðar dala úr þessum sjóðum, og hundrað milljarðar frá ríkjum Evrópu, að vera notaðir af Bandaríkjamönnum til fjárfestinga í Úkraínu og áttu þeir að hirða helminginn af mögulegum hagnaði. Losa ætti aðra sjóði Rússa í Evrópu og ætti restin að fara í sameiginlegan fjárfestingarsjóð Bandaríkjamanna og Rússa. Evrópumenn taka þetta ekki í mál og vilja nota peningana til stuðnings Úkraínu, eins og áður hefur komið fram. Pútín og aðrir Rússar hafa lýst þessum ætlunum leiðtoga ESB sem þjófnaði og hóta hörðum viðbrögðum. Ráðamenn í Belgíu auk ráðamanna í Ungverjalandi eru mótfallnir því að hald verði lagt á þessa sjóði. Belgar óttast að sitja uppi með mikið tjón seinna meir. Þeir óttast skaðabótakröfur frá Rússum í framtíðinni og að haldlagningin muni grafa undan vilja ráðamanna annarra ríkja til að geyma fjármuni í Belgíu. Skila enn engum árangri Frá því að friðaráætlunin leit fyrst dagsins ljós hefur hún tekið nokkrum breytingum eftir viðræður milli Bandaríkjamanna annars vegar og Úkraínu- og Evrópumanna hins vegar. Þessar breytingar hafa þó ekki verið opinberaðar, þegar þetta er skrifað á miðvikudegi. Selenskí tjáði sig þó um friðaráætlunina og þær viðræður sem eru að eiga sér stað milli Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Þeir Witkoff og Kushner fóru einnig til Mosvku þar sem þeir funduðu með Pútín, Dmitríev og Úsjakóv í um fimm klukkustundir. Eftir fundinn sögðu Rússar að fundurinn hefði verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur. Engin niðurstaða lægi þó fyrir. Sjá einnig: Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Í kjölfarið sögðu Rússar enn fremur að tillögur Bandaríkjamanna þyrftu umfangsmikla vinnu, áður en þær gætu skilað friði. Nema fyrir Pútín Frá því Trump tók við embætti og hóf viðleitni sína til að koma á friði í Úkraínu hefur hann að mestu reynt að setja þrýsting á Úkraínumenn til að verða við kröfum Rússa en hann hefur ekki beitt Rússa miklum þrýstingi. Pútín hefur aldrei gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að sætta sig við neitt annað en sigur í Úkraínu. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu í greiningu sem kynnt var þingmönnum í október að Pútín væri staðráðnari en nokkru sinni áður í því að halda stríðinu áfram og sigra Úkraínu. Sjá einnig: Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Á engum tímapunkti hefur Trump reynt að sannfæra Pútín um að hann muni ekki vinna stríðið eða að stuðningi við Úkraínu verði ekki hætt. Þess í stað hefur hann ítrekað gefið til kynna að hann sé hársbreidd frá því að standa upp frá borðinu og jafnvel hætta að selja Úkraínumönnum og Evrópu vopn. Með þátttöku í viðræðum má vel færa rök fyrir því að Rússar hafi frá upphafi haft tvö markmið. Annað er að forðast það að Trump herði viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Forsetinn bandaríski hefur að einhverju leyti hert aðgerðir gegn Rússlandi en skort hefur eftirfylgni í kjölfarið. Hitt markmið Rússa hefur verið að reka fleyg milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þar virðast Rússar hafa náð gífurlegum árangri. Samband Evrópu og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og mánuðum en útgáfa nýrrar þjóðaröryggisáætlunar ríkisstjórnar Trumps þykir hafa markað ákveðin tímamót. Í þessari áætlun segir meðal annars að evrópskir ráðamenn hafi óraunhæfar kröfur um stríðið í Úkraínu og eru þeir gagnrýndir harðlega fyrir andlýðræðislega þöggun í andstæðingum sínum og ritskoðun. Þar segir einnig að ríkisstjórn Trumps ætli að miðla málum milli Rússlands og Evrópu til að koma í veg fyrir átök þeirra á milli. Skjalið endurrómar að miklu leyti áróður Rússar varðandi Evrópu sem hefur orðið sífellt háværari að undanförnu og snýr að því að það séu Evrópumenn en ekki Rússar sem standi í vegi friðar í Úkraínu. Áætlunin hefur vægast sagt ekki fallið í kramið í höfuðborgum Evrópu en Bandaríkjamenn eru jafnvel farnir að tala um Evrópusambandið sem andstæðing Bandaríkjanna. Sjá einnig: Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Christopher Landau er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í færslu sem hann birti á X þann 6. desember gagnrýndi hann NATO en sérstaklega ESB harðlega. Hann sagði ESB fara gegn hagsmunum Bandaríkjanna og sló á ýmsa strengi menningarátaka um nauðsyn þess að verja vestræna siðmenningu. My recent trip to Brussels for the @NATO Ministerial meeting left me with one overriding impression: the US has long failed to address the glaring inconsistency between its relations with NATO and the EU. These are almost all the same countries in both organizations. When these…— Christopher Landau (@DeputySecState) December 6, 2025 Stríð milli Evrópu og Rússlands? Pútín og hans talsmenn og erindrekar hafa ítrekað haldið því fram að Evrópa vilji í stríð við Rússa. Ráðamenn í Evrópu séu hlynntir áframhaldandi átökum og leyfi Úkraínumönnum ekki að gera frið við Rússa. Það að bakhjarlar Úkraínu beri ábyrgð á þjáningum Úkraínumanna og stríðinu yfir höfuð með því að hafa framlengt það með stuðningi við Úkraínumenn er algengur áróður frá Rússum. Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins, varaði í síðasta mánuði evrópska embættismenn við því að Rússar væru að safna langdrægum vopnum eins og stýri- og skotflaugum og langdrægum sjálfsprengidrónum fyrir möguleg átök við Evrópu. Hann sagði Rússa hafa aukið framleiðslu á þessum vopnum umtalsvert og þeir framleiddu nú mun meira en þeir notuðu í Úkraínu. Þá hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um blandaðan hernað, eða fjölþátta ógnir, víðsvegar um Evrópu. Má þar nafna banatilræði, skemmdarverk, íkveikjur, áróður, drónaflug og jafnvel það að koma sprengjum fyrir í fraktflugvélum. Ráðamenn í Evrópu eru sagðir ætla að gera auðveldara að bregðast við ógnum sem þessum og hika minna við að saka Rússa um að bera ábyrgð á þeim. Það sé vegna þess að myrkraverkum þessum muni ekki fækka í framtíðinni, heldur muni þeim þvert á móti fjölga, að þeirra mati. Rússneskur stjórnmálafræðingur sem heitir Sergei Karaganov færði nýverið rök fyrir því í rússnesku sjónvarpi að Rússar væru í stríði við meirihluta Evrópu. Stríðinu myndi ekki ljúka fyrr en Evrópa væri alfarið sigruð. Karaganov: We’re at war with Europe, not Ukraine — and the war won’t end until Europe is defeated.🔗 Source: https://t.co/H9hCOPY0ky pic.twitter.com/CVO1GOPtfb— Russia Direct (@RussiaDirect_) December 8, 2025 Hefur gert frið ólíklegri, ef eitthvað Þegar kemur að stríðinu í Úkraínu og Rússlandi hefur Trump farið um víðan völl. Hann hefur ítrekað farið á milli þess að fordæma Rússa og Úkraínumenn til skiptis, þó hann hafi að jöfnuði verið harðorðari í garð Úkraínumanna. Blaðamenn Washington Post skrifuðu á dögunum tímalínu yfir ummæli Trumps um Úkraínustríðið en í fljótu bragði byrjaði hann kjörtímabil sitt á því að blammera Úkraínumenn og Selenskí vegna stríðsins og kenna þeim um innrás Rússa. Úkraínskur hermaður á götum Kostyantynivka í Dónetsk-héraði.AP/Oleg Petrasiuk Hægt er að færa rök fyrir því að Trump hafi í raun staðið í vegi friðar, með viðleitni hans til að ná fram friði eins hratt og hann getur. Eins og áður segir hefur hann ítrekað gefið til kynna að hann sé líklegur til að þvo hendur sínar alfarið af Úkraínu. Þá hefur hann ekki boðað nýja hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum frá því hann tók við embætti og sú aðstoð sem samþykkt var í forsetatíð Joes Biden er að klárast. Glögglega má sjá á meðfylgjandi mynd frá Kiel Institute hugveitunnihvernig dregið hefur úr aðstoð Bandaríkjamanna handa Úkraínumönnum. The Kiel Institute for World Economy published an update to its Ukraine Support tracker which shows aid to Ukraine flowing from Western partners since 2022. Data set ends on Oct. 31, 2025.THREAD.1/x pic.twitter.com/kYyOk9Trwr— Alexander Kokcharov (@alex_kokcharov) December 10, 2025 Í grein sem birt var í gær á vef Kiel Institute, sem vaktar hernaðarðastoð sem Úkraínumenn fá, segir að ríki Evrópu hafi ekki getað fyllt upp í skarðið sem Bandaríkjamenn skilja eftir sig. Norðurlöndin standi sig hvað best, miðað við höfðatölu, en útlit sé fyrir að stuðningurinn við Úkraínu nái lágmarki á þessu ári. Á sama tíma og hann hættir stuðningi við Úkraínu og gagnrýna harðlega ráðamenn í Evrópu sem mögulega andstæðinga Bandaríkjanna, virðist Trump staðráðinn í að slíta eða í það minnsta grafa undan bandalagi Bandaríkjanna við Evrópu. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að innan ríkisstjórnar Trumps væri til skoðunar að láta af hendi stjórnartaumana í Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkjamenn hafa stýrt NATO frá því bandalagið var stofnað og hefur herafli þess ávallt verið leiddur af fjögurra stjörnu herofringja frá Bandaríkjunum með titilinn Supreme Allied Commander Euroe, eða SACEUR. Sjá einnig: Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Reuters sagði frá því á dögunum að bandarískir embættismenn hefðu tilkynnt evrópskum erindrekum að Bandaríkjamenn vildu að Evrópa tæki ábyrgð á bróðurparti varnargetu NATO fyrir árið 2027. Það er að segja að Evrópa sæi um allt frá því að safna upplýsingum um herafla annarra ríkja og hreyfingar til þess að framleiða eldflaugar og hergögn í meira magni. Bandaríkjamenn hafa lengi ýtt á ráðamenn í Evrópu að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum og hefur gífurleg áhersla verið lögð á það af Trump-liðum, sem hafa verið harðorðir í garð Evrópu frá því Trump tók aftur við völdum. Gripið hefur til umfangsmikilla aðgerða innan heimsálfunnar til að bæta stöðu Evrópu í varnarmálum. Bandaríkjamönnum þykir það þó ekki gerast nægilega hratt og þá hafa þeir á sama tíma gagnrýnt Evrópumenn fyrir að verja of miklum peningum til varnarmála innan Evrópu og ekki í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Samkvæmt frétt Reuters sögðu Bandaríkjamenn að ef Evrópa væri ekki búin að ná ásættanlegum árangri á þessu sviði fyrir 2027 gætu Bandaríkjamenn hætt þátttöku í tilteknu samstarfi NATO um sameiginlegar varnir. Hvað gæti fengið Pútín til að semja? Í þessari stöðu hefur Pútín ekki mikið tilefni til að semja um frið. Hann horfir upp á mikla óeiningu og jafnvel hreinan fjandskap á Vesturlöndum og mögulega úrgöngu Bandaríkjanna úr NATO, á sama tíma og hersveitir hans sækja fram í Úkraínu. Rússneskir hermenn sækja hægt fram og það kostar þá verulega en þeir sækja fram. Pútín hefur gefið skýrt til kynna að hann telur að Rússar séu að og muni sigra Úkraínu. Þá hefur hann einnig sagt að komi til þess, muni Rússar einnig sigra Evrópu í stríði. Hvað er það þó sem gæti fengið Pútín til að semja um frið og binda enda á átökin? Í samtali við blaðamann New York Times fyrr í mánuðinum sögðu ýmsir sérfræðingar í málefnum Rússlands og átaka að án mun harðari refsiaðgerða gegn Rússlandi megi finna helsta vogaraflið gegn Pútín í rússneska hagkerfinu og á vígvellinum. Á þeim sviðum standa Rússar þegar fyrir ýmsum vandamálum en engum svo alvarlegum að þau muni fá Pútín til að skipta um stefnu. Rússar hagnast enn verulega á sölu jarðeldsneytis eins og olíu og jarðgasi, þó verulega hafi dregið úr þeim hagnaði. Fjármálaráðuneyti Rússlands áætlaði að í október hafi tekjur ríkisins á sölu olíu og gass dregist saman um 27 prósent, samanborið við október í fyrra. SBU confirmed their drones struck the liquefied gas terminal at Russia’s Temryuk port on December 5, igniting a massive fire that raged for three days. Over 20 of 30 large gas tanks were hit, along with railway cars, a refueling unit, and a loading rack. The fire covered 3,000… pic.twitter.com/em6okrsxqA— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) December 9, 2025 Til að draga nægilega mikið úr þeim tekjum til að hafa áhrif á Pútín þyrfti líklega einhvern veginn að stöðva kaup Kínverja á olíu frá Rússlandi. Það yrði í besta falli mjög erfitt en samskipti Rússlands og Kína hafa aukist til muna á undanförnum árum. Farið verður betur yfir það hér neðar. Bankakrísa er einnig talin geta haft áhrif á þankagang Pútíns. Eftir mjög svo umfangsmiklar fjárfestingar Rússa í hergagnaframleiðslu og launum til hermanna jókst verðbólga til muna. Hún var þó að mestu stöðvuð með mikilli hækkun stýrivaxta. Nú standa stýrivextir í 16,5 prósentum og hefur það komið nokkuð niður á fyrirtækjum og einstaklingum í Rússlandi en ekki svo mikið að það sé talið líklegt til að leiða til einhverskonar andófs gegn ríkisstjórn Pútíns. Svipaða sögu er að segja af mannfalli Rússa í Úkraínu. Það er talið mjög mikið en miðað við opinber gögn í Rússlandi virðist sem Rússum takist að fylla upp í raðir sínar með því að ráða um þrjátíu þúsund nýja hermenn í hverjum mánuði. Það gera þeir með að bjóða himinhá laun fyrir herþjónustu og alls konar bónusgreiðslur. Sjá einnig: Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Úkraínumenn telja sig hafa fáa aðra kosti en að halda vörnum sínum og árásum á olíu- og gasframleiðsluinnviði í Rússlandi áfram og vonast til að eitthvað gefi eftir hjá Rússum, áður en eitthvað brestur hjá þeim sjálfum. Þeir óttast að það að verða við núverandi kröfum Rússa, án góðra og gildra öryggistrygginga, muni fela í sér að Rússar geti byggt upp herafla sinn að nýju og ráðist svo aftur inn í Úkraínu að nokkrum árum liðnu og lokið verkinu. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu virðast hafa lítið annað að bjóða en þá veiku von. Þeir hafa ekki mikla kosti til að auka þrýstinginn á Rússa án þess að grípa til vopna gegn þeim. Auka Rússavæðingu hernumdra svæða Undir lok síðasta mánaðar skrifaði Pútín undir tilskipun sem fjallaði um mikilvægi þess að fjölga fólki sem skilgreinir sig sem Rússa og talar rússnesku á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Í frétt Reuters um skjalið segir að markmið þessa verkefnis sé að fyrir árið 2036 muni 96 prósent íbúa hernumdra svæða Rússa í Úkraínu skilgreina sig sem Rússa. Í gegnum árin hafa fjölmargir Úkraínumenn verið hliðhollir Rússlandi og flestir tala bæði rússnesku og úkraínsku. Mikil kúvending hefur þó orðið á þessu frá því Rússar gerðu innrásina í Úkraínu 2022. Rússar stjórna um fimmtungi af Úkraínu. Auk Krímskaga hafa Rússar innlimað héruðin Kherson, Sapórisjía, Dónetsk og Lúhansk en Úkraínumenn ráku Rússa frá mest öllu Kherson árið 2023 eina héraðið sem Rússar stjórna að fullu, eða svo gott sem, er Lúhansk. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um umfangsmikil brot á úkraínskum borgurum þessara svæða. Má þar nefna kerfisbundna pyntingar, nauðganir og morð. Þá hafa Rússar víðsvegar breytt nöfnum á bæjum og götum, svo eitthvað sé nefnt, og gefið þeim gömul rússnesk nöfn frá tímum Sovétríkjanna. Í áðurnefndu skjali segir, samkvæmt Reuters, að hernám þessara svæða í Úkraínu bjóði upp á tækifæri til að endurskapa söguleg landsvæði rússneska ríkisins og að mikilvægt sé að tryggja samhug þeirra sem þar búa sem Rússar og tryggja að þar sé töluð rússneska til að sporna gegn viðleitni óvinveittra ríkja til að ýta undir samfélagslegar deilur. Pútín sagði á þriðjudaginn að Donab-svæðið svokallaða, sem myndast af Lúhansk- og Dónetsk-héruðum tilheyrði Rússland. Það væri söguleg staðreynd og það hefði verið Lenín sem hefði á árum áður ákveðið að gefa Úkraínumönnum svæðið. Þá sagði hann einnig að hin „sértæka hernaðaraðgerð“, eins og hann hefur iðulega kallað innrásina myndi án efa ná markmiðum sem henni væru ætluð. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum vikum. "Russia will undoubtedly bring the special military operation to its logical conclusion." — Putin.Meanwhile, the U.S. administration is convinced that Putin wants peace. pic.twitter.com/WXE0cm5zK9— WarTranslated (@wartranslated) December 9, 2025 Sagði Rússa hafa vanmetið Úkraínu Vladimir Chirkin, fyrrverandi herforingi í Rússneska hernum, sagði nýverið í viðtali að Rússar hefðu ekki verið undirúnir fyrir innrás í Úkraínu. Varnir Úkraínumanna hafi verið vanmetnar og geta rússneska hersins ofmetin. Chirkin vísaði meðal annars til þess að Rússar hefðu upprunalega ætlað að hernema Kænugarð á nokkrum dögum en í staðinn hefðu Rússar lært dýrkeypta lexíu. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi varnarmálaráðherra Rússlands fyrir að reyna að halda því fram að undanhaldið frá Kænugarði hefði verið framkvæmt sem einhverkonar góðvild í garð Úkraínumanna. Þá gagnrýndi Chirkin einnig leyniþjónustusamfélag Rússlands fyrir það að leiðtogum Rússlands hefði verið sagt að um sjötíu prósent úkraínsku þjóðarinnar væri hliðholl Rússlandi. Svo hefði sannarlega ekki verið. Andstæðan væri nærri sannleikanum. Það að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu getur leitt til þess að viðkomandi er dæmdur í margra ára fangelsi. Hluta viðtalsins við Chirkin með texta má sjá hér að neðan. In a rare case of admitting that the Russian invasion of Ukraine in 2022 was based on wrong data, Russian colonel general Chirkin commented as follows:„There was an underestimation of the enemy and overestimation of their (Ukrainian) troops. Everyone began to say that the war… pic.twitter.com/Wnjca6IqxY— (((Tendar))) (@Tendar) December 3, 2025 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á þriðjudaginn að Úkraínumenn vildu helst fá inngöngu í NATO og vildu endurheimta Krímskaga en viðurkenndi að hvorugt væri í boð að svo stöddu. Í samtali við blaðamenn sagðist hann vita til þess að Bandaríkjamenn og aðrir í NATO vildu ekki veita Úkraínu aðild og þar að auki myndu Rússar ekki sætta sig við það. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu ekki hernaðargetu til að endurheimta Krímskaga. Drónar og vélmenni spila sífellt stærri rullu í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn eru farnir að nota vélmenni eins og þetta til að flytja birgðir til hermanna og til árása gegn Rússum.AP/Andriy Andriyenko Vinna náið saman að þróun og framleiðslu dróna Samvinna Rússlands og Kína hefur aukist til muna frá því Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Kínverjar kaupa mikið af jarðeldsneyti frá Rússlandi og Rússar kaupa dróna og íhluti í dróna frá Kína. Þar að auki halda ríkin sameiginlegar æfingar og Rússar eru sagðir vera að aðstoða Kínverja við að þróa og betrumbæta fallhlífahersveitir sínar. Fyrr í vikunni var rússneskum og kínverskum sprengjuflugvélum flogið saman nærri loftvarnarsvæðum Japan og Suður-Kóreu en spennan milli Japans og Kína hefur aukist mjög á undanförnum vikum, eftir að forsætisráðherra Japan sagði að til greina kæmi að Japanir myndu bregðast við ef Kínverjar gera innrás í Taívan. Sjá einnig: Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Frá því í sumar hafa fjölmargar fréttir borist af auknum umsvifum Kína í Rússlandi. Reuters sagði frá því í haust að sérfræðingar í framleiðslu dróna hefðu ítrekað ferðast til Rússlands og unnið með hergagnaframleiðendum þar við framleiðslu bæði smárra og stærri sjálfsprengidróna. Þá sagði Washington Post frá því í október að stór ástæða þess að Rússum hefði tekist að ná forskoti á sviði dróna í Úkraínu væri sú aðstoð sem þeir hefðu fengið frá Kína. Útflutningur á innviðum í dróna frá Kína til Rússlands hefði aukist til muna. Miðillinn segir að frá 2023 hafi að minnsta kosti 140 kínversk fyrirtæki í drónaframleiðslu og að minnsta kosti sextíu fyrirtæki sem selji íhluti í dróna verið skráð í Rússlandi. Úkraínskir hermenn birtu nýverið myndband af því þegar vélmenni sem búið var .50 kalibera vélbyssu var notað til að granda rússneskum bryndreka. Longer video from Ukraine's 5th Assault Brigade of that engagement between a Devdroid UGV with an M2 heavy machine gun and a Russian MT-LB.https://t.co/gLjcqcHjNC pic.twitter.com/TkwqF39M2c— Rob Lee (@RALee85) December 10, 2025 Sækja fram í samræmi við drægni dróna Ráðamenn í Kína halda því fram að þeir séu hlutlausir þegar kemur að stríðinu í Úkraínu og að verulega hafi dregið úr sölu dróna til Rússlands. Það sama má ekki segja um íhluti í dróna, eins og rafhlöður og þunnar og léttar netsnúrur. Sala þeirra til Rússlands hefur aukist til muna. Notkun snúrutengdra dróna hefur aukist til muna í Úkraínu en þá er ekki hægt að stöðva með rafrænum truflunum, eins og fjarstýrða dróna. Á sama tíma og sala á drónaíhlutum til Rússlands hefur aukist hafa Kínverjar dregið úr sölu á þeim til Úkraínu og bakhjarla landsins. Kínverjar eru þar að auki sagðir hafa tekið þátt í þróun nýrra dróna fyrir Rússa til að nota á vígvellinum. Meðal annars hefur sú vinna snúist um að lengja drægni snúrutengdra dróna og veita Rússum þannig forskot á Úkraínumenn. Í samtali við WP segir sérfræðingur hjá hugveitunni CSIS að þegar Rússar sæki fram í Úkraínu sé það oft í samræmi við drægni snúrutengdra dróna. Þeir noti þá til að grafa undan vörnum Úkraínumanna og þvinga þá til að hörfa, færi svo víglínuna fram eftir því sem drónarnir drífa og geri það sama aftur. Úkraínumenn virðast enn hafa forskot gegn Rússum þegar kemur að notkun sjávardróna en þeir hafa skilað Úkraínumönnum töluverðum árangri á Svartahafi. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Báðir virðast sammála um að helstu andstæðingar þeirra séu Evrópumenn. Ríkisstjórn Trump segist ætla að styðja stjórnmálaöfl í Evrópu sem séu hlynnt MAGA-hreyfingunni og saka Trump-liðar ráðamenn í Evrópu um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað gert. Trump hefur lýst Evrópu sem hnignandi heimsálfu og sagt marga ráðamenn þar heimska og veikburða. Þegar kemur að átökunum sjálfum verjast Úkraínumenn enn í Pokrovsk þó staðan þar sé mjög erfið fyrir þá og ráðamenn í Úkraínu þvertaka fyrir að hörfa frá því svæði sem þeir halda enn í Dónetsk-héraði, eins og Rússar hafa ítrekað krafist. Enn gera Rússar linnulausar árásir á borgir og bæi Úkraínu með eldflaugum og langdrægum sjálfsprengidrónum og stórir hlutar Úkraínu eru án rafmagns á hverjum degi. Úkraínumenn hafa haldið áfram árásum sínum og olíu- og gasinnviði í Rússlandi, í þeim tilgangi að draga úr tekjum rússneska ríkisins. Nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna í garð Rússlands hafa ekki borið mikinn árangur enn. Sjá einnig: Trump stendur loks við stóru orðin Útlit er fyrir að Úkraínumenn leggi nú meiri áherslu á árásir á skip í skuggaflotanum svokallaða, sem Rússar nota til að selja olíu þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Bæði hafa árásir verið gerðar á dælustöðvar og skip að undanförnu, eins og í gær. Úkraínumenn birtu myndband af árásinni á Svartahafi í gær. 🇺🇦Sea Baby drones hit a 🇷🇺 tanker heading to Novorossiysk oil terminal pic.twitter.com/rAVIamhxFD— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 10, 2025 Hér að neðan verður farið yfir stöðuna á víglínunni í Úkraínu, frystar eigur Rússa í Evrópu, friðarviðræður, hvernig þær hafa farið fram, hvort þær séu líklegar til að skila einhverjum árangri og hvað gæti þurft til. Þá verður fjallað um aukið samstarf Rússa og Kínverja og sérstaklega hvað varðar framleiðslu dróna. Úkraínumenn enn í Pokrovsk en staðan erfið Eins og undanfarna mánuði eiga hörðustu átökin í Úkraínu sér stað í og við borgina Pokrovsk í Dónetsk-héraði. Hana hafa Rússar reynt að taka í vel á tvö ár en borgin hefur riðað til falls í þó nokkra mánuði og er að mestu leyti í rúst. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum haldið því fram að borgin sé fallin í hendur rússneskra hermanna en því hafa Úkraínumenn hafnað. Þó er ljóst að Úkraínumenn hafa þurft að hörfa og hafa Rússar sést röngu megin við varnarlínu Úkraínumanna, ef yfir höfuð er hægt að tala um varnarlínu. Sjá einnig: Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Blaðamaður BBC heimsótti svæðið á dögunum og fékk hann þá að sjá sönnun þess að úkraínskir hermenn væru enn í Pokrovsk. Þá veifuðu úkraínskir hermenn úkraínska fánanum í norðurhluta borgarinnar svo hann sást á dróna sem var þar á sveimi. Hermennirnir voru ekki lengi úr skjóli en drónar eru sérstaklega hættulegir í borginni. Rússar eru sagðir nota smá teymi hermanna til að laumast gegnum varnir Úkraínumanna, stundum klæddir sem óbreyttir borgarar, og taka sér upp varnarstöður bakvið víglínuna. Þannig vilji Rússar gera flutninga birgða og hermanna erfiðari fyrir Úkraínumenn. Úkraínumenn segja að flestir þessir rússnesku hermenn séu felldir skömmu eftir að þeir sjást og í flestum tilfellum eru drónar notaðir til verksins. Úkraínskir hermenn sem hafa rætt við blaðamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að of mikil áhersla hafi verið lögð á að halda Pokrovsk, þegar hægt sé að taka upp betri varnarstöður norður af borginni. Tölur um mannfall Rússa við Pokrovsk eru á miklu kreiki en greinendur í Evrópu eru flestir sammála um að telja megi fallna og særða rússneska hermenn við Pokrovsk í tugum þúsunda. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var nýlega af Úkraínumönnum og sýnir veg í átt að Pokrovsk, þar sem Rússar eru sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið sýnir fjölmörg lík hermanna á jörðinni og rússneskan hermann deyja í drónaárás. View from 🇺🇦 drone pic.twitter.com/fGO52Nv4I7— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 7, 2025 Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að Rússar hefðu safnað umfangmiklum herafla við Pokrovsk, þeim stærsta í Úkraínu. Þar væru líklega allt að 170 þúsund rússneskir hermenn. Einnig eru uppi miklar áhyggjur af úkraínskum hermönnum í borginni Myrnohrad. Hún liggur austur af Pokrovsk en hermennirnir þar eru sagðir innlyksa og í mjög erfiðri stöðu. Updated maps showing Russian advances in or around Myrnohrad, Kostiantynivka, and Siversk. The grey zone now extends all around Myrnohrad.https://t.co/sws8AcnOEi https://t.co/VrsoD6xMMU pic.twitter.com/CGqjhruVab— Rob Lee (@RALee85) December 9, 2025 Sirskí sagði að vígvöllurinn við Pokrovsk væri sá mikilvægasti í Úkraínu um þessar mundir, eins og hann hefur verið um nokkuð skeið, og bardagar mjög harðir. Rússar gerðu þrjátíu til fimmtíu árásir á dag á svæðinu. Sækja enn fram í Sapórisjía Þá hafa Rússar einnig sótt hægt fram í Sapórisjía-héraði í suðurhluta Úkraínu. Þar hafa mestir landvinningar Rússa á undanförnum vikum átt sér stað. Fyrr í desember kom fram að Um fjörutíu prósent af þeim landvinningum Rússa í nóvember áttu sér stað í Sapórisjía og það þrátt fyrir að einungis sextán prósent árása þeirra í mánuðinum hafi átt sér stað á því svæði. Þykir það benda til þess að varnir Úkraínumanna séu sérstaklega veikar þar. Úkraínskir hermenn búa sig undir átök í Sapórisjía-héraði.AP/Andriy Andriyenko Talið er að Rússar vilji komast nærri Sapórisjía-borg, svo hún verði í færi fyrir hefðbundin stórskotaliðsvopn. Haft hefur verið eftir úkraínskum hermönnum að svæðið sé ekki hentugt fyrir framsókn á skrið- og bryndrekum og því hafi Rússar notast við smáa hópa hermanna til að finna holur á vörnum Úkraínumanna, ekki ósvipað því sem þeir hafa gert í Pokrovsk. Ráðamenn í Rússlandi hafa einnig lýst því yfir að borgin Kúpíansk sé umkringd og þar séu fjölmargir úkraínskir hermenn innlyksa. Sirskí segir það kolrangt og enn sé barist í borginni. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. NEW: The Kremlin is setting information conditions to reject any meaningful security guarantees for Ukraine by threatening Europe.The Kremlin preemptively rejected the legitimacy of any future Ukrainian government that it does not directly control in response to Ukrainian… pic.twitter.com/eYF82LOtuo— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) December 11, 2025 Viðræður byggja á umdeildri áætlun Miklar viðræður hafa átt sér stað á undanförnum vikum. Viðræðurnar hófust í kjölfar þess að fregnir bárust af því að þeir Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans, auk rússneska auðjöfursins Kirill Dmitríev, sem er sérstakur erindreki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefðu samið nýja friðaráætlun. Sjá einnig: Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Þessari áætlun var fljótt lýst sem óskalista Pútíns og hallaði áætlunin verulega á Úkraínumenn og Evrópu. Þar voru nokkrir liðir sem Úkraínumenn segjast ekki geta sætt sig við, eins og það að þeir eigi að hörfa alfarið frá landsvæðum sem þeir halda enn í Dónetskhéraði og takmarka stærð hers landsins og aðild að bandalögum í skiptum fyrir óljósar öryggistryggingar. Sjá einnig: Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Þá hefur því verið haldið fram að skjalið hafi að miklu leyti byggt á tillögum sem Dmitríev skrifaði skömmu eftir að Trump sneri aftur í Hvíta húsið í janúar. Þá kom í ljós að Witkoff hafði rætt það við Júrí Úsjakóv, aðstoðarmann Pútíns, hvernig rússneski forsetinn gæti haft mest áhrif á Trump og fengið hann á sitt band. Peningarnir frá frúnni í Brussel Áætlunin fjallaði einnig um hvernig nota ætti frysta sjóði Rússa í Evrópu, sem margir leiðtogar í Evrópu vilja nota til að fjármagna varnir Úkraínumanna og rekstur úkraínska ríkisins. Langmest af þessum peningum, eða um 140 milljarðar evra, eru í belgískum bönkum. Samkvæmt bæði skjali Dmitríevs og upprunalegri friðaráætlun Bandaríkjamanna áttu hundrað milljarðar dala úr þessum sjóðum, og hundrað milljarðar frá ríkjum Evrópu, að vera notaðir af Bandaríkjamönnum til fjárfestinga í Úkraínu og áttu þeir að hirða helminginn af mögulegum hagnaði. Losa ætti aðra sjóði Rússa í Evrópu og ætti restin að fara í sameiginlegan fjárfestingarsjóð Bandaríkjamanna og Rússa. Evrópumenn taka þetta ekki í mál og vilja nota peningana til stuðnings Úkraínu, eins og áður hefur komið fram. Pútín og aðrir Rússar hafa lýst þessum ætlunum leiðtoga ESB sem þjófnaði og hóta hörðum viðbrögðum. Ráðamenn í Belgíu auk ráðamanna í Ungverjalandi eru mótfallnir því að hald verði lagt á þessa sjóði. Belgar óttast að sitja uppi með mikið tjón seinna meir. Þeir óttast skaðabótakröfur frá Rússum í framtíðinni og að haldlagningin muni grafa undan vilja ráðamanna annarra ríkja til að geyma fjármuni í Belgíu. Skila enn engum árangri Frá því að friðaráætlunin leit fyrst dagsins ljós hefur hún tekið nokkrum breytingum eftir viðræður milli Bandaríkjamanna annars vegar og Úkraínu- og Evrópumanna hins vegar. Þessar breytingar hafa þó ekki verið opinberaðar, þegar þetta er skrifað á miðvikudegi. Selenskí tjáði sig þó um friðaráætlunina og þær viðræður sem eru að eiga sér stað milli Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Þeir Witkoff og Kushner fóru einnig til Mosvku þar sem þeir funduðu með Pútín, Dmitríev og Úsjakóv í um fimm klukkustundir. Eftir fundinn sögðu Rússar að fundurinn hefði verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur. Engin niðurstaða lægi þó fyrir. Sjá einnig: Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Í kjölfarið sögðu Rússar enn fremur að tillögur Bandaríkjamanna þyrftu umfangsmikla vinnu, áður en þær gætu skilað friði. Nema fyrir Pútín Frá því Trump tók við embætti og hóf viðleitni sína til að koma á friði í Úkraínu hefur hann að mestu reynt að setja þrýsting á Úkraínumenn til að verða við kröfum Rússa en hann hefur ekki beitt Rússa miklum þrýstingi. Pútín hefur aldrei gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að sætta sig við neitt annað en sigur í Úkraínu. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu í greiningu sem kynnt var þingmönnum í október að Pútín væri staðráðnari en nokkru sinni áður í því að halda stríðinu áfram og sigra Úkraínu. Sjá einnig: Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Á engum tímapunkti hefur Trump reynt að sannfæra Pútín um að hann muni ekki vinna stríðið eða að stuðningi við Úkraínu verði ekki hætt. Þess í stað hefur hann ítrekað gefið til kynna að hann sé hársbreidd frá því að standa upp frá borðinu og jafnvel hætta að selja Úkraínumönnum og Evrópu vopn. Með þátttöku í viðræðum má vel færa rök fyrir því að Rússar hafi frá upphafi haft tvö markmið. Annað er að forðast það að Trump herði viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Forsetinn bandaríski hefur að einhverju leyti hert aðgerðir gegn Rússlandi en skort hefur eftirfylgni í kjölfarið. Hitt markmið Rússa hefur verið að reka fleyg milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þar virðast Rússar hafa náð gífurlegum árangri. Samband Evrópu og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og mánuðum en útgáfa nýrrar þjóðaröryggisáætlunar ríkisstjórnar Trumps þykir hafa markað ákveðin tímamót. Í þessari áætlun segir meðal annars að evrópskir ráðamenn hafi óraunhæfar kröfur um stríðið í Úkraínu og eru þeir gagnrýndir harðlega fyrir andlýðræðislega þöggun í andstæðingum sínum og ritskoðun. Þar segir einnig að ríkisstjórn Trumps ætli að miðla málum milli Rússlands og Evrópu til að koma í veg fyrir átök þeirra á milli. Skjalið endurrómar að miklu leyti áróður Rússar varðandi Evrópu sem hefur orðið sífellt háværari að undanförnu og snýr að því að það séu Evrópumenn en ekki Rússar sem standi í vegi friðar í Úkraínu. Áætlunin hefur vægast sagt ekki fallið í kramið í höfuðborgum Evrópu en Bandaríkjamenn eru jafnvel farnir að tala um Evrópusambandið sem andstæðing Bandaríkjanna. Sjá einnig: Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Christopher Landau er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í færslu sem hann birti á X þann 6. desember gagnrýndi hann NATO en sérstaklega ESB harðlega. Hann sagði ESB fara gegn hagsmunum Bandaríkjanna og sló á ýmsa strengi menningarátaka um nauðsyn þess að verja vestræna siðmenningu. My recent trip to Brussels for the @NATO Ministerial meeting left me with one overriding impression: the US has long failed to address the glaring inconsistency between its relations with NATO and the EU. These are almost all the same countries in both organizations. When these…— Christopher Landau (@DeputySecState) December 6, 2025 Stríð milli Evrópu og Rússlands? Pútín og hans talsmenn og erindrekar hafa ítrekað haldið því fram að Evrópa vilji í stríð við Rússa. Ráðamenn í Evrópu séu hlynntir áframhaldandi átökum og leyfi Úkraínumönnum ekki að gera frið við Rússa. Það að bakhjarlar Úkraínu beri ábyrgð á þjáningum Úkraínumanna og stríðinu yfir höfuð með því að hafa framlengt það með stuðningi við Úkraínumenn er algengur áróður frá Rússum. Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins, varaði í síðasta mánuði evrópska embættismenn við því að Rússar væru að safna langdrægum vopnum eins og stýri- og skotflaugum og langdrægum sjálfsprengidrónum fyrir möguleg átök við Evrópu. Hann sagði Rússa hafa aukið framleiðslu á þessum vopnum umtalsvert og þeir framleiddu nú mun meira en þeir notuðu í Úkraínu. Þá hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um blandaðan hernað, eða fjölþátta ógnir, víðsvegar um Evrópu. Má þar nafna banatilræði, skemmdarverk, íkveikjur, áróður, drónaflug og jafnvel það að koma sprengjum fyrir í fraktflugvélum. Ráðamenn í Evrópu eru sagðir ætla að gera auðveldara að bregðast við ógnum sem þessum og hika minna við að saka Rússa um að bera ábyrgð á þeim. Það sé vegna þess að myrkraverkum þessum muni ekki fækka í framtíðinni, heldur muni þeim þvert á móti fjölga, að þeirra mati. Rússneskur stjórnmálafræðingur sem heitir Sergei Karaganov færði nýverið rök fyrir því í rússnesku sjónvarpi að Rússar væru í stríði við meirihluta Evrópu. Stríðinu myndi ekki ljúka fyrr en Evrópa væri alfarið sigruð. Karaganov: We’re at war with Europe, not Ukraine — and the war won’t end until Europe is defeated.🔗 Source: https://t.co/H9hCOPY0ky pic.twitter.com/CVO1GOPtfb— Russia Direct (@RussiaDirect_) December 8, 2025 Hefur gert frið ólíklegri, ef eitthvað Þegar kemur að stríðinu í Úkraínu og Rússlandi hefur Trump farið um víðan völl. Hann hefur ítrekað farið á milli þess að fordæma Rússa og Úkraínumenn til skiptis, þó hann hafi að jöfnuði verið harðorðari í garð Úkraínumanna. Blaðamenn Washington Post skrifuðu á dögunum tímalínu yfir ummæli Trumps um Úkraínustríðið en í fljótu bragði byrjaði hann kjörtímabil sitt á því að blammera Úkraínumenn og Selenskí vegna stríðsins og kenna þeim um innrás Rússa. Úkraínskur hermaður á götum Kostyantynivka í Dónetsk-héraði.AP/Oleg Petrasiuk Hægt er að færa rök fyrir því að Trump hafi í raun staðið í vegi friðar, með viðleitni hans til að ná fram friði eins hratt og hann getur. Eins og áður segir hefur hann ítrekað gefið til kynna að hann sé líklegur til að þvo hendur sínar alfarið af Úkraínu. Þá hefur hann ekki boðað nýja hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum frá því hann tók við embætti og sú aðstoð sem samþykkt var í forsetatíð Joes Biden er að klárast. Glögglega má sjá á meðfylgjandi mynd frá Kiel Institute hugveitunnihvernig dregið hefur úr aðstoð Bandaríkjamanna handa Úkraínumönnum. The Kiel Institute for World Economy published an update to its Ukraine Support tracker which shows aid to Ukraine flowing from Western partners since 2022. Data set ends on Oct. 31, 2025.THREAD.1/x pic.twitter.com/kYyOk9Trwr— Alexander Kokcharov (@alex_kokcharov) December 10, 2025 Í grein sem birt var í gær á vef Kiel Institute, sem vaktar hernaðarðastoð sem Úkraínumenn fá, segir að ríki Evrópu hafi ekki getað fyllt upp í skarðið sem Bandaríkjamenn skilja eftir sig. Norðurlöndin standi sig hvað best, miðað við höfðatölu, en útlit sé fyrir að stuðningurinn við Úkraínu nái lágmarki á þessu ári. Á sama tíma og hann hættir stuðningi við Úkraínu og gagnrýna harðlega ráðamenn í Evrópu sem mögulega andstæðinga Bandaríkjanna, virðist Trump staðráðinn í að slíta eða í það minnsta grafa undan bandalagi Bandaríkjanna við Evrópu. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að innan ríkisstjórnar Trumps væri til skoðunar að láta af hendi stjórnartaumana í Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkjamenn hafa stýrt NATO frá því bandalagið var stofnað og hefur herafli þess ávallt verið leiddur af fjögurra stjörnu herofringja frá Bandaríkjunum með titilinn Supreme Allied Commander Euroe, eða SACEUR. Sjá einnig: Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Reuters sagði frá því á dögunum að bandarískir embættismenn hefðu tilkynnt evrópskum erindrekum að Bandaríkjamenn vildu að Evrópa tæki ábyrgð á bróðurparti varnargetu NATO fyrir árið 2027. Það er að segja að Evrópa sæi um allt frá því að safna upplýsingum um herafla annarra ríkja og hreyfingar til þess að framleiða eldflaugar og hergögn í meira magni. Bandaríkjamenn hafa lengi ýtt á ráðamenn í Evrópu að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum og hefur gífurleg áhersla verið lögð á það af Trump-liðum, sem hafa verið harðorðir í garð Evrópu frá því Trump tók aftur við völdum. Gripið hefur til umfangsmikilla aðgerða innan heimsálfunnar til að bæta stöðu Evrópu í varnarmálum. Bandaríkjamönnum þykir það þó ekki gerast nægilega hratt og þá hafa þeir á sama tíma gagnrýnt Evrópumenn fyrir að verja of miklum peningum til varnarmála innan Evrópu og ekki í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Samkvæmt frétt Reuters sögðu Bandaríkjamenn að ef Evrópa væri ekki búin að ná ásættanlegum árangri á þessu sviði fyrir 2027 gætu Bandaríkjamenn hætt þátttöku í tilteknu samstarfi NATO um sameiginlegar varnir. Hvað gæti fengið Pútín til að semja? Í þessari stöðu hefur Pútín ekki mikið tilefni til að semja um frið. Hann horfir upp á mikla óeiningu og jafnvel hreinan fjandskap á Vesturlöndum og mögulega úrgöngu Bandaríkjanna úr NATO, á sama tíma og hersveitir hans sækja fram í Úkraínu. Rússneskir hermenn sækja hægt fram og það kostar þá verulega en þeir sækja fram. Pútín hefur gefið skýrt til kynna að hann telur að Rússar séu að og muni sigra Úkraínu. Þá hefur hann einnig sagt að komi til þess, muni Rússar einnig sigra Evrópu í stríði. Hvað er það þó sem gæti fengið Pútín til að semja um frið og binda enda á átökin? Í samtali við blaðamann New York Times fyrr í mánuðinum sögðu ýmsir sérfræðingar í málefnum Rússlands og átaka að án mun harðari refsiaðgerða gegn Rússlandi megi finna helsta vogaraflið gegn Pútín í rússneska hagkerfinu og á vígvellinum. Á þeim sviðum standa Rússar þegar fyrir ýmsum vandamálum en engum svo alvarlegum að þau muni fá Pútín til að skipta um stefnu. Rússar hagnast enn verulega á sölu jarðeldsneytis eins og olíu og jarðgasi, þó verulega hafi dregið úr þeim hagnaði. Fjármálaráðuneyti Rússlands áætlaði að í október hafi tekjur ríkisins á sölu olíu og gass dregist saman um 27 prósent, samanborið við október í fyrra. SBU confirmed their drones struck the liquefied gas terminal at Russia’s Temryuk port on December 5, igniting a massive fire that raged for three days. Over 20 of 30 large gas tanks were hit, along with railway cars, a refueling unit, and a loading rack. The fire covered 3,000… pic.twitter.com/em6okrsxqA— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) December 9, 2025 Til að draga nægilega mikið úr þeim tekjum til að hafa áhrif á Pútín þyrfti líklega einhvern veginn að stöðva kaup Kínverja á olíu frá Rússlandi. Það yrði í besta falli mjög erfitt en samskipti Rússlands og Kína hafa aukist til muna á undanförnum árum. Farið verður betur yfir það hér neðar. Bankakrísa er einnig talin geta haft áhrif á þankagang Pútíns. Eftir mjög svo umfangsmiklar fjárfestingar Rússa í hergagnaframleiðslu og launum til hermanna jókst verðbólga til muna. Hún var þó að mestu stöðvuð með mikilli hækkun stýrivaxta. Nú standa stýrivextir í 16,5 prósentum og hefur það komið nokkuð niður á fyrirtækjum og einstaklingum í Rússlandi en ekki svo mikið að það sé talið líklegt til að leiða til einhverskonar andófs gegn ríkisstjórn Pútíns. Svipaða sögu er að segja af mannfalli Rússa í Úkraínu. Það er talið mjög mikið en miðað við opinber gögn í Rússlandi virðist sem Rússum takist að fylla upp í raðir sínar með því að ráða um þrjátíu þúsund nýja hermenn í hverjum mánuði. Það gera þeir með að bjóða himinhá laun fyrir herþjónustu og alls konar bónusgreiðslur. Sjá einnig: Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Úkraínumenn telja sig hafa fáa aðra kosti en að halda vörnum sínum og árásum á olíu- og gasframleiðsluinnviði í Rússlandi áfram og vonast til að eitthvað gefi eftir hjá Rússum, áður en eitthvað brestur hjá þeim sjálfum. Þeir óttast að það að verða við núverandi kröfum Rússa, án góðra og gildra öryggistrygginga, muni fela í sér að Rússar geti byggt upp herafla sinn að nýju og ráðist svo aftur inn í Úkraínu að nokkrum árum liðnu og lokið verkinu. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu virðast hafa lítið annað að bjóða en þá veiku von. Þeir hafa ekki mikla kosti til að auka þrýstinginn á Rússa án þess að grípa til vopna gegn þeim. Auka Rússavæðingu hernumdra svæða Undir lok síðasta mánaðar skrifaði Pútín undir tilskipun sem fjallaði um mikilvægi þess að fjölga fólki sem skilgreinir sig sem Rússa og talar rússnesku á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Í frétt Reuters um skjalið segir að markmið þessa verkefnis sé að fyrir árið 2036 muni 96 prósent íbúa hernumdra svæða Rússa í Úkraínu skilgreina sig sem Rússa. Í gegnum árin hafa fjölmargir Úkraínumenn verið hliðhollir Rússlandi og flestir tala bæði rússnesku og úkraínsku. Mikil kúvending hefur þó orðið á þessu frá því Rússar gerðu innrásina í Úkraínu 2022. Rússar stjórna um fimmtungi af Úkraínu. Auk Krímskaga hafa Rússar innlimað héruðin Kherson, Sapórisjía, Dónetsk og Lúhansk en Úkraínumenn ráku Rússa frá mest öllu Kherson árið 2023 eina héraðið sem Rússar stjórna að fullu, eða svo gott sem, er Lúhansk. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um umfangsmikil brot á úkraínskum borgurum þessara svæða. Má þar nefna kerfisbundna pyntingar, nauðganir og morð. Þá hafa Rússar víðsvegar breytt nöfnum á bæjum og götum, svo eitthvað sé nefnt, og gefið þeim gömul rússnesk nöfn frá tímum Sovétríkjanna. Í áðurnefndu skjali segir, samkvæmt Reuters, að hernám þessara svæða í Úkraínu bjóði upp á tækifæri til að endurskapa söguleg landsvæði rússneska ríkisins og að mikilvægt sé að tryggja samhug þeirra sem þar búa sem Rússar og tryggja að þar sé töluð rússneska til að sporna gegn viðleitni óvinveittra ríkja til að ýta undir samfélagslegar deilur. Pútín sagði á þriðjudaginn að Donab-svæðið svokallaða, sem myndast af Lúhansk- og Dónetsk-héruðum tilheyrði Rússland. Það væri söguleg staðreynd og það hefði verið Lenín sem hefði á árum áður ákveðið að gefa Úkraínumönnum svæðið. Þá sagði hann einnig að hin „sértæka hernaðaraðgerð“, eins og hann hefur iðulega kallað innrásina myndi án efa ná markmiðum sem henni væru ætluð. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum vikum. "Russia will undoubtedly bring the special military operation to its logical conclusion." — Putin.Meanwhile, the U.S. administration is convinced that Putin wants peace. pic.twitter.com/WXE0cm5zK9— WarTranslated (@wartranslated) December 9, 2025 Sagði Rússa hafa vanmetið Úkraínu Vladimir Chirkin, fyrrverandi herforingi í Rússneska hernum, sagði nýverið í viðtali að Rússar hefðu ekki verið undirúnir fyrir innrás í Úkraínu. Varnir Úkraínumanna hafi verið vanmetnar og geta rússneska hersins ofmetin. Chirkin vísaði meðal annars til þess að Rússar hefðu upprunalega ætlað að hernema Kænugarð á nokkrum dögum en í staðinn hefðu Rússar lært dýrkeypta lexíu. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi varnarmálaráðherra Rússlands fyrir að reyna að halda því fram að undanhaldið frá Kænugarði hefði verið framkvæmt sem einhverkonar góðvild í garð Úkraínumanna. Þá gagnrýndi Chirkin einnig leyniþjónustusamfélag Rússlands fyrir það að leiðtogum Rússlands hefði verið sagt að um sjötíu prósent úkraínsku þjóðarinnar væri hliðholl Rússlandi. Svo hefði sannarlega ekki verið. Andstæðan væri nærri sannleikanum. Það að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu getur leitt til þess að viðkomandi er dæmdur í margra ára fangelsi. Hluta viðtalsins við Chirkin með texta má sjá hér að neðan. In a rare case of admitting that the Russian invasion of Ukraine in 2022 was based on wrong data, Russian colonel general Chirkin commented as follows:„There was an underestimation of the enemy and overestimation of their (Ukrainian) troops. Everyone began to say that the war… pic.twitter.com/Wnjca6IqxY— (((Tendar))) (@Tendar) December 3, 2025 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á þriðjudaginn að Úkraínumenn vildu helst fá inngöngu í NATO og vildu endurheimta Krímskaga en viðurkenndi að hvorugt væri í boð að svo stöddu. Í samtali við blaðamenn sagðist hann vita til þess að Bandaríkjamenn og aðrir í NATO vildu ekki veita Úkraínu aðild og þar að auki myndu Rússar ekki sætta sig við það. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu ekki hernaðargetu til að endurheimta Krímskaga. Drónar og vélmenni spila sífellt stærri rullu í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn eru farnir að nota vélmenni eins og þetta til að flytja birgðir til hermanna og til árása gegn Rússum.AP/Andriy Andriyenko Vinna náið saman að þróun og framleiðslu dróna Samvinna Rússlands og Kína hefur aukist til muna frá því Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Kínverjar kaupa mikið af jarðeldsneyti frá Rússlandi og Rússar kaupa dróna og íhluti í dróna frá Kína. Þar að auki halda ríkin sameiginlegar æfingar og Rússar eru sagðir vera að aðstoða Kínverja við að þróa og betrumbæta fallhlífahersveitir sínar. Fyrr í vikunni var rússneskum og kínverskum sprengjuflugvélum flogið saman nærri loftvarnarsvæðum Japan og Suður-Kóreu en spennan milli Japans og Kína hefur aukist mjög á undanförnum vikum, eftir að forsætisráðherra Japan sagði að til greina kæmi að Japanir myndu bregðast við ef Kínverjar gera innrás í Taívan. Sjá einnig: Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Frá því í sumar hafa fjölmargar fréttir borist af auknum umsvifum Kína í Rússlandi. Reuters sagði frá því í haust að sérfræðingar í framleiðslu dróna hefðu ítrekað ferðast til Rússlands og unnið með hergagnaframleiðendum þar við framleiðslu bæði smárra og stærri sjálfsprengidróna. Þá sagði Washington Post frá því í október að stór ástæða þess að Rússum hefði tekist að ná forskoti á sviði dróna í Úkraínu væri sú aðstoð sem þeir hefðu fengið frá Kína. Útflutningur á innviðum í dróna frá Kína til Rússlands hefði aukist til muna. Miðillinn segir að frá 2023 hafi að minnsta kosti 140 kínversk fyrirtæki í drónaframleiðslu og að minnsta kosti sextíu fyrirtæki sem selji íhluti í dróna verið skráð í Rússlandi. Úkraínskir hermenn birtu nýverið myndband af því þegar vélmenni sem búið var .50 kalibera vélbyssu var notað til að granda rússneskum bryndreka. Longer video from Ukraine's 5th Assault Brigade of that engagement between a Devdroid UGV with an M2 heavy machine gun and a Russian MT-LB.https://t.co/gLjcqcHjNC pic.twitter.com/TkwqF39M2c— Rob Lee (@RALee85) December 10, 2025 Sækja fram í samræmi við drægni dróna Ráðamenn í Kína halda því fram að þeir séu hlutlausir þegar kemur að stríðinu í Úkraínu og að verulega hafi dregið úr sölu dróna til Rússlands. Það sama má ekki segja um íhluti í dróna, eins og rafhlöður og þunnar og léttar netsnúrur. Sala þeirra til Rússlands hefur aukist til muna. Notkun snúrutengdra dróna hefur aukist til muna í Úkraínu en þá er ekki hægt að stöðva með rafrænum truflunum, eins og fjarstýrða dróna. Á sama tíma og sala á drónaíhlutum til Rússlands hefur aukist hafa Kínverjar dregið úr sölu á þeim til Úkraínu og bakhjarla landsins. Kínverjar eru þar að auki sagðir hafa tekið þátt í þróun nýrra dróna fyrir Rússa til að nota á vígvellinum. Meðal annars hefur sú vinna snúist um að lengja drægni snúrutengdra dróna og veita Rússum þannig forskot á Úkraínumenn. Í samtali við WP segir sérfræðingur hjá hugveitunni CSIS að þegar Rússar sæki fram í Úkraínu sé það oft í samræmi við drægni snúrutengdra dróna. Þeir noti þá til að grafa undan vörnum Úkraínumanna og þvinga þá til að hörfa, færi svo víglínuna fram eftir því sem drónarnir drífa og geri það sama aftur. Úkraínumenn virðast enn hafa forskot gegn Rússum þegar kemur að notkun sjávardróna en þeir hafa skilað Úkraínumönnum töluverðum árangri á Svartahafi.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira