Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar 9. desember 2025 09:32 Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins. Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög. Skömminni skilað Rannsókn Umboðsmanns varpar ljósi á undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins höfðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi skólastjóranum þremur vikum eftir að ég var ráðinn í starfið og sama dag og skoðanagrein mín um lokun ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn innihélt skjáskot af ummælum mínum á samfélagsmiðlum. Morguninn eftir tilkynnti skólastjórinn mér að hann hefði fallið frá ráðningunni. Tímasetning þessara undarlegu afskipta mannauðsstjórans bendir til þess að sú gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er ólýsanlegur léttir að fá loks álit Umboðsmanns og geta skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar. Ekki einsdæmi Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á mér sumarið 2024 er alls ekkert einsdæmi. Því miður er það tilfinning margra Hafnfirðinga að pólitísk spilling og óeðlileg afskipti stjórnmálanna af faglegri stjórnsýslu bæjarins hafi aukist undanfarin ár. Af þessu hefur bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk bæjarins áhyggjur þó að fæstir treysti sér til að tjá sig um það opinberlega. Engan skal undra, miðað við þær afleiðingar sem ég mátti sæta fyrir pólitíska tjáningu mína í fyrrasumar. Afturköllun ráðningar minnar í kjölfar pólitískrar gagnrýni er skólabókardæmi um það þegar opinberu valdi er misbeitt í pólitískum tilgangi. Stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar virðist orðin samofin þeim pólitísku öflum sem ráðið hafa ríkjum í sveitarfélaginu undanfarin ár. Það sem einkennir slíkt ástand er ógnarstjórn, samtrygging og fyrirgreiðslustjórnmál frekar en þjónustulund, gagnsæi og fagleg stjórnsýsla. Burt með valdakerfið Á 30 ára afmælismálþingi Reykjavíkurlistans þann 13. júní 2024 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti borgarstjóri listans, að stóra arfleið hans sé að hafa breytt Reykjavíkurborg „úr valdakerfi í þjónustustofnun.“ Til þess hafi þurft að binda enda á langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið orðinn „einráður í borginni.“ Margt bendir til þess að við séum farin að búa við slíkt valdakerfi í Hafnarfirði eftir langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Kæru Hafnfirðingar: Í kosningunum þann 16. maí höfum við tækifæri til að brjóta niður valdakerfið og breyta sveitarfélaginu í þjónustustofnun fyrir alla íbúa. Heilbrigt samfélag þar sem fólk þarf ekki að óttast refsingu fyrir opinbera tjáningu eða gagnrýni á kjörna fulltrúa. Grípum tækifærið! Höfundur er Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins. Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög. Skömminni skilað Rannsókn Umboðsmanns varpar ljósi á undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins höfðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi skólastjóranum þremur vikum eftir að ég var ráðinn í starfið og sama dag og skoðanagrein mín um lokun ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn innihélt skjáskot af ummælum mínum á samfélagsmiðlum. Morguninn eftir tilkynnti skólastjórinn mér að hann hefði fallið frá ráðningunni. Tímasetning þessara undarlegu afskipta mannauðsstjórans bendir til þess að sú gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er ólýsanlegur léttir að fá loks álit Umboðsmanns og geta skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar. Ekki einsdæmi Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á mér sumarið 2024 er alls ekkert einsdæmi. Því miður er það tilfinning margra Hafnfirðinga að pólitísk spilling og óeðlileg afskipti stjórnmálanna af faglegri stjórnsýslu bæjarins hafi aukist undanfarin ár. Af þessu hefur bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk bæjarins áhyggjur þó að fæstir treysti sér til að tjá sig um það opinberlega. Engan skal undra, miðað við þær afleiðingar sem ég mátti sæta fyrir pólitíska tjáningu mína í fyrrasumar. Afturköllun ráðningar minnar í kjölfar pólitískrar gagnrýni er skólabókardæmi um það þegar opinberu valdi er misbeitt í pólitískum tilgangi. Stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar virðist orðin samofin þeim pólitísku öflum sem ráðið hafa ríkjum í sveitarfélaginu undanfarin ár. Það sem einkennir slíkt ástand er ógnarstjórn, samtrygging og fyrirgreiðslustjórnmál frekar en þjónustulund, gagnsæi og fagleg stjórnsýsla. Burt með valdakerfið Á 30 ára afmælismálþingi Reykjavíkurlistans þann 13. júní 2024 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti borgarstjóri listans, að stóra arfleið hans sé að hafa breytt Reykjavíkurborg „úr valdakerfi í þjónustustofnun.“ Til þess hafi þurft að binda enda á langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið orðinn „einráður í borginni.“ Margt bendir til þess að við séum farin að búa við slíkt valdakerfi í Hafnarfirði eftir langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Kæru Hafnfirðingar: Í kosningunum þann 16. maí höfum við tækifæri til að brjóta niður valdakerfið og breyta sveitarfélaginu í þjónustustofnun fyrir alla íbúa. Heilbrigt samfélag þar sem fólk þarf ekki að óttast refsingu fyrir opinbera tjáningu eða gagnrýni á kjörna fulltrúa. Grípum tækifærið! Höfundur er Hafnfirðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun