Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 9. desember 2025 11:01 Á undanförnum árum hefur þjófnaður orðið að sífellt meira vandamáli sem almenningur þarf að búa við. Þegar brotist er inn verður fólk fyrir eignatjóni, tilkynnir það til lögreglu – en oft virðist ekkert gerast. Í stað þess að taka á rót vandans virðist kerfið þróast í þá átt að tryggingafélög greiða út bætur. Þetta hljómar kannski sem lausn, en í raun er það bara tilfærsla á kostnaði: iðgjöld hækka, og við öll borgum fyrir afbrot þeirra sem brjótast inn og ræna okkur. Þessi þróun hefur líka skapað heila starfsgrein í öryggismálum. Við kaupum fyrir talsverðar upphæðir öryggiskerfi, læsingar og öryggisþjónustu – allt til að verja okkur gegn þjófum. En af hverju erum við að verja okkur í stað þess að samfélagið takist á við vandamálin? Af hverju er ekki meiri áhersla á að stöðva þjófnaðinn fremur en að gera hann að kostnaðarliði á samfélaginu. Lögreglan virðist ekki hafa mannafla né úrræði til að bregðast við. Hvaða skilaboð erum við að senda út þegar það er vitað að lögreglan getur ekki sinnt sínu hlutverki? Þeir sem brotist er inn hjá þurfa yfirleitt í kjölfarið að leggja í talsverða vinnu við að bæði að finna þjófinn sjálf og sanna eignarhald sitt á eigin dóti. Oft virðast þetta vera sömu aðilarnir sem ítrekað fara inn og Lögreglan þekkir en þjófar virðast hafa meiri rétt en fórnarlömbin. Við greiðum fyrir tjónið, við greiðum fyrir meira öryggi, og við greiðum hærri iðgjöld trygginga. Þjófarnir sleppa og halda sinni iðju áfram. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Lausnin er ekki fleiri myndavélar eða dýrari tryggingar. Lausnin er að endurhugsa forgangsröðun í löggæslu og hækka refsingar við þjófnaði. Þjófnaður á ekki að vera kostnaðarliður í samfélaginu. Höfundur er byggingafræðingur og húsbyggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur þjófnaður orðið að sífellt meira vandamáli sem almenningur þarf að búa við. Þegar brotist er inn verður fólk fyrir eignatjóni, tilkynnir það til lögreglu – en oft virðist ekkert gerast. Í stað þess að taka á rót vandans virðist kerfið þróast í þá átt að tryggingafélög greiða út bætur. Þetta hljómar kannski sem lausn, en í raun er það bara tilfærsla á kostnaði: iðgjöld hækka, og við öll borgum fyrir afbrot þeirra sem brjótast inn og ræna okkur. Þessi þróun hefur líka skapað heila starfsgrein í öryggismálum. Við kaupum fyrir talsverðar upphæðir öryggiskerfi, læsingar og öryggisþjónustu – allt til að verja okkur gegn þjófum. En af hverju erum við að verja okkur í stað þess að samfélagið takist á við vandamálin? Af hverju er ekki meiri áhersla á að stöðva þjófnaðinn fremur en að gera hann að kostnaðarliði á samfélaginu. Lögreglan virðist ekki hafa mannafla né úrræði til að bregðast við. Hvaða skilaboð erum við að senda út þegar það er vitað að lögreglan getur ekki sinnt sínu hlutverki? Þeir sem brotist er inn hjá þurfa yfirleitt í kjölfarið að leggja í talsverða vinnu við að bæði að finna þjófinn sjálf og sanna eignarhald sitt á eigin dóti. Oft virðast þetta vera sömu aðilarnir sem ítrekað fara inn og Lögreglan þekkir en þjófar virðast hafa meiri rétt en fórnarlömbin. Við greiðum fyrir tjónið, við greiðum fyrir meira öryggi, og við greiðum hærri iðgjöld trygginga. Þjófarnir sleppa og halda sinni iðju áfram. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Lausnin er ekki fleiri myndavélar eða dýrari tryggingar. Lausnin er að endurhugsa forgangsröðun í löggæslu og hækka refsingar við þjófnaði. Þjófnaður á ekki að vera kostnaðarliður í samfélaginu. Höfundur er byggingafræðingur og húsbyggjandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun