Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Árni Sæberg skrifar 9. desember 2025 15:04 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. Á vef Hæstaréttar segir að dómar í fjórum málum verði kveðnir upp klukkan 14 á morgun. Þeirra á meðal er annað vaxtamálanna svokölluðu, sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Ýmsum spurningum ósvarað Dómur Hæstaréttar í fyrsta málinu, máli lántakenda á hendur Íslandsbanka, hefur haft gríðarleg áhrif á lánamarkað síðan hann var kveðinn upp þann 14. október síðastliðinn. Skilmálarnir sem dæmdir voru ólöglegir með dómi Hæstaréttar voru í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og fólu í sér heimild til handa bankanum til að breyta vöxtum miðað við hina ýmsu áhrifaþætti. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að aðeins mætti breyta vöxtunum í takti við breytingar á stýrivöxtum. Ljóst er að dómurinn leysir ekki úr öllum álitamálum sem uppi eru, til að mynda vegna þess að verðtryggð lán verða ekki bundin stýrivöxtum sökum eðlis þeirra. Í tilkynningu Arion banka skömmu eftir uppkvaðningu Hæstaréttar í máli Íslandsbanka sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem sneri að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið væri niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Fimm dögum á undan áætlun Úr því álitamáli verður leyst á morgun þegar Hæstiréttur kveður upp dóm í máli lántakenda á hendur Arion banka. Málflutningur í málinu fór fram mánudaginn 17. nóvember síðastliðinn en samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Hæstiréttur er því fimm dögum á undan áætlun með því að kveða upp dóm sinn á morgun. Alls voru fjögur vaxtamál höfðuð af lántakendum með fulltingi Neytendasamtakanna. Því eru tvö mál eftir. Málflutningur í þeim fór fram annars vegar 3. desember og hins vegar í gær. Haldi Hæstiréttur sig við fjögurra vikna regluna í þeim má reikna með dómum ekki seinna en á gamlársdag og 5. janúar. Þess má þó geta að mál Íslandsbanka á hendur Neytendastofu, til ógildingar ákvörðunar um að bankinn hefði brotið gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingagjöf á stöðluðu eyðublaði til neytenda, er ekki enn komið á dagskrá Hæstaréttar. Vaxtamálið Dómsmál Lánamál Neytendur Tengdar fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. 19. nóvember 2025 21:01 Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. 19. nóvember 2025 20:02 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Á vef Hæstaréttar segir að dómar í fjórum málum verði kveðnir upp klukkan 14 á morgun. Þeirra á meðal er annað vaxtamálanna svokölluðu, sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Ýmsum spurningum ósvarað Dómur Hæstaréttar í fyrsta málinu, máli lántakenda á hendur Íslandsbanka, hefur haft gríðarleg áhrif á lánamarkað síðan hann var kveðinn upp þann 14. október síðastliðinn. Skilmálarnir sem dæmdir voru ólöglegir með dómi Hæstaréttar voru í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og fólu í sér heimild til handa bankanum til að breyta vöxtum miðað við hina ýmsu áhrifaþætti. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að aðeins mætti breyta vöxtunum í takti við breytingar á stýrivöxtum. Ljóst er að dómurinn leysir ekki úr öllum álitamálum sem uppi eru, til að mynda vegna þess að verðtryggð lán verða ekki bundin stýrivöxtum sökum eðlis þeirra. Í tilkynningu Arion banka skömmu eftir uppkvaðningu Hæstaréttar í máli Íslandsbanka sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem sneri að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið væri niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Fimm dögum á undan áætlun Úr því álitamáli verður leyst á morgun þegar Hæstiréttur kveður upp dóm í máli lántakenda á hendur Arion banka. Málflutningur í málinu fór fram mánudaginn 17. nóvember síðastliðinn en samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Hæstiréttur er því fimm dögum á undan áætlun með því að kveða upp dóm sinn á morgun. Alls voru fjögur vaxtamál höfðuð af lántakendum með fulltingi Neytendasamtakanna. Því eru tvö mál eftir. Málflutningur í þeim fór fram annars vegar 3. desember og hins vegar í gær. Haldi Hæstiréttur sig við fjögurra vikna regluna í þeim má reikna með dómum ekki seinna en á gamlársdag og 5. janúar. Þess má þó geta að mál Íslandsbanka á hendur Neytendastofu, til ógildingar ákvörðunar um að bankinn hefði brotið gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingagjöf á stöðluðu eyðublaði til neytenda, er ekki enn komið á dagskrá Hæstaréttar.
Vaxtamálið Dómsmál Lánamál Neytendur Tengdar fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. 19. nóvember 2025 21:01 Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. 19. nóvember 2025 20:02 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. 19. nóvember 2025 21:01
Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. 19. nóvember 2025 20:02
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent