Innlent

Fjarðar­heiði lokuð og óvissu­stig suðaustan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hálkublettir og skafrenningur er meðal annars á Steingrímsfjarðarheiði. Fréttin er á safni og tengist fréttinni ekki beint.
Hálkublettir og skafrenningur er meðal annars á Steingrímsfjarðarheiði. Fréttin er á safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Fjarðarheiði er nú lokuð vegna veðurs og þá er óvissustig á veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns í dag fram eftir degi.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Búast má við að vegurinn milli Skaftafells og Jökulsárslóns geti lokað með skömmum fyrirvara.

Hálkublettir og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkubletti á Þröskuldum, Klefaheiði og Mikladal. Mjög hvass vindur er víða á sunnan verðum Vestfjörðum.

Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á öðrum leiðum. Hálkublettir og mjög hvasst er í Almenningnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×