Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 00:03 Björn segir framtaksleysi bæjarins bera vott um dystópíska forgangsröðun. Vísir/Samsett Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting. Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting.
Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira