Innlent

Sundmenning Ís­lands á lista UNESCO

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Drangsnes er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Kaldrananeshreppi. Þar leika pottarnir við sjóinn lykilatriði en þar er líka að finna flotta sundlaug.
Drangsnes er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Kaldrananeshreppi. Þar leika pottarnir við sjóinn lykilatriði en þar er líka að finna flotta sundlaug. Vísir/Vilhelm

Að stinga sér til sunds í íslenskri sundlaug er ekki lengur bara hversdagsleg athöfn. Ekki frekar en að setjast niður og borða heimatilbúna máltíð á Ítalíu. Hvoru tveggja bætist á lista UNESCO yfir óáþreifilegan menningararf í vikunni.

Ísland var á meðal 77 þjóða sem sóttu um viðurkenningu frá UNESCO í ár. Fram kemur í umfjöllun New York Times að UNESCO-stimpill hjálpi þjóðum að laða til sín ferðamenn.

Frá árinu 2003 hefur menningar- og menntamálastofnun Sameinuðu þjóðanna statt og stöðugt fjölgað þeim hefðum sem ástæða þykir til að varðveita. Á listanum má finna mat, dans og brúðkaupshefðir svo fátt eitt sé nefnt. Alls hafa 185 þjóðir fengið hefð sína metna á listann.

Árlega kemur það í hlut nefndar með 24 fulltrúum að fara yfir umsóknir. Meðal annars er horft til jafnréttis og sannleiksgildi fullyrðinga um að hefðirnar eigi ríkan stuðning í samfélaginu. Þá er litið til umhverfismála og sjálfbærni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×