Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2025 13:24 Fjöldi fólks yfirgaf heimili sín eftir að átök brutust út að nýju á landamærunum i morgun. Myndin er tekin í Koh Kong-héraði í Kambódíu. EPA Átök brutust út milli taílenskra og kambódískra hersveita á landamærum landanna tveggja snemma í morgun, nokkrum klukkustundum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði vopnahléssamkomulag ríkjanna í höfn. Sprengjum og fallbyssuskotum rigndi beggja vegna landamæranna í morgun. Varnarmálaráðuneyti Kambódíu segir Taílendinga hafa skotið á hótel og brú og taílensk stjórnvöld segja fjölda óbreyttra borgara særða eftir eldflaugaárás. Minnst 21 hefur fallið og 700 þúsund manns flúið heimili sín eftir að átökin brutust út að nýju í vikunni. Sjá einnig: Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Fyrr í vikunni sagðist Trump geta bundið enda á átökin með einu símtali. Í gærkvöldi ræddi hann við forsætisráðherra beggja landanna og sagði í samfélagsmiðlafærslu í kjölfarið að báðar hliðar hefðu samþykkt vopnahlé frá og með kvöldinu. Samkomulagið væri það sama og náðist í október þegar vopnahlé vegna átakanna tók gildi. Hvorugur forsætisráðherranna sagðist þó eftir viðtalið hafa samþykkt vopnahlé. Anutin Charnvirakul forsætisráðherra Taílands sagði í samfélagsmiðlafærslu að hernaðaraðgerðir héldu áfram við landamærin þar til íbúum yrði ekki lengur ógnað. Hann segist hafa gert Trump skýrt að vopnahlé yrði ekki möguleiki fyrr en Kambódíumenn hörfuðu frá landamærunum. Forsætisráðherra Kambódíu sagði nauðsynlegt að verja fullveldi ríkisins. Ekkert bendir til þess að Trump hafi hótað að leggja tolla á ríkin tvö í vopnahlésviðræðum, líkt og var gert í átökunum í júlí, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Taíland Kambódía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. 8. desember 2025 11:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sprengjum og fallbyssuskotum rigndi beggja vegna landamæranna í morgun. Varnarmálaráðuneyti Kambódíu segir Taílendinga hafa skotið á hótel og brú og taílensk stjórnvöld segja fjölda óbreyttra borgara særða eftir eldflaugaárás. Minnst 21 hefur fallið og 700 þúsund manns flúið heimili sín eftir að átökin brutust út að nýju í vikunni. Sjá einnig: Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Fyrr í vikunni sagðist Trump geta bundið enda á átökin með einu símtali. Í gærkvöldi ræddi hann við forsætisráðherra beggja landanna og sagði í samfélagsmiðlafærslu í kjölfarið að báðar hliðar hefðu samþykkt vopnahlé frá og með kvöldinu. Samkomulagið væri það sama og náðist í október þegar vopnahlé vegna átakanna tók gildi. Hvorugur forsætisráðherranna sagðist þó eftir viðtalið hafa samþykkt vopnahlé. Anutin Charnvirakul forsætisráðherra Taílands sagði í samfélagsmiðlafærslu að hernaðaraðgerðir héldu áfram við landamærin þar til íbúum yrði ekki lengur ógnað. Hann segist hafa gert Trump skýrt að vopnahlé yrði ekki möguleiki fyrr en Kambódíumenn hörfuðu frá landamærunum. Forsætisráðherra Kambódíu sagði nauðsynlegt að verja fullveldi ríkisins. Ekkert bendir til þess að Trump hafi hótað að leggja tolla á ríkin tvö í vopnahlésviðræðum, líkt og var gert í átökunum í júlí, að því er kemur fram í umfjöllun BBC.
Taíland Kambódía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. 8. desember 2025 11:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. 8. desember 2025 11:29