Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar 13. desember 2025 14:32 …eða setjum við súrefnisgrímuna fyrst á aðra?Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Með nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (National Security Strategy, NSS), gefinni út 4. desember 2025 eru bandaríska þjóðin og hagsmunir hennar sett í forgang („America First“). Öryggi borgaranna er tryggt með áherslu á fullveldi, öfluga landamæravörslu og eflingu innviða, tækni og innlendrar iðnaðarframleiðslu frekar en með beinum afskiptum af öðrum ríkjum. Bandaríkin eru ekki lengur „alheimslöggan“ Helstu markmið stefnunnar eru vernd landsins og þjóðaröryggi í víðum skilningi (hernaðarlegum, efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum) og að tryggja öryggi borgaranna gegn öllum ytri ógnum, þar á meðal ólöglegum innflutningi og öðrum skaðlegum áhrifum.Hver er óvinur?Athygli vekur, að Rússland er ekki lengur skilgreint sem „óvinur“ Bandaríkjanna og að alþjóðlegar stofnanir, einkum Evrópusambandið (ESB), eru harðlega gagnrýndar fyrir aðgerðir sem beinlínis grafa undan stjórnmálum og löggjöf aðildarríkja og annarra tengdra ríkja (svo sem ríkja innan EES). Innflytjendastefnu ESB er lýst sem útsmoginni tilraun til að „breyta álfunni og skapa átök“. Lýðræðið, málfrelsi og tjáningarfrelsi í Evrópu hafi stórlega dvínað og siðmenningin hrakað: „Evrópa hefur tapað hlutfallslegri hlutdeild sinni í vergri landsframleiðslu, sem fór úr 25% árið 1990 í 14% árið 2025, að hluta til vegna innlendra og alþjóðlegra reglugerða sem hamla allri sköpunargáfu og frumkvæði. Þó efnahagslægðin sé alvarleg, varpa auknar líkur á hnignun siðmenningar enn stærri skugga á hana. Meðal stærstu áskorana sem Evrópa stendur frammi fyrir er starfsemi Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana, sem rýra stjórnmálafrelsi og fullveldi, álfunni og veldur ágreiningi, innflytjendastefna sem umbreytir álfunni og stuðlar að ágreiningi, ritskoðun sem bælir niður stjórnmálaandstöðu auk lækkandi fæðingartíðni, hnignandi þjóðernisvitundar og minnkandi sjálfstrausts.“ (þýðing undirritaðs) Ísland í fyrsta sæti? Endurnýjaðar hótanir ríkistjórnarinnar um aðlögun Íslands að regluverki og lögum ESB hafa vakið upp ýmsa drauga og tilgangurinn virðist vera að „breyta þjóðríkinu og skapa átök“. Umræðan og hótanirnar hafa einnig vakið upp landvættina, sem betur fer, sem áður hafa staðið þétt með þjóðinni gegn landsölu, yfirráðum yfir landhelginni og landráðum. Getum við dregið lærdóm af nýrri stefnu Bandaríkjanna? Spurningin vaknar þá hvort Íslendingar eigi að setja eigið land og þjóð í forgang eða hagsmuni annarra? Hvaða heilvita manni dettur í hug að beygja land og þjóð undir yfirráð erlends ríkis eða ríkjasambands? Er það ekki algerlega fráleitt? ESB-sinnar, með tvo utanríkisráðherra og einn borgarstjóra í fararbroddi, rembast nú eins og rjúpan við staur við að sannfæra Íslendinga um að innganga í ESB tryggi „öryggi Íslands gegn innrás Rússa“. Hvað ef Rússland er ekki lengur skilgreint sem óvinur Bandaríkjanna? Hverjar eru þá líkur á því að Rússar ráðist á einn helsta bandamann Bandaríkjanna og aðildarríki NATO á þeirra eigin yfirráðasvæði? Svarið liggur í augum uppi.Eins og flugfreyjan orðar það gjarnan: „Settu súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú aðstoðar aðra.“ Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf https://vardberg.is/oflokkad/ny-thjodaroryggisstefna-trumps-nyir-timar-nyjar-askoranir-fyrir-bandamenn/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
…eða setjum við súrefnisgrímuna fyrst á aðra?Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Með nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (National Security Strategy, NSS), gefinni út 4. desember 2025 eru bandaríska þjóðin og hagsmunir hennar sett í forgang („America First“). Öryggi borgaranna er tryggt með áherslu á fullveldi, öfluga landamæravörslu og eflingu innviða, tækni og innlendrar iðnaðarframleiðslu frekar en með beinum afskiptum af öðrum ríkjum. Bandaríkin eru ekki lengur „alheimslöggan“ Helstu markmið stefnunnar eru vernd landsins og þjóðaröryggi í víðum skilningi (hernaðarlegum, efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum) og að tryggja öryggi borgaranna gegn öllum ytri ógnum, þar á meðal ólöglegum innflutningi og öðrum skaðlegum áhrifum.Hver er óvinur?Athygli vekur, að Rússland er ekki lengur skilgreint sem „óvinur“ Bandaríkjanna og að alþjóðlegar stofnanir, einkum Evrópusambandið (ESB), eru harðlega gagnrýndar fyrir aðgerðir sem beinlínis grafa undan stjórnmálum og löggjöf aðildarríkja og annarra tengdra ríkja (svo sem ríkja innan EES). Innflytjendastefnu ESB er lýst sem útsmoginni tilraun til að „breyta álfunni og skapa átök“. Lýðræðið, málfrelsi og tjáningarfrelsi í Evrópu hafi stórlega dvínað og siðmenningin hrakað: „Evrópa hefur tapað hlutfallslegri hlutdeild sinni í vergri landsframleiðslu, sem fór úr 25% árið 1990 í 14% árið 2025, að hluta til vegna innlendra og alþjóðlegra reglugerða sem hamla allri sköpunargáfu og frumkvæði. Þó efnahagslægðin sé alvarleg, varpa auknar líkur á hnignun siðmenningar enn stærri skugga á hana. Meðal stærstu áskorana sem Evrópa stendur frammi fyrir er starfsemi Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana, sem rýra stjórnmálafrelsi og fullveldi, álfunni og veldur ágreiningi, innflytjendastefna sem umbreytir álfunni og stuðlar að ágreiningi, ritskoðun sem bælir niður stjórnmálaandstöðu auk lækkandi fæðingartíðni, hnignandi þjóðernisvitundar og minnkandi sjálfstrausts.“ (þýðing undirritaðs) Ísland í fyrsta sæti? Endurnýjaðar hótanir ríkistjórnarinnar um aðlögun Íslands að regluverki og lögum ESB hafa vakið upp ýmsa drauga og tilgangurinn virðist vera að „breyta þjóðríkinu og skapa átök“. Umræðan og hótanirnar hafa einnig vakið upp landvættina, sem betur fer, sem áður hafa staðið þétt með þjóðinni gegn landsölu, yfirráðum yfir landhelginni og landráðum. Getum við dregið lærdóm af nýrri stefnu Bandaríkjanna? Spurningin vaknar þá hvort Íslendingar eigi að setja eigið land og þjóð í forgang eða hagsmuni annarra? Hvaða heilvita manni dettur í hug að beygja land og þjóð undir yfirráð erlends ríkis eða ríkjasambands? Er það ekki algerlega fráleitt? ESB-sinnar, með tvo utanríkisráðherra og einn borgarstjóra í fararbroddi, rembast nú eins og rjúpan við staur við að sannfæra Íslendinga um að innganga í ESB tryggi „öryggi Íslands gegn innrás Rússa“. Hvað ef Rússland er ekki lengur skilgreint sem óvinur Bandaríkjanna? Hverjar eru þá líkur á því að Rússar ráðist á einn helsta bandamann Bandaríkjanna og aðildarríki NATO á þeirra eigin yfirráðasvæði? Svarið liggur í augum uppi.Eins og flugfreyjan orðar það gjarnan: „Settu súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú aðstoðar aðra.“ Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf https://vardberg.is/oflokkad/ny-thjodaroryggisstefna-trumps-nyir-timar-nyjar-askoranir-fyrir-bandamenn/
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun