Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2025 09:30 Það má ótrúlegt vera að þau skipti hundruðum sem fá greitt fyrir að stunda íþróttir á Íslandi. Sé gluggað er í rekstur íþróttafélaga má sjá að þau félög, eða íþróttadeildir sem standa undir sér eru undantekningarnar, Stjórnir þessara félaga, sjálfboðaliðarnir eiga mína aðdáun. Þau sem gefur tímann, oft eiginlega allan timann, og orkuna svo sportið fái að ganga. Fólkið sem þjónar Hvernig finnst þér rétt að byggja upp rekstur íþróttafélags? Margbrotin spurning og svörin líka en sú tíð er liðin að íþróttastarfsemi sé annað en rekstur fyrirtækis. Afreks hlutinn er grjótharður business þar sem vinnufélagarnir debet og kredit þurfa að eiga skap saman. Þegar það gerist ekki eru það aðilar “út í bæ” eða ótengd starfsemi sem brúa bilið með inndælingu peninga, leynt eða ljóst. Fjármagna þennan eða hinn og gagnsæið verður ekki svo gagnsætt. Svona menning er hvorki skynsamleg til lengdar né áreiðanleg. Ég ætla að fullyrða að félagsskipti eigi sér ekki stað í efstu deildum þriggja vinsælustu boltaíþróttanna nema peningar séu þar eitt aðalatriðanna. Stundum, jafnvel oft, eru þetta fjárhæðir sem duga til framfærslu fjölskyldunnar. Nú er ekkert að því að fólk á vinnumarkaði semji um þau laun sem hægt er að semja um en rómantíkin um hina þjónandi íþróttamenn tekur á sig öðruvísi blæ meðfram þessum formerkjum. Fótboltinn virðist vera eina greinin þar sem hægt er að réttlæta tilbrigði við atvinnumennsku. Þar eru tekjumöguleikar ef vel gengur, en eiginlega bara ef vel gengur. Ef rýnt er í sést að í venjulegu árferði stendur karlafótbolti undir langastærstum hluta tekna knattspyrnudeildanna. Þetta er ekki mín skoðun heldur staðreyndin. Nú gerist það að stjórnir fótboltafélaga sumra ætla sér að draga úr útgjöldum til kvennafótbolta. Eðlilega er því mótmælt en á hvaða forsendum…… Ég reikna ekki með því að verða sérlega vinsæll þegar ég ræði þetta en í raun er það snúið, út frá rekstrarlegum forsendum, að réttlæta tugmilljóna rekstur sem er langt frá því að standa undir sér. Nema ákveðið sé að niðurgreiða og það er það sem er verið að gera. Af mjög góðum ástæðum reyndar og ég þekki það af reynslu hversu stórkostlega mikilvægt það er að hlutur kvenna innan félags sé ekki fyrir borð borinn. Þekki líka þau sjónarmið að það eigi að setja “jafn” mikið fjármagn í kvennaíþróttir og karla. í fullkomnum heimi væri það best en þarf ekki að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna? En er ekki hægt að standa vel að íþróttum á annan hátt en að reka þær með launakostnað langt umfram tekjur? Þetta þarf að ræða af ró og yfirvegun þar sem staðreyndir eru meginstefið. Ef talað er um bakslag í afreks hluta kvennaíþrótta þá snýst það bakslag um krónur og aura. Þá þarf að ræða þann vinkil. Kannski erum við horfin í heim fáránleikans sem alþjóðlegur fótbolti er. Heim sem ólígarkar í óteljandi myndum, eða heilu þjóðríkin eiga og reka félögin. Þar sem árslaun eins duga til að reka þokkalegt sveitarfélag hér á hjaranum jafnlengi. Laun og hlunnindi leikmanna eru að sliga og hinir raunverulegu þjónar íþróttanna, stjórnar fólkið fær skammir hvort sem það skrifar upp á innistæðulausan launatékkann eður ei. Hin hagsýna húsmóðir er leiðinleg. Mitt félag, Valur, hafandi verið á ævintýralegu eyðslurússi, er að reyna að setja inn í menninguna vitræn prinsipp þegar kemur að fjárhagshlið rekstrarins. Að vonum heyrist hljóð úr horni þeirra sem þegið hafa peninga fyrir sína þátttöku. Fyrir því þarf að bera virðingu en gera i sömu andrá kröfu um að málið sé rætt utan um og innan um staðreyndir en ekki bara því hvað mér eða þér finnst eða okkur langar. Í bráð og lengd þjónar það góðum tilgangi. Höfundur er áhugamaður um íþróttir og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það má ótrúlegt vera að þau skipti hundruðum sem fá greitt fyrir að stunda íþróttir á Íslandi. Sé gluggað er í rekstur íþróttafélaga má sjá að þau félög, eða íþróttadeildir sem standa undir sér eru undantekningarnar, Stjórnir þessara félaga, sjálfboðaliðarnir eiga mína aðdáun. Þau sem gefur tímann, oft eiginlega allan timann, og orkuna svo sportið fái að ganga. Fólkið sem þjónar Hvernig finnst þér rétt að byggja upp rekstur íþróttafélags? Margbrotin spurning og svörin líka en sú tíð er liðin að íþróttastarfsemi sé annað en rekstur fyrirtækis. Afreks hlutinn er grjótharður business þar sem vinnufélagarnir debet og kredit þurfa að eiga skap saman. Þegar það gerist ekki eru það aðilar “út í bæ” eða ótengd starfsemi sem brúa bilið með inndælingu peninga, leynt eða ljóst. Fjármagna þennan eða hinn og gagnsæið verður ekki svo gagnsætt. Svona menning er hvorki skynsamleg til lengdar né áreiðanleg. Ég ætla að fullyrða að félagsskipti eigi sér ekki stað í efstu deildum þriggja vinsælustu boltaíþróttanna nema peningar séu þar eitt aðalatriðanna. Stundum, jafnvel oft, eru þetta fjárhæðir sem duga til framfærslu fjölskyldunnar. Nú er ekkert að því að fólk á vinnumarkaði semji um þau laun sem hægt er að semja um en rómantíkin um hina þjónandi íþróttamenn tekur á sig öðruvísi blæ meðfram þessum formerkjum. Fótboltinn virðist vera eina greinin þar sem hægt er að réttlæta tilbrigði við atvinnumennsku. Þar eru tekjumöguleikar ef vel gengur, en eiginlega bara ef vel gengur. Ef rýnt er í sést að í venjulegu árferði stendur karlafótbolti undir langastærstum hluta tekna knattspyrnudeildanna. Þetta er ekki mín skoðun heldur staðreyndin. Nú gerist það að stjórnir fótboltafélaga sumra ætla sér að draga úr útgjöldum til kvennafótbolta. Eðlilega er því mótmælt en á hvaða forsendum…… Ég reikna ekki með því að verða sérlega vinsæll þegar ég ræði þetta en í raun er það snúið, út frá rekstrarlegum forsendum, að réttlæta tugmilljóna rekstur sem er langt frá því að standa undir sér. Nema ákveðið sé að niðurgreiða og það er það sem er verið að gera. Af mjög góðum ástæðum reyndar og ég þekki það af reynslu hversu stórkostlega mikilvægt það er að hlutur kvenna innan félags sé ekki fyrir borð borinn. Þekki líka þau sjónarmið að það eigi að setja “jafn” mikið fjármagn í kvennaíþróttir og karla. í fullkomnum heimi væri það best en þarf ekki að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna? En er ekki hægt að standa vel að íþróttum á annan hátt en að reka þær með launakostnað langt umfram tekjur? Þetta þarf að ræða af ró og yfirvegun þar sem staðreyndir eru meginstefið. Ef talað er um bakslag í afreks hluta kvennaíþrótta þá snýst það bakslag um krónur og aura. Þá þarf að ræða þann vinkil. Kannski erum við horfin í heim fáránleikans sem alþjóðlegur fótbolti er. Heim sem ólígarkar í óteljandi myndum, eða heilu þjóðríkin eiga og reka félögin. Þar sem árslaun eins duga til að reka þokkalegt sveitarfélag hér á hjaranum jafnlengi. Laun og hlunnindi leikmanna eru að sliga og hinir raunverulegu þjónar íþróttanna, stjórnar fólkið fær skammir hvort sem það skrifar upp á innistæðulausan launatékkann eður ei. Hin hagsýna húsmóðir er leiðinleg. Mitt félag, Valur, hafandi verið á ævintýralegu eyðslurússi, er að reyna að setja inn í menninguna vitræn prinsipp þegar kemur að fjárhagshlið rekstrarins. Að vonum heyrist hljóð úr horni þeirra sem þegið hafa peninga fyrir sína þátttöku. Fyrir því þarf að bera virðingu en gera i sömu andrá kröfu um að málið sé rætt utan um og innan um staðreyndir en ekki bara því hvað mér eða þér finnst eða okkur langar. Í bráð og lengd þjónar það góðum tilgangi. Höfundur er áhugamaður um íþróttir og fjármál.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun