Lífið samstarf

Hel­vítis jólapizzan slær í gegn á El­dofninum

Eldofninn
Helvítis jólapizzan er pizza mánaðarins á Eldofninum. Hún er unnin í samvinnu við Ívar Örn Hansen, öðru nafni Helvítis kokkurinn, og skartar óvenjulegu og bragðgóðu áleggi.
Helvítis jólapizzan er pizza mánaðarins á Eldofninum. Hún er unnin í samvinnu við Ívar Örn Hansen, öðru nafni Helvítis kokkurinn, og skartar óvenjulegu og bragðgóðu áleggi.

Helvítis jólapizzan, sem er pizza mánaðarins á Eldofninum, hefur slegið í gegn enda óhefðbundin jólaveisla þar sem óvenjuleg hráefni blandast saman í eftirminnilegri bragðveislu.

Pizzan er afrakstur samstarfs Eldofnsins og Helvítis og inniheldur andaconfit, sveppi, blaðlauk, rauðlauk, papriku, piparost og radísur … já þið lásuð rétt. Ofan á herlegheitin fer svo Helvítis eldpiparsulta sem inniheldur rauðan jalapeño og basil.

Fyrir þau hugrökku sem vilja meiri hita er hægt að skipta út sultunni fyrir Helvítis eldpiparsultu með habanero og appelsínu sem kveikir heldur betur í fólki!

Helvítis jólapizzan inniheldur andaconfit, sveppi, blaðlauk, rauðlauk, papriku, piparost og radísur ásamt Helvítis eldpiparsultu með rauðum jalapeño og basil.

Að sögn Ívars Arnar Hansen, sem stendur á bak við Helvítis ásamt eiginkonu sinni Þóreyju Hafliðadóttur, gekk samstarfið mjög vel.„Þetta var þeirra hugmynd en eigendur Eldofnsins höfðu samband við okkur viku áður en pizzan var kynnt til sögunnar. Við ákváðum bara að keyra þetta í gang og prófuðum okkur áfram með ólík hráefni. Helvítis sultan gegnir lykilhlutverki hér en athyglisverðasta áleggið er þó radísurnar sem ég hafði aldrei séð á pizzu áður. Við erum öll mjög sátt við lokaafurðina.“

Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. „Þetta er bara sjúklega mikil negla og viðskiptavinir Eldofnsins hafa verið mjög ánægðir með þessa óvenjulegu og bragðgóðu pizzu.“

Helvítis hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli fyrir eldpiparsultur sínar en sú nýjasta kom í verslanir nýlega og inniheldur jarðaber og svartan pipar. Auk þess hefur Ívar, sem Helvítis kokkurinn, slegið í gegn með samnefndum matreiðsluþáttum á Sýn.

Helvítis eldpiparsulta, sem inniheldur rauðan jalapeño og basil, fer ofan á pizzuna og gefur henni einstakt bragð. Fyrir þau hugrökku sem vilja meira bit er hægt að skipta út sultunni fyrir Helvítis eldpiparsultu með habanero og appelsínu.

Eldofninn opnaði sumarið 2009 og er af mörgum talinn vera eitt best geymda leyndarmál Reykjavíkur. Staðurinn býður upp á ekta eldbakaðar ítalskar pizzur og er pizzaofninn fluttur inn frá Ítalíu. Áhersla er lögð á íslenskt hráefni en pizza sósan og deigið er búið til frá grunni daglega. Á Eldofninum er einnig selt ekta ítalskt kaffi sem staðurinn flytur sjálfur inn en um er að ræða Italcaffè frá La Spezia á Ítalíu.

Jólapizzan verður í boði út desember og jafnvel út þrettándann, 6. janúar, þar sem viðtökurnar hafa verið svo góðar. Pizza mánaðarins á Eldofninum í janúar verður Veganúar pizzan og ríkir mikil eftirvænting eftir henni.

Nánari upplýsingar á vef Eldofnsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.